Söngskólinn í Reykjavík leitar nýs húsnæðis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2024 12:34 Söngskólinn hefur starfað í Sturluhöllum frá árinu 2018. Reykjavíkurborg Stjórnendur Söngskólans í Reykjavík leita nýs húsnæðis undir starfsemi skólans. Núverandi húsnæði skólans við Laufásveg í Reykjavík, sem gjarnan er kallað Sturluhallir, hefur þegar verið selt. „Eins og flestir vita er rekstur tónlistarskóla í landinu ekki mjög beysinn þessa dagana,“ segir Viðar Gunnarsson óperusöngvari og stjórnarformaður Söngskólans í samtali við fréttastofu. Hann segir skólann ekki eiga efni á framkvæmdum á húsinu, sem þurfi reglulegt viðhald enda reist fyrir um hundrað árum. Starfsemi Söngskólans í Reykjavík verður út næsta skólaár í Sturluhöllum en eftir það verður hún flutt. Stjórnendur leita nú nýs húsnæðis og hafa til þess ár. Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að húsnæðið hefði verið selt í hendur nýstofnaða félagsins Laufásvegur ehf, í eigu Þrastar Bjarnhéðinssonar Johnson. Fátt er að finna um Þröst, verðandi eiganda þessa glæsibýlis, á netinu. Kaupverðið var 370 milljónir króna. Söngskólinn hefur flakkað nokkuð milli húsakynna í fimmtíu ára sögu sinni. Á vefsíðu skólans segir að í fyrstu hafi hann staðið í litlu húsi við Laufásveg, en síðar flust að Hverfisgötu 45 til árs 2002. Þá hafi starfsemin verið færð að Snorrabraut 54 í Reykjavík en húsið er jafnan kennt við Osta- og smjörsöluna. Árið 2017 sagði Garðar Cortes heitinn þáverandi skólastjóri Söngskólans í samtali við fréttastofu að skólinn hefði ekki efni á að eiga svo dýra eign. Sömu sögu virðist vera að segja af ástandinu í dag. Garðar Cortes stofnaði Söngskólann haustið 1973 og gegndi starfi skólastjóra um árabil þar til hann lét af störfum 20. ágúst 2022 sökum aldurs. Hann lést í maí í fyrra. Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona tók við af Garðari en hún hefur starfað við skólann frá upphafi. Fyrr í dag tilkynnti skólinn að Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona, stofnandi og stjórnandi Sönghátíðarinnar í Hafnarborg, hefði verið ráðin nýr skólastjóri Söngskólans í Reykjavík frá og með mánaðamótum. Tónlist Fasteignamarkaður Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Eins og flestir vita er rekstur tónlistarskóla í landinu ekki mjög beysinn þessa dagana,“ segir Viðar Gunnarsson óperusöngvari og stjórnarformaður Söngskólans í samtali við fréttastofu. Hann segir skólann ekki eiga efni á framkvæmdum á húsinu, sem þurfi reglulegt viðhald enda reist fyrir um hundrað árum. Starfsemi Söngskólans í Reykjavík verður út næsta skólaár í Sturluhöllum en eftir það verður hún flutt. Stjórnendur leita nú nýs húsnæðis og hafa til þess ár. Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að húsnæðið hefði verið selt í hendur nýstofnaða félagsins Laufásvegur ehf, í eigu Þrastar Bjarnhéðinssonar Johnson. Fátt er að finna um Þröst, verðandi eiganda þessa glæsibýlis, á netinu. Kaupverðið var 370 milljónir króna. Söngskólinn hefur flakkað nokkuð milli húsakynna í fimmtíu ára sögu sinni. Á vefsíðu skólans segir að í fyrstu hafi hann staðið í litlu húsi við Laufásveg, en síðar flust að Hverfisgötu 45 til árs 2002. Þá hafi starfsemin verið færð að Snorrabraut 54 í Reykjavík en húsið er jafnan kennt við Osta- og smjörsöluna. Árið 2017 sagði Garðar Cortes heitinn þáverandi skólastjóri Söngskólans í samtali við fréttastofu að skólinn hefði ekki efni á að eiga svo dýra eign. Sömu sögu virðist vera að segja af ástandinu í dag. Garðar Cortes stofnaði Söngskólann haustið 1973 og gegndi starfi skólastjóra um árabil þar til hann lét af störfum 20. ágúst 2022 sökum aldurs. Hann lést í maí í fyrra. Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona tók við af Garðari en hún hefur starfað við skólann frá upphafi. Fyrr í dag tilkynnti skólinn að Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona, stofnandi og stjórnandi Sönghátíðarinnar í Hafnarborg, hefði verið ráðin nýr skólastjóri Söngskólans í Reykjavík frá og með mánaðamótum.
Tónlist Fasteignamarkaður Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Garðar Cortes er látinn Garðar Cortes, óperusöngvari með meiru, andaðist að morgni sunnudagsins 14. maí. Með honum er genginn einhver allra áhrifamesti einstaklingur íslensks tónlistarlífs undanfarinna áratuga. 16. maí 2023 06:00