Hver á vindinn? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 09:00 Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju sem hefur vissulega minnt okkur á hvernig sú eyja varð til með eldsumbrotum á Reykjanesskaganum nú undanfarið. Heilt bæjarfélag hefur flúið fallega bæinn sinn og enn er næsta gos rétt handan við hornið. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum sem hafa fundið sitt nýja heima á nýjum stað, en munu mörg hver ætla að snúa aftur heim þegar allt verður yfirstaðið. Öll elskum við íslenska náttúru með sínum fjöllum, fossum, jöklum, og hinni einstöku víðàttu. Á hàlendinu viljum við geta lagst í næstu laut, litið upp til himins og hlustað á fuglasöng og þögnina. Vonandi hafa sem flestir náð að njóta íslensku sumarnæturinnar undir berum himni og hlaðið batteríin fyrir komandi vetur. Norðurljósin eru einnig einstök sem má njóta á vetrarkvöldum t.d. í heitum potti út á landi fjarri ljósadýrð byggðar og jafnast ekkert á við það. Við höfum á undanförnum árum selt erlendum gestum okkar ferðir til að skoða þau, en við eigum þau ekki. Skáldið Einar Benediktson reyndi um árið að selja norðurljósin og sumir gerðu grín að því en annað hefur komið á daginn að það er hægt að hagnast á þeim ferðum. Nú hefur verið gefið út virkjunarleyfi til vindorkuvers og það er vel að við nýtum þá auðlind eins og hægt er í þágu þjóðar. Sumir hafa sterkar skoðanir á því að þessir hljóðlausu hvítu spaðar sem snúast eftir því sem vindurinn blæs sèu mikil umhverfismengun og þetta verði að stöðva. Þau ykkar sem hafið farið um landið okkar fagra í sumar hafið séð hàspennulínur hér og þar en enginn talar um umhverfismengun þeirra. Þetta eru í raun lífæðar orkuflutnings frá hálendi og virkjunum sem hafa gert okkur kleift að búa á okkar góða landi. Við hjónin skruppum í stutta helgarferð til Edinborgar nú um liðna Verslunnarmanna helgi en þangað fluttum við fyrir 30 árum síðan til að afla okkur menntunar. À leiðinni frá Glasgow til Edinborgar kvað við nýjan tón er við sáum víða vindorku spaða sem snérust mismunandi hratt eftir því hvernig vindurinn blés. Þetta var alveg ný sjón sem var ekki þarna fyrir þremur àratugum. En við upplifum enga sjónmengun af völdum þessara hvítu hávöxnu súlna með fallegu spaðana sína sem rólega snérust og blíðlega beisluðu orku vindsins. Þetta var aftur á móti frekar róandi sjón og við kvíðum ekki komu þeirra til landsins okkar góða, heldur fögnum nýjum orkugjafa á okkar gjöfula landi. En hver á vindinn? Mikilvægt er að nýting þessarar auðlindar þjóðarinnar renni til allra Íslendinga. Hver á fiskinn í sjónum, heita og kalda vatnið, jarðefnin á landinu okkar? Eins og með aðrar auðlindir okkar lands verður að vera skýrt regluverk um komandi vindorkuver. Tryggja þarf að allir landsmenn njóti nýtingu vindsins sem og annara auðlinda okkar. Verum ekki hrædd við sjónmengun hvítu spaðana heldur fögnum nýjungum í orkuöflun landins. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Vindorka Orkumál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju sem hefur vissulega minnt okkur á hvernig sú eyja varð til með eldsumbrotum á Reykjanesskaganum nú undanfarið. Heilt bæjarfélag hefur flúið fallega bæinn sinn og enn er næsta gos rétt handan við hornið. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum sem hafa fundið sitt nýja heima á nýjum stað, en munu mörg hver ætla að snúa aftur heim þegar allt verður yfirstaðið. Öll elskum við íslenska náttúru með sínum fjöllum, fossum, jöklum, og hinni einstöku víðàttu. Á hàlendinu viljum við geta lagst í næstu laut, litið upp til himins og hlustað á fuglasöng og þögnina. Vonandi hafa sem flestir náð að njóta íslensku sumarnæturinnar undir berum himni og hlaðið batteríin fyrir komandi vetur. Norðurljósin eru einnig einstök sem má njóta á vetrarkvöldum t.d. í heitum potti út á landi fjarri ljósadýrð byggðar og jafnast ekkert á við það. Við höfum á undanförnum árum selt erlendum gestum okkar ferðir til að skoða þau, en við eigum þau ekki. Skáldið Einar Benediktson reyndi um árið að selja norðurljósin og sumir gerðu grín að því en annað hefur komið á daginn að það er hægt að hagnast á þeim ferðum. Nú hefur verið gefið út virkjunarleyfi til vindorkuvers og það er vel að við nýtum þá auðlind eins og hægt er í þágu þjóðar. Sumir hafa sterkar skoðanir á því að þessir hljóðlausu hvítu spaðar sem snúast eftir því sem vindurinn blæs sèu mikil umhverfismengun og þetta verði að stöðva. Þau ykkar sem hafið farið um landið okkar fagra í sumar hafið séð hàspennulínur hér og þar en enginn talar um umhverfismengun þeirra. Þetta eru í raun lífæðar orkuflutnings frá hálendi og virkjunum sem hafa gert okkur kleift að búa á okkar góða landi. Við hjónin skruppum í stutta helgarferð til Edinborgar nú um liðna Verslunnarmanna helgi en þangað fluttum við fyrir 30 árum síðan til að afla okkur menntunar. À leiðinni frá Glasgow til Edinborgar kvað við nýjan tón er við sáum víða vindorku spaða sem snérust mismunandi hratt eftir því hvernig vindurinn blés. Þetta var alveg ný sjón sem var ekki þarna fyrir þremur àratugum. En við upplifum enga sjónmengun af völdum þessara hvítu hávöxnu súlna með fallegu spaðana sína sem rólega snérust og blíðlega beisluðu orku vindsins. Þetta var aftur á móti frekar róandi sjón og við kvíðum ekki komu þeirra til landsins okkar góða, heldur fögnum nýjum orkugjafa á okkar gjöfula landi. En hver á vindinn? Mikilvægt er að nýting þessarar auðlindar þjóðarinnar renni til allra Íslendinga. Hver á fiskinn í sjónum, heita og kalda vatnið, jarðefnin á landinu okkar? Eins og með aðrar auðlindir okkar lands verður að vera skýrt regluverk um komandi vindorkuver. Tryggja þarf að allir landsmenn njóti nýtingu vindsins sem og annara auðlinda okkar. Verum ekki hrædd við sjónmengun hvítu spaðana heldur fögnum nýjungum í orkuöflun landins. Höfundur er læknir.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun