Allir ættu að komast leiðar sinnar þrátt fyrir viðvörun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. ágúst 2024 12:03 Dagskráin er sú veglegasta í tilefni stórafmælisins. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Herjólfs segir mikinn vind og töluverða ölduhæð á morgun ekki hafa áhrif á ferðir Herjólfs fyrir Þjóðhátíð. Gripið hefur verið til sérstakra ráðstafanna á hátíðinni til að bregðast við veðurspánni en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir Íslendinga sem betur fer vera öllu vanir. Búið er að gefa út gula veðurviðvörun fyrir morgundaginn á Suðurlandi sem gildir frá klukkan þrjú um nótt til klukkan tvö um miðjan dag. Veðurstofa Íslands varar við auknum líkum á skriðuföllum á Suðurlandi og Ströndum yfir helgina vegna mikillar úrkomu sem fylgir lægð sem leggst yfir sunnanvert landið. Reiknað er með að vindhraði muni ná um 20 metrum á sekúndu víða á Suðurlandi og samkvæmt ölduspá verður ölduhæð frá Landeyjarhöfn til Vestmannaeyja allt að þrír metrar. Telur að sjóveiki muni ekki gera vart við sig Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir veðrið ekki hafa áhrif á ferðir til Vestmannaeyjar. „Miðað við þær spár sem við erum að skoða og ölduspár sem kannski skipta mestu máli fyrir siglingar Herjólfs þá munum við bara halda okkar áætlun miðað við þetta og sigla þær ferðir. Sigla bara okkar siglingaráætlun.“ Hörður segir að ölduhæðin þurfi að vera töluvert hærri svo að Herjólfur sigli frá Þorlákshöfn eða ferðum verði aflýst. Verður þetta erfið ferð fyrir sjóveika? „Nei ég hef ekki trú á því. Nýi Herjólfur er mjög gott sjóskip og þetta er stutt ferð. Ég held að það verði ekki sjóveiki.“ Festa tjöldin sérstaklega vel Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að gripið hafi verið til sérstakra ráðstafanna vegna veðurspárnar og að mikill hugur sé í Eyjamönnum og gestum fyrir 150. Þjóðhátíðina. „Já bara svona festa niður tjöldin okkar þannig það fari ekki allt á fleygi ferð en eins og ég segi þá er þetta bara spá og þetta getur alveg farið fram hjá. Þetta verður bara létt, þetta verður bara ljúft. Við höfum séð það miklu verra. Það verður bara skemmtilegt í Herjólfsdal um helgina. Allir skemmta sér bara fallega.“ Fólk megi vera viðbúið öllu Hann hvetur fólk til að vera viðbúið öllu um helgina og taka með sér hlý og góð föt. Hann segir hátíðina vera þá veglegustu í tilefni stórafmælisins. „Við erum með mjög veglega dagskrá og erum búin að lengja dagskránna aðeins og svo erum við að rifja upp gamlar hefðir. Við erum með einn bekkjabíl sem var alltaf í gamla daga.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Búið er að gefa út gula veðurviðvörun fyrir morgundaginn á Suðurlandi sem gildir frá klukkan þrjú um nótt til klukkan tvö um miðjan dag. Veðurstofa Íslands varar við auknum líkum á skriðuföllum á Suðurlandi og Ströndum yfir helgina vegna mikillar úrkomu sem fylgir lægð sem leggst yfir sunnanvert landið. Reiknað er með að vindhraði muni ná um 20 metrum á sekúndu víða á Suðurlandi og samkvæmt ölduspá verður ölduhæð frá Landeyjarhöfn til Vestmannaeyja allt að þrír metrar. Telur að sjóveiki muni ekki gera vart við sig Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir veðrið ekki hafa áhrif á ferðir til Vestmannaeyjar. „Miðað við þær spár sem við erum að skoða og ölduspár sem kannski skipta mestu máli fyrir siglingar Herjólfs þá munum við bara halda okkar áætlun miðað við þetta og sigla þær ferðir. Sigla bara okkar siglingaráætlun.“ Hörður segir að ölduhæðin þurfi að vera töluvert hærri svo að Herjólfur sigli frá Þorlákshöfn eða ferðum verði aflýst. Verður þetta erfið ferð fyrir sjóveika? „Nei ég hef ekki trú á því. Nýi Herjólfur er mjög gott sjóskip og þetta er stutt ferð. Ég held að það verði ekki sjóveiki.“ Festa tjöldin sérstaklega vel Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að gripið hafi verið til sérstakra ráðstafanna vegna veðurspárnar og að mikill hugur sé í Eyjamönnum og gestum fyrir 150. Þjóðhátíðina. „Já bara svona festa niður tjöldin okkar þannig það fari ekki allt á fleygi ferð en eins og ég segi þá er þetta bara spá og þetta getur alveg farið fram hjá. Þetta verður bara létt, þetta verður bara ljúft. Við höfum séð það miklu verra. Það verður bara skemmtilegt í Herjólfsdal um helgina. Allir skemmta sér bara fallega.“ Fólk megi vera viðbúið öllu Hann hvetur fólk til að vera viðbúið öllu um helgina og taka með sér hlý og góð föt. Hann segir hátíðina vera þá veglegustu í tilefni stórafmælisins. „Við erum með mjög veglega dagskrá og erum búin að lengja dagskránna aðeins og svo erum við að rifja upp gamlar hefðir. Við erum með einn bekkjabíl sem var alltaf í gamla daga.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira