Öllu gríni fylgi alvara Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júlí 2024 20:16 Sigurjón/Skjáskot Lögreglan lítur falska aðganga sem eru stofnaðir í þeirra nafni alvarlegum augum þó svo að það sé gert í gríni og minnir á að um lögbrot sé að ræða. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, varar við háttseminni og segir öllu gríni fylgja alvara. Nýlega var stofnaður aðgangur undir nafninu logreglan_is á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem tveimur myndskeiðum var deilt, eitt grínatriði um rafhlaupahjól og áfengisdrykkju og annað sem sýnir ökutæki lögreglunnar á meðan lag tileinkað lögreglunni spilar undir. Lögreglan lét loka reikningnum tafarlaust, mbl.is greindi fyrst frá. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar, á höfuðborgarsvæðinu, segir þau hafa orðið vör við myndskeiðin þegar þeim barst fyrirspurn hvort að þetta væri ný leið til að ná til ungmenna. Hún segir mikilvægt að minna á að umrædd fölsun teljist sem lagabrot og að starfsemi sem slík geti skapað glundroða og hættuástand. Varðar hegningarlög „Fólk þarf að bera traust til okkar. Það er mjög mikilvægt að það efni sem fer út í okkar nafni sé okkar efni. Samkvæmt 117. grein hegningarlaga má enginn nota merki lögreglunnar eða fatnað eða einkenni eða annað slíkt nema að hafa til þess leyfi,“ segir Marta. Hún tekur fram að það sé ekki nýmæli að fólk þykist vera lögreglan á netinu. Eðlismunur sé á brotunum og að alvarlegra sé þegar falskir aðgangar reyna að klekkja á fólki. „Sumir eiga að vera grín og spaug og geta alveg verið fyndnir. Aðrir eru búnir til að klekkja á lögreglunni og skaða traust til hennar eins og að birta hluti sem að lögreglan myndi aldrei birta. Bara sem dæmi dæmi vera með fordómafulla færslu í garð minnihlutahópa.“ Ýmsum í nöp við lögregluna Spurð hvers vegna lögreglan verði meira fyrir barðinu á netverjum en aðrar stofnanir minnir Marta á að um valdastofnun sé að ræða og því gæti sumum fundist það enn sniðugara að hrekkja lögregluna. „Það er líka þannig að sumum er í nöp við lögregluna og við þurfum að hafa afskitpi af alls konar fólki þannig að hluta til er það kannski fólk sem á harma að hefna.“ TikTok Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Nýlega var stofnaður aðgangur undir nafninu logreglan_is á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem tveimur myndskeiðum var deilt, eitt grínatriði um rafhlaupahjól og áfengisdrykkju og annað sem sýnir ökutæki lögreglunnar á meðan lag tileinkað lögreglunni spilar undir. Lögreglan lét loka reikningnum tafarlaust, mbl.is greindi fyrst frá. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar, á höfuðborgarsvæðinu, segir þau hafa orðið vör við myndskeiðin þegar þeim barst fyrirspurn hvort að þetta væri ný leið til að ná til ungmenna. Hún segir mikilvægt að minna á að umrædd fölsun teljist sem lagabrot og að starfsemi sem slík geti skapað glundroða og hættuástand. Varðar hegningarlög „Fólk þarf að bera traust til okkar. Það er mjög mikilvægt að það efni sem fer út í okkar nafni sé okkar efni. Samkvæmt 117. grein hegningarlaga má enginn nota merki lögreglunnar eða fatnað eða einkenni eða annað slíkt nema að hafa til þess leyfi,“ segir Marta. Hún tekur fram að það sé ekki nýmæli að fólk þykist vera lögreglan á netinu. Eðlismunur sé á brotunum og að alvarlegra sé þegar falskir aðgangar reyna að klekkja á fólki. „Sumir eiga að vera grín og spaug og geta alveg verið fyndnir. Aðrir eru búnir til að klekkja á lögreglunni og skaða traust til hennar eins og að birta hluti sem að lögreglan myndi aldrei birta. Bara sem dæmi dæmi vera með fordómafulla færslu í garð minnihlutahópa.“ Ýmsum í nöp við lögregluna Spurð hvers vegna lögreglan verði meira fyrir barðinu á netverjum en aðrar stofnanir minnir Marta á að um valdastofnun sé að ræða og því gæti sumum fundist það enn sniðugara að hrekkja lögregluna. „Það er líka þannig að sumum er í nöp við lögregluna og við þurfum að hafa afskitpi af alls konar fólki þannig að hluta til er það kannski fólk sem á harma að hefna.“
TikTok Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira