Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2024 12:31 Hilmar Örn Hafsteinsson, formaður KR-klúbbsins, var á meðal þeirra sem fór í fýluferð í gærkvöld. Samsett/Vísir Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga passaði ekki í hólfin fyrir markstangirnar í grasinu og þá uppfyllti annað varamark sem trillað var inn á völlinn ekki kröfur. Fjölmargir gerðu sér ferð í Kórinn í gær til að sjá leikinn, þar á meðal var stuðningssveit KR-inga sem gerðu sér rútuferð í Kórinn. Slík ferð hefur verið farin á alla útileiki sumarsins. „Eins og fyrir alla útileiki bauð KR-klúbburinn stuðningsmönnum upp á fljótandi veigar fyrir stuðningsmenn á Rauða Ljóninu fyrir leik og rútuferð á völlinn. Það var fín mæting í gær þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og galvösk sveit stuðningsmanna sem var ferjuð í Kórinn,“ segir Hilmar Örn Hafsteinsson, formaður KR-klúbbsins í samtali við Vísi. Ljóst er að kostnaðurinn er þónokkur af slíku en KR-ingar fengu ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var dýrt spaug. „Það verður seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir en alls fésins í sjóðnum var aflað á fjáröflunarkvöldi stuttu áður en tímabilið hófst. Það er því bagalegt að hluti af fjármunum klúbbsins hafi verið nýttir til að skapa stemningu og ferja stuðningsfólk á viðburð sem fór svo ekki fram vegna klúðurs heimaliðsins,“ segir Hilmar. Þjálfarar KR ákváðu að slá upp æfingu á vellinum fyrst leikurinn gat ekki farið fram og tóku stuðningsmennirnir því upp á því að syngja til sinna manna á meðan þeir æfðu. „Menn gerðu gott úr þessu og hvöttu sitt lið til dáða á æfingunni,“ segir Hilmar sem er þakklátur fyrir góðar móttökur í Kórnum. „Við í KR-klúbbnum viljum skila sérstökum þökkum til starfsfólks og sjálfboðaliða HK sem tóku vel á móti stuðningsfólki og vildu allt fyrir þau gera.“ Besta deild karla KR HK Kópavogur Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga passaði ekki í hólfin fyrir markstangirnar í grasinu og þá uppfyllti annað varamark sem trillað var inn á völlinn ekki kröfur. Fjölmargir gerðu sér ferð í Kórinn í gær til að sjá leikinn, þar á meðal var stuðningssveit KR-inga sem gerðu sér rútuferð í Kórinn. Slík ferð hefur verið farin á alla útileiki sumarsins. „Eins og fyrir alla útileiki bauð KR-klúbburinn stuðningsmönnum upp á fljótandi veigar fyrir stuðningsmenn á Rauða Ljóninu fyrir leik og rútuferð á völlinn. Það var fín mæting í gær þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og galvösk sveit stuðningsmanna sem var ferjuð í Kórinn,“ segir Hilmar Örn Hafsteinsson, formaður KR-klúbbsins í samtali við Vísi. Ljóst er að kostnaðurinn er þónokkur af slíku en KR-ingar fengu ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var dýrt spaug. „Það verður seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir en alls fésins í sjóðnum var aflað á fjáröflunarkvöldi stuttu áður en tímabilið hófst. Það er því bagalegt að hluti af fjármunum klúbbsins hafi verið nýttir til að skapa stemningu og ferja stuðningsfólk á viðburð sem fór svo ekki fram vegna klúðurs heimaliðsins,“ segir Hilmar. Þjálfarar KR ákváðu að slá upp æfingu á vellinum fyrst leikurinn gat ekki farið fram og tóku stuðningsmennirnir því upp á því að syngja til sinna manna á meðan þeir æfðu. „Menn gerðu gott úr þessu og hvöttu sitt lið til dáða á æfingunni,“ segir Hilmar sem er þakklátur fyrir góðar móttökur í Kórnum. „Við í KR-klúbbnum viljum skila sérstökum þökkum til starfsfólks og sjálfboðaliða HK sem tóku vel á móti stuðningsfólki og vildu allt fyrir þau gera.“
Besta deild karla KR HK Kópavogur Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira