Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 150 ára afmæli Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 07:31 Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið fastur liður í menningarlífi Vestmannaeyinga síðan árið 1874. Þessi árlega hátíð, sem á rætur sínar að rekja til 1000 ára afmæli Íslands, er nú einn af helstu menningarviðburðum landsins og þúsundir Íslendingar sækja ár hvert. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið haldin í ágústmánuði síðan árið 1916, að undanskildu 2020 og 2021 vegna heimsfaraldursins. Í bók Brynleifs Tobíassonar, Þjóðhátíð 1874, má finna fallega lýsingu á hátíðarhöldunum. Fram kemur að Þjóðhátíð eyjaskeggia væri haldin í Herjólfsdal, þar sem Herjólfur, fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja, reisti sér bæ. Dalurinn, sem er á þrjá vegu luktur hamrafjöllum, 600-700 feta háum, er eins og náttúrulegt leiksvið fyrir hátíðina. Höfundur segir m.a.: ,,Hinn 2. ágúst 1874 voru saman komin í dalnum um 400 manns. Tjöld voru reist þar yfir vistum, fólk kom til að snæða og drekka kaffi, sumir tóku að dansa, en aðrir hófu söng, og sátu menn þar við góða skemmtun fram undir miðnætti. Veður var bjart og logn í dalnum, og fór hátíðin fram með góðri gleði og bestu reglu.” Frá þessum fyrstu hátíðarhöldum hefur Þjóðhátíð í Eyjum vaxið og dafnað og stendur hátíðin í þrjá daga og inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af tónleikum, leiksýningum, íþróttaviðburðum og fjölskylduskemmtun. Brekkusöngurinn er einn af hápunktum hátíðarinnar en þá safnast Eyjamenn og gestir saman í söng og kveikja í bálkesti sem lýsir upp dalinn. Þjóðhátíðarlag er samið fyrir hverja hátíð og telja margir að það sé einn af lykilþáttunum í að skapa þjóðhátíðarstemmninguna. Hefðin skapaðist árið 1933 en þá orti Árni Guðmundsson úr Eyjum kvæðið Setjumst hér að sumbli og Oddgeir Kristjánsson samdi lag við textann. Oddgeir hélt svo áfram að semja þjóðhátíðarlögin nánast óslitið þar til að hann féll frá árið 1966 en þeir Árni í Eyjum, Ási í Bæ og Loftur Guðmundsson skiptust á að semja textana. Frá árinu 1969 hafa tæplega 50 manns komið að lagasmíðum og textaskrifum þjóðhátíðarlaganna. Þjóðhátíðarlagið fyrir árið 2024 heitir Töfrar og er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og Klöru Elíasdóttur, sungið af tónlistarkonunni Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur. Íþróttafélögin í Vestmannaeyjum hafa haft veg og vanda af hátíðinni. Árið 1916 fór fram fyrsta Þórsþjóðhátíðin og seinna meir fóru Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélagið Týr að halda hátíðina til skiptis. Týr á oddatölu og Þór á sléttri tölu. Eins og gefur að skilja, þá lögðu félögin mikinn metnað í að gera Þjóðhátíðina sem veglegasta og mikil samkeppni á milli þeirra. Í árslok 1996 voru Þór og Týr sameinuð í ÍBV og frá árinu 1997 hefur ÍBV staðið fyrir Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Þúsundir sjálfboðaliða bera þjóðhátíðina uppi og eiga þeir allir miklar þakkir skildar. Þjóðhátíð í Eyjum er því ekki aðeins hátíð fyrir Eyjamenn, heldur fyrir allt Ísland. Hún er tákn um samstöðu og gleði, og minnir okkur á mikilvægi þess að halda í hefðirnar okkar og njóta þeirra saman. Með hverju ári styrkist þessi einstaka hátíð og heldur áfram að vera ljósið í menningarlífi Vestmannaeyja. Eins og fram kemur í Þjóðhátíðarlagi ársins: ,, Það eru töfrar inni í Herjólfsdal, ég skil hjartað alltaf eftir þar”. Þá efast ég ekki um að margir munu upplifa mikla töfra í Vestmannaeyjum núna um helgina. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið fastur liður í menningarlífi Vestmannaeyinga síðan árið 1874. Þessi árlega hátíð, sem á rætur sínar að rekja til 1000 ára afmæli Íslands, er nú einn af helstu menningarviðburðum landsins og þúsundir Íslendingar sækja ár hvert. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið haldin í ágústmánuði síðan árið 1916, að undanskildu 2020 og 2021 vegna heimsfaraldursins. Í bók Brynleifs Tobíassonar, Þjóðhátíð 1874, má finna fallega lýsingu á hátíðarhöldunum. Fram kemur að Þjóðhátíð eyjaskeggia væri haldin í Herjólfsdal, þar sem Herjólfur, fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja, reisti sér bæ. Dalurinn, sem er á þrjá vegu luktur hamrafjöllum, 600-700 feta háum, er eins og náttúrulegt leiksvið fyrir hátíðina. Höfundur segir m.a.: ,,Hinn 2. ágúst 1874 voru saman komin í dalnum um 400 manns. Tjöld voru reist þar yfir vistum, fólk kom til að snæða og drekka kaffi, sumir tóku að dansa, en aðrir hófu söng, og sátu menn þar við góða skemmtun fram undir miðnætti. Veður var bjart og logn í dalnum, og fór hátíðin fram með góðri gleði og bestu reglu.” Frá þessum fyrstu hátíðarhöldum hefur Þjóðhátíð í Eyjum vaxið og dafnað og stendur hátíðin í þrjá daga og inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af tónleikum, leiksýningum, íþróttaviðburðum og fjölskylduskemmtun. Brekkusöngurinn er einn af hápunktum hátíðarinnar en þá safnast Eyjamenn og gestir saman í söng og kveikja í bálkesti sem lýsir upp dalinn. Þjóðhátíðarlag er samið fyrir hverja hátíð og telja margir að það sé einn af lykilþáttunum í að skapa þjóðhátíðarstemmninguna. Hefðin skapaðist árið 1933 en þá orti Árni Guðmundsson úr Eyjum kvæðið Setjumst hér að sumbli og Oddgeir Kristjánsson samdi lag við textann. Oddgeir hélt svo áfram að semja þjóðhátíðarlögin nánast óslitið þar til að hann féll frá árið 1966 en þeir Árni í Eyjum, Ási í Bæ og Loftur Guðmundsson skiptust á að semja textana. Frá árinu 1969 hafa tæplega 50 manns komið að lagasmíðum og textaskrifum þjóðhátíðarlaganna. Þjóðhátíðarlagið fyrir árið 2024 heitir Töfrar og er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og Klöru Elíasdóttur, sungið af tónlistarkonunni Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur. Íþróttafélögin í Vestmannaeyjum hafa haft veg og vanda af hátíðinni. Árið 1916 fór fram fyrsta Þórsþjóðhátíðin og seinna meir fóru Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélagið Týr að halda hátíðina til skiptis. Týr á oddatölu og Þór á sléttri tölu. Eins og gefur að skilja, þá lögðu félögin mikinn metnað í að gera Þjóðhátíðina sem veglegasta og mikil samkeppni á milli þeirra. Í árslok 1996 voru Þór og Týr sameinuð í ÍBV og frá árinu 1997 hefur ÍBV staðið fyrir Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Þúsundir sjálfboðaliða bera þjóðhátíðina uppi og eiga þeir allir miklar þakkir skildar. Þjóðhátíð í Eyjum er því ekki aðeins hátíð fyrir Eyjamenn, heldur fyrir allt Ísland. Hún er tákn um samstöðu og gleði, og minnir okkur á mikilvægi þess að halda í hefðirnar okkar og njóta þeirra saman. Með hverju ári styrkist þessi einstaka hátíð og heldur áfram að vera ljósið í menningarlífi Vestmannaeyja. Eins og fram kemur í Þjóðhátíðarlagi ársins: ,, Það eru töfrar inni í Herjólfsdal, ég skil hjartað alltaf eftir þar”. Þá efast ég ekki um að margir munu upplifa mikla töfra í Vestmannaeyjum núna um helgina. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun