„Erum andandi ofan í hálsmálið á þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2024 12:30 Fanndis Friðriksdóttir Vísir/Anton Brink „Það er alltaf gaman að fara út á land og spila. Það leggst vel í okkur. Vonandi komum við heim með þrjú stig,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals. Valskonur eru á leið á Sauðárkrók þar sem þær mæta Tindastóli í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur marði síðasta leik gegn Keflavík á laugardag, 2-1. Sjálfsmark gestanna í uppbótartíma tryggði Valskonum sigurinn. Valur lá hressilega á Keflavíkurliðinu frá upphafi til enda og Fanndís býst við keimlíkum leik á Króknum í kvöld. „Við þurfum að vera vel vakandi til baka, þær geta refsað með einni skyndisókn, eins og við lentum í í síðasta leik. Við áttum náttúrulega að vera löngu búnar að skora á móti Keflavík, en það er eins og það er. Ég býst við svipuðum leik. Þær vilja líklega verja markið sitt og þétta raðirnar. Við þurfum að finna leiðir í gegnum það,“ segir Fanndís. Valur var með xG upp á tæplega fimm í leik helgarinnar og ótrúlegustu færi sem fóru forgörðum. Fanndís segir aðeins færanýtinguna aðeins hafa verið rædda í gær og að Valskonur ætli að gera betur í þeim efnum í kvöld. „Við fórum aðeins yfir það í gær, hvernig við ætlum að nýta betur færin okkar. Við þurfum að sýna það á eftir, að það hafi gengið vel,“ segir Fanndís. Valur fer á toppinn með sigri í kvöld en liðið er jafnt Breiðabliki að stigum á toppi deildarinnar. Breiðablik er ofar á markatölu en Kópavogskonur eiga ekki leik fyrr en á föstudag. „Við erum andandi ofan í hálsmálið á þeim. Þær eru með betri markatölu en við. Það er vont að misstíga sig í þessari baráttu. En næsti leikur á eftir þessum er Valur – Breiðablik, þannig að við viljum vera með jafnmörg stig, ef ekki fleiri, fyrir þann leik,“ segir Fanndís. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma eigast FH og Stjarnan við í beinni á Stöð 2 Sport 5 og Keflavík tekur á móti Þór/KA, einnig klukkan 18:00, á Stöð 2 Besta deildin. Besta deild kvenna Valur Tindastóll Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Valur marði síðasta leik gegn Keflavík á laugardag, 2-1. Sjálfsmark gestanna í uppbótartíma tryggði Valskonum sigurinn. Valur lá hressilega á Keflavíkurliðinu frá upphafi til enda og Fanndís býst við keimlíkum leik á Króknum í kvöld. „Við þurfum að vera vel vakandi til baka, þær geta refsað með einni skyndisókn, eins og við lentum í í síðasta leik. Við áttum náttúrulega að vera löngu búnar að skora á móti Keflavík, en það er eins og það er. Ég býst við svipuðum leik. Þær vilja líklega verja markið sitt og þétta raðirnar. Við þurfum að finna leiðir í gegnum það,“ segir Fanndís. Valur var með xG upp á tæplega fimm í leik helgarinnar og ótrúlegustu færi sem fóru forgörðum. Fanndís segir aðeins færanýtinguna aðeins hafa verið rædda í gær og að Valskonur ætli að gera betur í þeim efnum í kvöld. „Við fórum aðeins yfir það í gær, hvernig við ætlum að nýta betur færin okkar. Við þurfum að sýna það á eftir, að það hafi gengið vel,“ segir Fanndís. Valur fer á toppinn með sigri í kvöld en liðið er jafnt Breiðabliki að stigum á toppi deildarinnar. Breiðablik er ofar á markatölu en Kópavogskonur eiga ekki leik fyrr en á föstudag. „Við erum andandi ofan í hálsmálið á þeim. Þær eru með betri markatölu en við. Það er vont að misstíga sig í þessari baráttu. En næsti leikur á eftir þessum er Valur – Breiðablik, þannig að við viljum vera með jafnmörg stig, ef ekki fleiri, fyrir þann leik,“ segir Fanndís. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma eigast FH og Stjarnan við í beinni á Stöð 2 Sport 5 og Keflavík tekur á móti Þór/KA, einnig klukkan 18:00, á Stöð 2 Besta deildin.
Besta deild kvenna Valur Tindastóll Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira