„Mér fannst Þróttur ekki eiga rassgat skilið úr þessu leik“ Arnar Skúli Atlason skrifar 9. ágúst 2024 21:58 Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, er þjálfari Stólanna. Vísir/Anton Brink Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Tindastóls var súr með úrslit kvöldsins en hans konur töpuðu á heimavelli 1-2 gegn Þrótti. Donni var samt sem áður ánægður með framlagið frá sínu liði og fannst að þær hefði átt að uppskera meira. „Bara svekkjandi, mér fannst við spila góðan leik og eiga sigur skilið eða allavega þá eitt stig að lágmarki. Mér fannst Þróttur ekki eiga rassgat skilið úr þessu leik, allavega ekki sigur. Hundsvekjandi að fór sem fór, tvö blessuð föst leikatriði, aftur á móti þessu liði sem við fengum á okkur þrjú í seinasta leik á móti þeim, bara alveg glötuð tilfinning.“ Tindastóll komst yfir um miðjan seinni hálfleikinn nokkuð sanngjarnt miðað við gang leiksins en þá var eins og liðið tæki fótinn af bensíngjöfinni, hætti að keyra á Þróttarana og koðnaði niður. „Þær setja þrjá góða leikmenn inn á sem þær voru að spara fyrir ákveðið móment greinilega, það kannski breytti aðeins hjá þeim. Mel (Melissa Garcia, fyrrum leikmaður Tindastóls) gerði vel í að halda boltanum af og til hérna frammi og olli usla, hún hefur fengið góða kennslu á Sauðárkróki.“ „Það breyttist ekkert, mér fannst við vera áfram „on“ þannig séð en eðlilega þegar þú kemst yfir kemur pínu að við ætlum ekki að fá á okkur mark en heilt yfir fannst mér þetta góður leikur. Að mörgu leyti vel spilaður, við sköpuðum ekki mikið af færum en sköpuðum margar góðar stöður. Þróttur skapaði eitt sem ég man eftir og svo föst leikatriðið sem þær skoruðu úr.“ Donni bætti við að lokum að hann vonaðist til að bæta við leikmanni von bráðar því hópurinn væri lítill og fáir reyndir leikmenn. Þá væri hann að missa leikmenn í skóla erlendis og einnig væru meiðsli að hrjá leikmenn hans því megi ekki mikið út af bera. Íslenski boltinn Fótbolti Lengjudeild kvenna Tindastóll Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Sjá meira
Donni var samt sem áður ánægður með framlagið frá sínu liði og fannst að þær hefði átt að uppskera meira. „Bara svekkjandi, mér fannst við spila góðan leik og eiga sigur skilið eða allavega þá eitt stig að lágmarki. Mér fannst Þróttur ekki eiga rassgat skilið úr þessu leik, allavega ekki sigur. Hundsvekjandi að fór sem fór, tvö blessuð föst leikatriði, aftur á móti þessu liði sem við fengum á okkur þrjú í seinasta leik á móti þeim, bara alveg glötuð tilfinning.“ Tindastóll komst yfir um miðjan seinni hálfleikinn nokkuð sanngjarnt miðað við gang leiksins en þá var eins og liðið tæki fótinn af bensíngjöfinni, hætti að keyra á Þróttarana og koðnaði niður. „Þær setja þrjá góða leikmenn inn á sem þær voru að spara fyrir ákveðið móment greinilega, það kannski breytti aðeins hjá þeim. Mel (Melissa Garcia, fyrrum leikmaður Tindastóls) gerði vel í að halda boltanum af og til hérna frammi og olli usla, hún hefur fengið góða kennslu á Sauðárkróki.“ „Það breyttist ekkert, mér fannst við vera áfram „on“ þannig séð en eðlilega þegar þú kemst yfir kemur pínu að við ætlum ekki að fá á okkur mark en heilt yfir fannst mér þetta góður leikur. Að mörgu leyti vel spilaður, við sköpuðum ekki mikið af færum en sköpuðum margar góðar stöður. Þróttur skapaði eitt sem ég man eftir og svo föst leikatriðið sem þær skoruðu úr.“ Donni bætti við að lokum að hann vonaðist til að bæta við leikmanni von bráðar því hópurinn væri lítill og fáir reyndir leikmenn. Þá væri hann að missa leikmenn í skóla erlendis og einnig væru meiðsli að hrjá leikmenn hans því megi ekki mikið út af bera.
Íslenski boltinn Fótbolti Lengjudeild kvenna Tindastóll Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Sjá meira