„Brá verulega að heyra að fangaverðir hefðu slasast“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. ágúst 2024 19:01 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist eins fljótt og hægt er á nýju ári. Aðrar mögulegar úrbætur verði skoðaðar í millitíðinni til að unnt sé að tryggja öryggi fanga, starfsfólks og aðstandenda. Á föstudag þurftu þrír fangaverðir á Litla-Hrauni að leita á slysadeild eftir átök við fanga sem nú sætir agaviðurlögum vegna atviksins. „Vitaskuld bregður manni alltaf við þegar það koma upp alvarleg atvik í fangelsum landsins og mér brá verulega að heyra að þarna hefðu fangaverðir slasast í átökum við fanga,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Guðrún kveðst hafa lagt mikla áherslu á fangelsismál síðan hún tók við ráðuneytinu. „Ég tel mjög brýnt að við tryggjum bæði öryggi fanga og öryggi starfsfólks innan fangelsanna.“ Fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu í fyrradag að fjölga hafi þurft öryggisgöngum úr einum í tvo í fangelsinu, aðstæður hafi verið erfiðar að undanförnu og mögulega þurfi að herða reglur í ljósi erfiðrar hegðunar sumra fanga innan veggja fangelsisins. Staðan á Litla-Hrauni alvarleg Guðrún segir það ábyrgði fangelsismálayfirvalda og stjórnenda hverju sinni að grípa til þeirra aðgerða sem aðstæður kalla á. Hún útilokar hins vegar ekki að ráðast þurfi í frekari aðgerðir. „Við munum taka þetta til skoðunar og sjá hvort að við getum ekki bætt um betur. En vitaskuld, og ég hef vakið athygli á því og ég hef haft miklar áhyggjur af því síðan ég kom í ráðuneytið að staðan sérstaklega á Litla-Hrauni, húsnæðið er illa farið og staðan þar er alvarleg,“ segir Guðrún. Því hafi verið tekin ákvörðun um að byggja þar nýtt fangelsi en að undanförnu hefur verið unnið að þarfagreiningu og fleiru í tengslum við það. „Við verðum að hraða þeirri framkvæmd eins og hægt er því að við eigum erfitt með að tryggja öryggi fanga, öryggi starfsmanna og einnig að koma upp góðri aðstöðu fyrir aðstandendur fanga til að heimsækja þá. Allt þetta er ekki í góðu horfi í dag, hefur ekki verið í langan tíma og það er löngu tímabært að við setjum meiri fókus á þennan málaflokk,“ segir Guðrún. Starfsemi í gámum á lóð fangelsisins Þar til vinna hefst við byggingu nýs fangelsis verður ráðist í viðgerðir á núverandi húsnæði, og bráðabirgðaaðstaða hefur verið sett upp í gámum. „Við höfum tekið ákvörðun um að setja nokkur hundruð milljónir í að lagfæra það húsnæði þangað til nýtt fangelsi verður risið og tilbúið. Þess vegna munum við gera hvað við getum til þess að tryggja viðunandi aðstæður. Ég get nefnt sem dæmi að núna eru komin á lóð fangelsisins gámar þar sem að stoðþjónusta fangelsisins hefur nú þegar tekið til starfa í eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta en einnig heimsóknaraðstaða,“ segir Guðrún sem vonar að framkvæmdir við byggingu nýs fangelsis geti hafist sem allra fyrst á nýju ári. „Ég er að vonast eftir því að jarðvinna geti hafist á nýju fangelsi næsta vor eða eftir áramót, það fer eftir tíðarfari. En ég er að vonast til þess að byggingartíminn á nýju fangelsi verði tvö til þrjú ár,“ segir Guðrún. Fangelsismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Á föstudag þurftu þrír fangaverðir á Litla-Hrauni að leita á slysadeild eftir átök við fanga sem nú sætir agaviðurlögum vegna atviksins. „Vitaskuld bregður manni alltaf við þegar það koma upp alvarleg atvik í fangelsum landsins og mér brá verulega að heyra að þarna hefðu fangaverðir slasast í átökum við fanga,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Guðrún kveðst hafa lagt mikla áherslu á fangelsismál síðan hún tók við ráðuneytinu. „Ég tel mjög brýnt að við tryggjum bæði öryggi fanga og öryggi starfsfólks innan fangelsanna.“ Fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu í fyrradag að fjölga hafi þurft öryggisgöngum úr einum í tvo í fangelsinu, aðstæður hafi verið erfiðar að undanförnu og mögulega þurfi að herða reglur í ljósi erfiðrar hegðunar sumra fanga innan veggja fangelsisins. Staðan á Litla-Hrauni alvarleg Guðrún segir það ábyrgði fangelsismálayfirvalda og stjórnenda hverju sinni að grípa til þeirra aðgerða sem aðstæður kalla á. Hún útilokar hins vegar ekki að ráðast þurfi í frekari aðgerðir. „Við munum taka þetta til skoðunar og sjá hvort að við getum ekki bætt um betur. En vitaskuld, og ég hef vakið athygli á því og ég hef haft miklar áhyggjur af því síðan ég kom í ráðuneytið að staðan sérstaklega á Litla-Hrauni, húsnæðið er illa farið og staðan þar er alvarleg,“ segir Guðrún. Því hafi verið tekin ákvörðun um að byggja þar nýtt fangelsi en að undanförnu hefur verið unnið að þarfagreiningu og fleiru í tengslum við það. „Við verðum að hraða þeirri framkvæmd eins og hægt er því að við eigum erfitt með að tryggja öryggi fanga, öryggi starfsmanna og einnig að koma upp góðri aðstöðu fyrir aðstandendur fanga til að heimsækja þá. Allt þetta er ekki í góðu horfi í dag, hefur ekki verið í langan tíma og það er löngu tímabært að við setjum meiri fókus á þennan málaflokk,“ segir Guðrún. Starfsemi í gámum á lóð fangelsisins Þar til vinna hefst við byggingu nýs fangelsis verður ráðist í viðgerðir á núverandi húsnæði, og bráðabirgðaaðstaða hefur verið sett upp í gámum. „Við höfum tekið ákvörðun um að setja nokkur hundruð milljónir í að lagfæra það húsnæði þangað til nýtt fangelsi verður risið og tilbúið. Þess vegna munum við gera hvað við getum til þess að tryggja viðunandi aðstæður. Ég get nefnt sem dæmi að núna eru komin á lóð fangelsisins gámar þar sem að stoðþjónusta fangelsisins hefur nú þegar tekið til starfa í eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta en einnig heimsóknaraðstaða,“ segir Guðrún sem vonar að framkvæmdir við byggingu nýs fangelsis geti hafist sem allra fyrst á nýju ári. „Ég er að vonast eftir því að jarðvinna geti hafist á nýju fangelsi næsta vor eða eftir áramót, það fer eftir tíðarfari. En ég er að vonast til þess að byggingartíminn á nýju fangelsi verði tvö til þrjú ár,“ segir Guðrún.
Fangelsismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira