„Frábærir frá upphafi til enda“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júlí 2024 20:15 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hafði betur á móti ÍA á Skaganum í dag. Vísir/Pawel Jökull Elísarbetarson, þjálfari Stjörnunnar, var í skýjunum með frammistöðu liðsins eftir 3-1 sigur á ÍA í Bestu deild karla í dag. „Bara frábær leikur, mér fannst við frábærir frá upphafi til enda. Við fengum auðvitað á okkur óþægilegt mark á óþægilegum tíma sem er auðvitað skrýtið og þurfum að skoða reglurnar varðandi þetta. Ef þetta er leyfilegt þá munum við nýta okkur það í föstum leikatriðum sóknarlega,“ sagði Jökull eftir leikinn á Skaganum. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi verið 1-0 undir í hálfleik kom liðið til baka í síðari hálfleik og gengu frá leiknum með því að skora þrjú mörk. „Það var mikil trú í liðinu, alveg sama hvað, við héldum bara áfram að spila okkur leik og héldum boltanum. Við hreyfðum þá og létum þá hlaupa, við vissum að það myndi skila mörkum seinna í leiknum, bara mjög gaman sjá,“ bætti Jökull við. Átti mark ÍA að standa? Jökull var allt annað en sáttur með eina mark ÍA undir lok fyrri hálfleiks. Markið kom eftir aukaspyrnu utan af velli og telur Jökull að markið hefði ekki átt að standa. „Hinrik [Harðarson] er rangstæður. Aðstoðardómarinn er sammála og segir að hann sé rangstæður, hann sé of langt frá markinu til að hafa áhrif. Þetta er viljandi gert hjá þeim og þeir gerðu þetta oftar í leiknum og þetta hefur auðvitað áhrif. Við erum alveg til í að nýta okkur þetta ef þetta má, þá kvörtum við ekki neitt.“ Jökull segir að það hafi ekkert sérstakt breyst í síðari hálfleik hjá sínum leikmönnum. Hann sá hins vegar þreytumerki á Skagamönnum sem gerði það að verkum að þeir náðu að opna vörn ÍA. „Mér fannst ekkert mikið breytast, við héldum boltanum áfram og komust í stöður. Það sem mér fannst breytast var að þeir voru orðnir þreyttari og færslurnar hægari. Það gerði það að verkum að við komust í opnari stöður þegar við keyrðum á. Það sem breyttist var það sem undan var gengið, mér fannst það skila,“ segir Jökull. Þrír leikir á átta dögum hjá Stjörnunni Það er skammt stórra högga á milli hjá Garðbæingum en þeir mæta eistneska liðinu Paide á fimmtudaginn í Eistlandi í annarri umferð Sambandsdeildarinnar. „Við förum seinni partinn á þriðjudaginn og nú er bara að menn jafni sig. Við tökum rólegt fram að því og förum að setja fókusinn á það,“ segir Jökull að lokum þegar hann var spurður út í komandi ferðalag. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
„Bara frábær leikur, mér fannst við frábærir frá upphafi til enda. Við fengum auðvitað á okkur óþægilegt mark á óþægilegum tíma sem er auðvitað skrýtið og þurfum að skoða reglurnar varðandi þetta. Ef þetta er leyfilegt þá munum við nýta okkur það í föstum leikatriðum sóknarlega,“ sagði Jökull eftir leikinn á Skaganum. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi verið 1-0 undir í hálfleik kom liðið til baka í síðari hálfleik og gengu frá leiknum með því að skora þrjú mörk. „Það var mikil trú í liðinu, alveg sama hvað, við héldum bara áfram að spila okkur leik og héldum boltanum. Við hreyfðum þá og létum þá hlaupa, við vissum að það myndi skila mörkum seinna í leiknum, bara mjög gaman sjá,“ bætti Jökull við. Átti mark ÍA að standa? Jökull var allt annað en sáttur með eina mark ÍA undir lok fyrri hálfleiks. Markið kom eftir aukaspyrnu utan af velli og telur Jökull að markið hefði ekki átt að standa. „Hinrik [Harðarson] er rangstæður. Aðstoðardómarinn er sammála og segir að hann sé rangstæður, hann sé of langt frá markinu til að hafa áhrif. Þetta er viljandi gert hjá þeim og þeir gerðu þetta oftar í leiknum og þetta hefur auðvitað áhrif. Við erum alveg til í að nýta okkur þetta ef þetta má, þá kvörtum við ekki neitt.“ Jökull segir að það hafi ekkert sérstakt breyst í síðari hálfleik hjá sínum leikmönnum. Hann sá hins vegar þreytumerki á Skagamönnum sem gerði það að verkum að þeir náðu að opna vörn ÍA. „Mér fannst ekkert mikið breytast, við héldum boltanum áfram og komust í stöður. Það sem mér fannst breytast var að þeir voru orðnir þreyttari og færslurnar hægari. Það gerði það að verkum að við komust í opnari stöður þegar við keyrðum á. Það sem breyttist var það sem undan var gengið, mér fannst það skila,“ segir Jökull. Þrír leikir á átta dögum hjá Stjörnunni Það er skammt stórra högga á milli hjá Garðbæingum en þeir mæta eistneska liðinu Paide á fimmtudaginn í Eistlandi í annarri umferð Sambandsdeildarinnar. „Við förum seinni partinn á þriðjudaginn og nú er bara að menn jafni sig. Við tökum rólegt fram að því og förum að setja fókusinn á það,“ segir Jökull að lokum þegar hann var spurður út í komandi ferðalag.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira