KR kærir og segir KSÍ mismuna félögum Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 17:44 Það var allt klappað og klárt fyrir leik og sjónvarpsútsendingu úr Kórnum þegar í ljós kom að annað markið væri brotið. Vísir/VPE Knattspyrnudeild KR hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frestunar á leik liðsins við HK, í Bestu deild karla, og ætlar að kæra ákvörðun stjórnar KSÍ varðandi málið. Leikur HK og KR átti að fara fram í Kórnum í Kópavogi í síðustu viku en rétt áður en leikurinn átti að hefjast kom í ljós, við skoðun dómara, að annað markanna væri brotið. Leikmenn, stuðningsmenn og fleiri voru mættir í Kórinn en hætta þurfti við leikinn. Mótanefnd KSÍ setti svo leikinn á í næstu viku, 22. ágúst, og á stjórnarfundi KSÍ á þriðjudag var ákveðið að styðja þá ákvörðun. KR-ingar höfðu sent stjórn KSÍ erindi fyrir fundinn en athugasemdir þeirra virðast ekki hafa fengið hljómgrunn. Þeir hafa því ákveðið að kæra ákvörðun stjórnarinnar til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. Í yfirlýsingu KR er bent á að málið sé fordæmisgefandi og því telja KR-ingar brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Hvað gerist þegar græjurnar eru ekki í lagi á leikstað og hver ber ábyrgð á því? KR-ingar telja jafnframt að ákvörðun stjórnar KSÍ mismuni félögum, og benda á að KR og Vestra hafi fyrr í sumar verið gert að spila á varavöllum þegar vellir félaganna voru ónothæfir. Málið skapi hættu á að félög geri velli sína ónothæfa sjái þau sér hag í því. Þá benda KR-ingar á að ákvörðun stjórnar KSÍ byggi á grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. Ástæðan fyrir frestuninni í Kórnum var ekki vegna óviðráðanlegs atviks, að mati KR-inga. Yfirlýsing KR í heild sinni Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild KR vegna frestun á leik HK og KR. Knattspyrnudeild KR hefur móttekið niðurstöðu stjórnar KSÍ vegna leiks KR og HK. Áður en ákvörðun var tekin sendi KR stjórn KSÍ athugasemdir sem vonast var til að teknar yrðu til skoðunar við ákvarðanatöku. Virðast þær athugasemdir ekki hafa fengið hljómgrunn. Að vandlega athugðu máli telur KR ekki stætt á öðru en að kæra ákvörðun KSÍ til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. KR telur mál þetta fordæmisgefandi og því brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Niðurstaða stjórnar KSÍ er á skjön við þekktar niðurstöður erlendra knattspyrnusambanda. KR telur að ákvörðun stjórnar KSÍ mismuni félögum. Bæði KR og Vestra var fyrr í sumar gert að spila á tilgreindum varavöllum þegar vellir félaganna voru ónothæfir. KR telur að heilindi íþróttarinnar sé undir enda bjóði ákvörðun stjórnar heim hættunni á því að félög geri velli sína ónothæfa til þess að tryggja knattspyrnulega stöðu. Eins eru erlend fordæmi með þeim hætti að tryggi félög ekki nothæfa velli þá eru leikir dæmdir þeim tapaðir. Þá er nýlegt dæmi KSÍ þar sem leikvöllur Knattspyrnufélags Vesturbæjar var metinn óleikhæfur að leikur var færður yfir á varavöll félagsins og leiktíma seinkað um 30 mínútur. KR ætlar að vísun stjórnar KSÍ til gr. 15.6. í reglugerð um knattspyrnumót eigi ekki við enda taki það ákvæði aðeins til atvika sem eru óviðráðanleg. Bíður KR nú eftir öllum gögnum í málinu og mun í framhaldi leggja fram formlega kæru. KR mun gæta þess að málflutningi félagsins verði gerð skil og öllum aðgengilegur. Áfram KR Besta deild karla KR HK KSÍ Tengdar fréttir Fordæmalaust mál á borði KSÍ Fordæmalaus staða er uppi vegna aflýsingar á leik HK og KR í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld. Mótastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir málið í ferli. 10. ágúst 2024 10:04 „Mannleg mistök á mörgum stöðum“ Framkvæmdastjóri HK harmar stöðuna sem upp kom í Kórnum í gær þegar leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Unnið er að því að endurgreiða fólki sem greiddi sig inn á leikinn. 9. ágúst 2024 14:53 Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31 KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Leikur HK og KR átti að fara fram í Kórnum í Kópavogi í síðustu viku en rétt áður en leikurinn átti að hefjast kom í ljós, við skoðun dómara, að annað markanna væri brotið. Leikmenn, stuðningsmenn og fleiri voru mættir í Kórinn en hætta þurfti við leikinn. Mótanefnd KSÍ setti svo leikinn á í næstu viku, 22. ágúst, og á stjórnarfundi KSÍ á þriðjudag var ákveðið að styðja þá ákvörðun. KR-ingar höfðu sent stjórn KSÍ erindi fyrir fundinn en athugasemdir þeirra virðast ekki hafa fengið hljómgrunn. Þeir hafa því ákveðið að kæra ákvörðun stjórnarinnar til aga- og úrskurðanefndar KSÍ. Í yfirlýsingu KR er bent á að málið sé fordæmisgefandi og því telja KR-ingar brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Hvað gerist þegar græjurnar eru ekki í lagi á leikstað og hver ber ábyrgð á því? KR-ingar telja jafnframt að ákvörðun stjórnar KSÍ mismuni félögum, og benda á að KR og Vestra hafi fyrr í sumar verið gert að spila á varavöllum þegar vellir félaganna voru ónothæfir. Málið skapi hættu á að félög geri velli sína ónothæfa sjái þau sér hag í því. Þá benda KR-ingar á að ákvörðun stjórnar KSÍ byggi á grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. Ástæðan fyrir frestuninni í Kórnum var ekki vegna óviðráðanlegs atviks, að mati KR-inga. Yfirlýsing KR í heild sinni Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild KR vegna frestun á leik HK og KR. Knattspyrnudeild KR hefur móttekið niðurstöðu stjórnar KSÍ vegna leiks KR og HK. Áður en ákvörðun var tekin sendi KR stjórn KSÍ athugasemdir sem vonast var til að teknar yrðu til skoðunar við ákvarðanatöku. Virðast þær athugasemdir ekki hafa fengið hljómgrunn. Að vandlega athugðu máli telur KR ekki stætt á öðru en að kæra ákvörðun KSÍ til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. KR telur mál þetta fordæmisgefandi og því brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Niðurstaða stjórnar KSÍ er á skjön við þekktar niðurstöður erlendra knattspyrnusambanda. KR telur að ákvörðun stjórnar KSÍ mismuni félögum. Bæði KR og Vestra var fyrr í sumar gert að spila á tilgreindum varavöllum þegar vellir félaganna voru ónothæfir. KR telur að heilindi íþróttarinnar sé undir enda bjóði ákvörðun stjórnar heim hættunni á því að félög geri velli sína ónothæfa til þess að tryggja knattspyrnulega stöðu. Eins eru erlend fordæmi með þeim hætti að tryggi félög ekki nothæfa velli þá eru leikir dæmdir þeim tapaðir. Þá er nýlegt dæmi KSÍ þar sem leikvöllur Knattspyrnufélags Vesturbæjar var metinn óleikhæfur að leikur var færður yfir á varavöll félagsins og leiktíma seinkað um 30 mínútur. KR ætlar að vísun stjórnar KSÍ til gr. 15.6. í reglugerð um knattspyrnumót eigi ekki við enda taki það ákvæði aðeins til atvika sem eru óviðráðanleg. Bíður KR nú eftir öllum gögnum í málinu og mun í framhaldi leggja fram formlega kæru. KR mun gæta þess að málflutningi félagsins verði gerð skil og öllum aðgengilegur. Áfram KR
Besta deild karla KR HK KSÍ Tengdar fréttir Fordæmalaust mál á borði KSÍ Fordæmalaus staða er uppi vegna aflýsingar á leik HK og KR í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld. Mótastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir málið í ferli. 10. ágúst 2024 10:04 „Mannleg mistök á mörgum stöðum“ Framkvæmdastjóri HK harmar stöðuna sem upp kom í Kórnum í gær þegar leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Unnið er að því að endurgreiða fólki sem greiddi sig inn á leikinn. 9. ágúst 2024 14:53 Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31 KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Fordæmalaust mál á borði KSÍ Fordæmalaus staða er uppi vegna aflýsingar á leik HK og KR í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld. Mótastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir málið í ferli. 10. ágúst 2024 10:04
„Mannleg mistök á mörgum stöðum“ Framkvæmdastjóri HK harmar stöðuna sem upp kom í Kórnum í gær þegar leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Unnið er að því að endurgreiða fólki sem greiddi sig inn á leikinn. 9. ágúst 2024 14:53
Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. 9. ágúst 2024 12:31
KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50
Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11
Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34