Séra Frank M. Halldórsson sóknarprestur látinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2024 14:28 Séra Frank M. Halldórsson. Aðsend Séra Frank Martin Halldórsson fyrrum sóknarprestur í Nessókn, lést á bráðadeild Landsspítalans í Fossvogi 31. júlí, níræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá systkinum hans. Frank fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1934. Foreldrar hans voru Rose Evelyn Halldórsson og Nikulás Marel Halldórsson. Systkini hans eru Betsy R. Halldórsson og Georg S. Halldórsson. Frank varð stúdent frá MR árið 1954 og las guðfræði við Háskóla Íslands. Á námsárunum nam hann guðfræði í Sviss, við The Graduate School of Ecumenical Studies í Chateau de Bossey og við Háskólann í Heidelberg í Þýskalandi. Hann lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands í janúar 1959 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands árið 1971. Kennsluferil sinn hóf hann sem stundakennari við Mýrarhúsaskóla en lengst kenndi hann við Hagaskóla frá 1959 til 1987. Frank var skipaður sóknarprestur í Nesprestakalli frá 1. janúar 1964 og gegndi því starfi til 2004. Í Neskirkju var mjög öflugt safnaðarstarf og voru afar vinsælar sumarferðir safnaðarfólks bæði innan lands og utan. Framhaldsnám í sálgæslu nam hann við The University of Texas í Houston í Bandaríkjunum frá 1987 til 1989 og starfaði jafnframt námi sem sjúkrahúsprestur við M.D.Anderson Hospital í Houston. Hann hafði mikinn áhuga á að kynna söguslóðir Biblíunnar og í sextán ár ráku þau Jóna Hansen ferðaskrifstofuna Víðsýn og með þeim fór fjöldi Íslendinga til Biblíulanda. Frank var formaður Prestafélags Suðurlands í tíu ár og sat í skipulags- og starfsháttanefnd Reykjavíkurprófastsdæmis í þrjú ár. Útför hans verður gerð frá Neskirkju, mánudaginn 26. ágúst klukkan 15:00. Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Frank fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1934. Foreldrar hans voru Rose Evelyn Halldórsson og Nikulás Marel Halldórsson. Systkini hans eru Betsy R. Halldórsson og Georg S. Halldórsson. Frank varð stúdent frá MR árið 1954 og las guðfræði við Háskóla Íslands. Á námsárunum nam hann guðfræði í Sviss, við The Graduate School of Ecumenical Studies í Chateau de Bossey og við Háskólann í Heidelberg í Þýskalandi. Hann lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands í janúar 1959 og prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands árið 1971. Kennsluferil sinn hóf hann sem stundakennari við Mýrarhúsaskóla en lengst kenndi hann við Hagaskóla frá 1959 til 1987. Frank var skipaður sóknarprestur í Nesprestakalli frá 1. janúar 1964 og gegndi því starfi til 2004. Í Neskirkju var mjög öflugt safnaðarstarf og voru afar vinsælar sumarferðir safnaðarfólks bæði innan lands og utan. Framhaldsnám í sálgæslu nam hann við The University of Texas í Houston í Bandaríkjunum frá 1987 til 1989 og starfaði jafnframt námi sem sjúkrahúsprestur við M.D.Anderson Hospital í Houston. Hann hafði mikinn áhuga á að kynna söguslóðir Biblíunnar og í sextán ár ráku þau Jóna Hansen ferðaskrifstofuna Víðsýn og með þeim fór fjöldi Íslendinga til Biblíulanda. Frank var formaður Prestafélags Suðurlands í tíu ár og sat í skipulags- og starfsháttanefnd Reykjavíkurprófastsdæmis í þrjú ár. Útför hans verður gerð frá Neskirkju, mánudaginn 26. ágúst klukkan 15:00.
Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira