„Þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. ágúst 2024 10:02 Guðlaug Edda gerði samlanda sína stolta í gær þegar hún sýndi mikla þrautseigju við erfiðar aðstæður. Lenti í slag í sundinu, datt af hjólinu en kláraði hlaupið af harðfylgi. Anne-Christine Poujoulat - Pool/Getty Images Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Hún kláraði keppnina þrátt fyrir meiðsli, er stolt af sínum afrekum þrátt fyrir að hafa viljað ná betri niðurstöðu og vonast til að geta byggt á því fyrir framtíðina. Mikil rigning undanfarna daga setti svip sinn á þríþrautarkeppnina og allt stefndi í að henni yrði frestað en sem betur fer þurfti þess ekki og keppendur syntu af stað í straumharðri Signu. „Út af þessum rigningum jókst streymi árinnar rosa mikið þannig að það var rosalega mikið útstreymi á leiðinni út og svo til baka var áin mikið að vinna á móti þér þannig að þetta var mjög erfitt og þungt sund,“ sagði Guðlaug. Gafst aldrei upp Að sundinu loknu var komið að hjólreiðum sem gengu vel og Guðlaug vann sig upp um sjö sæti en svo var svínað fyrir hana og hún datt af hjólinu. „Hún rykkir út úr beygjunni og ég, til að bregðast við, rykkti hjólinu örlítið of hratt. Var á hálu svæði og dekkin gáfu eftir, datt á vinstri hliðina og er með risa sár á mjöðminni, olnboganum og bakinu. En út af því að þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp.“ Jamie Squire/Getty ImagesNaomi Baker/Getty ImagesMaja Hitij/Getty Images Löng og erfið persónuleg vegferð Guðlaug kláraði keppnina þrátt fyrir meiðslin. Hún sýndi ótrúlega þrautseigju í hlaupinu sem er síðasti hluti keppninnar, kom síðust í mark í 51. sæti, en má svo sannarlega vera stolt af sínum afrekum í afskaplega erfiðum aðstæðum. „Búið að vera löng og erfið vegferð fyrir mig persónulega. Þó maður hefði viljað ná betri niðurstöðu þá endurspegla stundum niðurstöðurnar ekki, hvorki vegferðina né hvernig keppnin er. Sérstaklega í þríþraut, það getur svo mikið gerst. Ég reyni bara að vera stolt af því að vera fyrsti Íslendingurinn sem keppir í þríþraut og verð bara að trúa því að það er miklu meira inni. Ég vonast til þess að núna að geta gefið mér smá tíma, tekið skref til baka og virkilega byggja heilbrigt og gott form aftur. Vonandi get ég byggt á því.“ Viðtalið við Guðlaugu og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þríþraut Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 08:16 Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. 29. júlí 2024 16:31 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Mikil rigning undanfarna daga setti svip sinn á þríþrautarkeppnina og allt stefndi í að henni yrði frestað en sem betur fer þurfti þess ekki og keppendur syntu af stað í straumharðri Signu. „Út af þessum rigningum jókst streymi árinnar rosa mikið þannig að það var rosalega mikið útstreymi á leiðinni út og svo til baka var áin mikið að vinna á móti þér þannig að þetta var mjög erfitt og þungt sund,“ sagði Guðlaug. Gafst aldrei upp Að sundinu loknu var komið að hjólreiðum sem gengu vel og Guðlaug vann sig upp um sjö sæti en svo var svínað fyrir hana og hún datt af hjólinu. „Hún rykkir út úr beygjunni og ég, til að bregðast við, rykkti hjólinu örlítið of hratt. Var á hálu svæði og dekkin gáfu eftir, datt á vinstri hliðina og er með risa sár á mjöðminni, olnboganum og bakinu. En út af því að þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp.“ Jamie Squire/Getty ImagesNaomi Baker/Getty ImagesMaja Hitij/Getty Images Löng og erfið persónuleg vegferð Guðlaug kláraði keppnina þrátt fyrir meiðslin. Hún sýndi ótrúlega þrautseigju í hlaupinu sem er síðasti hluti keppninnar, kom síðust í mark í 51. sæti, en má svo sannarlega vera stolt af sínum afrekum í afskaplega erfiðum aðstæðum. „Búið að vera löng og erfið vegferð fyrir mig persónulega. Þó maður hefði viljað ná betri niðurstöðu þá endurspegla stundum niðurstöðurnar ekki, hvorki vegferðina né hvernig keppnin er. Sérstaklega í þríþraut, það getur svo mikið gerst. Ég reyni bara að vera stolt af því að vera fyrsti Íslendingurinn sem keppir í þríþraut og verð bara að trúa því að það er miklu meira inni. Ég vonast til þess að núna að geta gefið mér smá tíma, tekið skref til baka og virkilega byggja heilbrigt og gott form aftur. Vonandi get ég byggt á því.“ Viðtalið við Guðlaugu og innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Þríþraut Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 08:16 Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. 29. júlí 2024 16:31 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Guðlaug Edda datt í brautinni en kláraði í 51. sæti Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. 31. júlí 2024 08:16
Skilur ekkert í skipuleggjendum: „Alveg út í hött“ Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ, líst ekki vel á að sundhluta þríþrautar á Ólympíuleikum verði aflýst. Einn Íslendingur verður meðal keppenda í greininni, en óljóst er hvenær og hvernig greinin fer fram. 29. júlí 2024 16:31