Óánægja með ætlað niðurrif á sögulegu húsi á Húsavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 13:49 Helguskúr hefur staðið við Húsavíkurhöfn frá árinu 1958. Hörður Jónasson Miklar umræður hafa skapast á Húsavík um hvort Helguskúr, frægt hús við höfnina, verði fjarlægður. Húsið geymir sjávarútvegssafn og var byggt árið 1958. Gert er ráð fyrir því í deiluskipulagi að skúrinn víki fyrir nýjum byggingum. Í lok árs 2017 samþykkti sveitastjórn Norðurþings að húsið fengi að standa til loka árs 2023 en að í millitíðinni yrði tekin ákvörðun um örlög þess. Í desember ákvað skipulags- og framkvæmdaráð að ekki væru forsendur til að veita frekari stöðuleyfi og fór fram á að Helguskúr yrði fjarlægður af Hafnarstétt fyrir fyrsta nóvember þessa árs. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri segir að viðræður standi yfir við eigendur. „Vonandi skýrist það á næstu vikum hvað kemur úr því,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Margir óánægðir Húsvíkingar eru margir ósáttir við áform um að rífa skúrinn og fyrr á árinu var gerður undirskriftalisti sem tæplega þrjú hundruð manns skrifuðu undir. Umræður hafa einnig vaknað á hópum íbúa á Facebook. Þá hefur Gafl - félag um þingeyskan byggingararf gefið frá sér bréf þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér fyrir varðveislu skúrsins. „Það eru margir sem bera tilfinningar til þessa húss og ég hef fullan skilning á því. Þetta er búið að standa þarna lengi,“ segir Katrín. Skora á stjórnvöld Vitafélagið - íslensk strandmenning sendi sveitarstjórninni bréf í dag þar sem það skorar á stjórnvöld Norðurþings að varðveita Helguskúr ásamt þeim menningarverðmætum sem hann hefur að geyma. „Þar sem þjóðin hefur verið svo ötul við að þurrka burt eigin spor við strendur landsins er svo komið að hvergi annars staðar á landinu er að finna hliðstæðu við þennan skúr. Það er því einstakt tækifæri fyrir Húsvíkinga að varðveita Helguskúr og tengja þannig saman horfna strandmenningu við nútímaafþreyingu til hafs,“ segir í bréfinu. Norðurþing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir því í deiluskipulagi að skúrinn víki fyrir nýjum byggingum. Í lok árs 2017 samþykkti sveitastjórn Norðurþings að húsið fengi að standa til loka árs 2023 en að í millitíðinni yrði tekin ákvörðun um örlög þess. Í desember ákvað skipulags- og framkvæmdaráð að ekki væru forsendur til að veita frekari stöðuleyfi og fór fram á að Helguskúr yrði fjarlægður af Hafnarstétt fyrir fyrsta nóvember þessa árs. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri segir að viðræður standi yfir við eigendur. „Vonandi skýrist það á næstu vikum hvað kemur úr því,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Margir óánægðir Húsvíkingar eru margir ósáttir við áform um að rífa skúrinn og fyrr á árinu var gerður undirskriftalisti sem tæplega þrjú hundruð manns skrifuðu undir. Umræður hafa einnig vaknað á hópum íbúa á Facebook. Þá hefur Gafl - félag um þingeyskan byggingararf gefið frá sér bréf þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér fyrir varðveislu skúrsins. „Það eru margir sem bera tilfinningar til þessa húss og ég hef fullan skilning á því. Þetta er búið að standa þarna lengi,“ segir Katrín. Skora á stjórnvöld Vitafélagið - íslensk strandmenning sendi sveitarstjórninni bréf í dag þar sem það skorar á stjórnvöld Norðurþings að varðveita Helguskúr ásamt þeim menningarverðmætum sem hann hefur að geyma. „Þar sem þjóðin hefur verið svo ötul við að þurrka burt eigin spor við strendur landsins er svo komið að hvergi annars staðar á landinu er að finna hliðstæðu við þennan skúr. Það er því einstakt tækifæri fyrir Húsvíkinga að varðveita Helguskúr og tengja þannig saman horfna strandmenningu við nútímaafþreyingu til hafs,“ segir í bréfinu.
Norðurþing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira