Sjötta starf Pálma Rafns hjá KR á einu ári Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2024 14:00 Pálmi Rafn hefur gengið í ýmis störf síðustu misseri. vísir/sigurjón Pálmi Rafn Pálmason, starfandi þjálfari karlaliðs KR og verðandi framkvæmdastjóri félagsins, er að ganga í sitt sjötta starf hjá Vesturbæjarliðinu á skömmum tíma. KR tilkynnti í dag að Pálmi Rafn myndi taka við starfi framkvæmdastjóra af Bjarna Guðjónssyni í haust. Pálmi Rafn mun samhliða því hætta sem þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta sem hann stýrir út tímabilið, með Óskar Hrafn Þorvaldsson sér til halds og trausts. Framkvæmdastjórastarfið verður sjötta starfið sem Pálmi Rafn tekur að sér í Vesturbænum á rúmu einu ári. Á síðasta ári var hann íþróttafulltrúi félagsins, starf sem hann tók við árið 2022. Í lok júlímánaðar í fyrra tók Pálmi Rafn svo að sér starf aðalþjálfara hjá kvennaliði KR eftir brottreksur Bretans Perry McLachlan. Hann sinnti því starfi samhliða íþróttafulltrúastarfinu. Eftir leiktíðina síðustu tók Pálmi Rafn við starfi yfirþjálfara hjá knattspyrnudeild og færðist svo úr aðalþjálfarastarfi kvennaliðsins til að verða aðstoðarþjálfari Greggs Ryder hjá körlunum, samhliða yfirþjálfarastarfinu. Íunn Eir Gunnarsdóttir tók við starfi íþróttafulltrúa af Pálma í janúar. Pálmi Rafn fékk svo stöðuhækkun úr aðstoðarþjálfarastarfinu og tók við þjálfun karlaliðsins af Gregg Ryder 30. júní síðastliðinn. Eftir að hafa verið íþróttastjóri, yfirþjálfari, aðalþjálfari kvenna, aðstoðarþjálfari karla og nú aðalþjálfari karla verður framkvæmdastjórastarfið hans sjötta hjá KR á rúmu ári þegar Pálmi Rafn tekur við því í haust. Fjórir starfstitlar Óskars á örfáum mánuðum Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur nú verið ráðinn í þjálfarateymi félagsins en það er þriðji starfstitill hans hjá KR á örfáum mánuðum. Óskar var ráðinn sem faglegur ráðgjafi knattspyrnudeildar þann 10. júní síðastliðinn en tæpum mánuði síðar, 3. júlí var hann ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála. Samhliða því verður hann meðlimur í þjálfarateyminu út þessa leiktíð, sem aðstoðarþjálfari. Að leiktíðinni lokinni fær hann sinn fjórða starfstitil er hann tekur við sem aðalþjálfari karlaliðsins. KR Besta deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
KR tilkynnti í dag að Pálmi Rafn myndi taka við starfi framkvæmdastjóra af Bjarna Guðjónssyni í haust. Pálmi Rafn mun samhliða því hætta sem þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta sem hann stýrir út tímabilið, með Óskar Hrafn Þorvaldsson sér til halds og trausts. Framkvæmdastjórastarfið verður sjötta starfið sem Pálmi Rafn tekur að sér í Vesturbænum á rúmu einu ári. Á síðasta ári var hann íþróttafulltrúi félagsins, starf sem hann tók við árið 2022. Í lok júlímánaðar í fyrra tók Pálmi Rafn svo að sér starf aðalþjálfara hjá kvennaliði KR eftir brottreksur Bretans Perry McLachlan. Hann sinnti því starfi samhliða íþróttafulltrúastarfinu. Eftir leiktíðina síðustu tók Pálmi Rafn við starfi yfirþjálfara hjá knattspyrnudeild og færðist svo úr aðalþjálfarastarfi kvennaliðsins til að verða aðstoðarþjálfari Greggs Ryder hjá körlunum, samhliða yfirþjálfarastarfinu. Íunn Eir Gunnarsdóttir tók við starfi íþróttafulltrúa af Pálma í janúar. Pálmi Rafn fékk svo stöðuhækkun úr aðstoðarþjálfarastarfinu og tók við þjálfun karlaliðsins af Gregg Ryder 30. júní síðastliðinn. Eftir að hafa verið íþróttastjóri, yfirþjálfari, aðalþjálfari kvenna, aðstoðarþjálfari karla og nú aðalþjálfari karla verður framkvæmdastjórastarfið hans sjötta hjá KR á rúmu ári þegar Pálmi Rafn tekur við því í haust. Fjórir starfstitlar Óskars á örfáum mánuðum Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur nú verið ráðinn í þjálfarateymi félagsins en það er þriðji starfstitill hans hjá KR á örfáum mánuðum. Óskar var ráðinn sem faglegur ráðgjafi knattspyrnudeildar þann 10. júní síðastliðinn en tæpum mánuði síðar, 3. júlí var hann ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála. Samhliða því verður hann meðlimur í þjálfarateyminu út þessa leiktíð, sem aðstoðarþjálfari. Að leiktíðinni lokinni fær hann sinn fjórða starfstitil er hann tekur við sem aðalþjálfari karlaliðsins.
KR Besta deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira