„Vel gert hjá dómaranum að leyfa leiknum að fljóta“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 11. ágúst 2024 18:30 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, á hliðarlínunni í dag, pollrólegur að vanda Vísir/Pawel Vestri náði í jafntefli gegn Íslandsmeisturum Víkings á heimavelli hamingjunnar 1-1 í 18. umferð Bestu deildarinnar. Vestri jafnaði leikinn á 83. mínútu eftir frekar tíðindalítinn leik. Vísir ræddi við Davíð Smára Lamude þjálfara Vestra eftir leik sem var mjög sáttur við stigið í dag. „Við vorum allavega ekki lakari aðilinn í 65 mínútur. Mér fannst við byrja leikinn illa. Það tók okkur svona 15 mínútur að komast í gang. Við vorum bara litlir og bara slakir. Mér fannst við bara koma inní þetta eftir það og fannst við bara heilt yfir í 60 mínútur allavega ekki slakari aðilinn.“ Víkingur komst yfir eftir 3. mínútna leik þar sem vörn Vestra virtist ekki vera kominn í gang. Davíð tók undir það og sagði sína menn hafa verið slaka í upphafi. „Gríðarlega pirrandi byrjun. Varnarleikurinn hefur farið mjög vaxandi uppá síðkastið og mér fannst hann góður í meirihluta leiks í dag. Tilfinningin er sú að við höfum fengið hættulegri færi í fyrri hálfleik þó þeir hafi skorað.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðu sinna manna: „Mér leið alltaf alltaf eins og við myndum fá tækifæri til að setja mark á þá og mér fannst við vera að skapa hálffæri framm að því. Vorum kannski ekki nægilega ákveðnir inní teignum en markið sem við skorum er auðvitað stórkostlegt. Vinnum boltann með fyrir mitt leyti löglegri tæklingu, förum fram og skoruðum. Er stoltur af liðinu, fáum frammistöðu frá öllum í liðinu. Við höfum svolítið verið að kalla eftir því að við fáum svolítið jafnvægi í okkar frammistöður og mér finnst við vera farnir að sýna það.“ Gunnar Jónas uppalinn Vestramaður átti frábæran leik fyrir gestina í dag og var Davíð hæstánægður með frammistöðu hans. „Gunnar er auðvitað bara stríðsmaður útí gegn, er að spila fyrir sitt félag og mér finnst það sjást að þetta skiptir hann gríðarlegu máli. Þetta skiptir okkur bara miklu máli. Erum að berjast fyrir lífi okkar og svona leiki viljum við.“ sagði Davíð og bætti við að lokum: „Við viljum spila „aggressívt“ og fengum svar frá andstæðingunum sem spiluðu fast á okkur í dag. Línan í leiknum var þannig að það var mikið leyft. Það var mikið vælt og röflað af okkur þjálfurunum í dag yfir línunni í leiknum. Við verðum kannski sem þjálfarar að líta okkur nær, þvi hvort viljum við að leikurinn fái að fljóta eða línan sé þannig að það sé alltaf verið að flauta. Mér fannst Villi (Vilhjálmur Alvar) gera vel að leyfa þessu að fljóta.“ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Vísir ræddi við Davíð Smára Lamude þjálfara Vestra eftir leik sem var mjög sáttur við stigið í dag. „Við vorum allavega ekki lakari aðilinn í 65 mínútur. Mér fannst við byrja leikinn illa. Það tók okkur svona 15 mínútur að komast í gang. Við vorum bara litlir og bara slakir. Mér fannst við bara koma inní þetta eftir það og fannst við bara heilt yfir í 60 mínútur allavega ekki slakari aðilinn.“ Víkingur komst yfir eftir 3. mínútna leik þar sem vörn Vestra virtist ekki vera kominn í gang. Davíð tók undir það og sagði sína menn hafa verið slaka í upphafi. „Gríðarlega pirrandi byrjun. Varnarleikurinn hefur farið mjög vaxandi uppá síðkastið og mér fannst hann góður í meirihluta leiks í dag. Tilfinningin er sú að við höfum fengið hættulegri færi í fyrri hálfleik þó þeir hafi skorað.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðu sinna manna: „Mér leið alltaf alltaf eins og við myndum fá tækifæri til að setja mark á þá og mér fannst við vera að skapa hálffæri framm að því. Vorum kannski ekki nægilega ákveðnir inní teignum en markið sem við skorum er auðvitað stórkostlegt. Vinnum boltann með fyrir mitt leyti löglegri tæklingu, förum fram og skoruðum. Er stoltur af liðinu, fáum frammistöðu frá öllum í liðinu. Við höfum svolítið verið að kalla eftir því að við fáum svolítið jafnvægi í okkar frammistöður og mér finnst við vera farnir að sýna það.“ Gunnar Jónas uppalinn Vestramaður átti frábæran leik fyrir gestina í dag og var Davíð hæstánægður með frammistöðu hans. „Gunnar er auðvitað bara stríðsmaður útí gegn, er að spila fyrir sitt félag og mér finnst það sjást að þetta skiptir hann gríðarlegu máli. Þetta skiptir okkur bara miklu máli. Erum að berjast fyrir lífi okkar og svona leiki viljum við.“ sagði Davíð og bætti við að lokum: „Við viljum spila „aggressívt“ og fengum svar frá andstæðingunum sem spiluðu fast á okkur í dag. Línan í leiknum var þannig að það var mikið leyft. Það var mikið vælt og röflað af okkur þjálfurunum í dag yfir línunni í leiknum. Við verðum kannski sem þjálfarar að líta okkur nær, þvi hvort viljum við að leikurinn fái að fljóta eða línan sé þannig að það sé alltaf verið að flauta. Mér fannst Villi (Vilhjálmur Alvar) gera vel að leyfa þessu að fljóta.“
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira