Íbúafundur um uppbyggingu sem ógni flúðunum skilyrði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2024 13:00 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Bláskógabyggðar hvetur alla sem hafa eitthvað að athuga við áform um virkjun í Tungufljóti til að skila inn athugasemdum fyrr en síðar. Áformunum, sem gera einnig ráð fyrir 70 húsum á frístundalóðum auk gisti- og veitingaþjónustu, var hleypt til skipulagsnefndar og sveitarstjórnar með skilyrði um að íbúafundur yrði haldinn um þau. Fjallað var um það á Vísi í morgun að björgunarsveitarfólk og meðlimir kajaksamfélagsins óttuðust áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð, þar sem hún yrði þess valdandi að einstakar flúðir sem nýttar hafa verið til björgunaræfinga og kajakkeppna myndu tapast. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir áformin í fyrsta fasa, og ekkert ákveðið enn. „Það kom þessi svokallaða skipulagslýsing inn til sveitarstjórnar og skipulagsnefndar og sveitarstjórnar. Það var ákveðið að hleypa henni í kynningu. En það var áskilið, samhliða því að hún yrði auglýst og öllum gefinn kostur á að gera athugasemdir, þá yrði haldinn íbúafundur til að kynna hana enn frekar því þetta er talsvert mikil breyting á þessu svæði,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri. Allt vel kynnt Áformin felast ekki aðeins í virkjun, heldur einnig 35 frístundalóðum með tveimur húsum á hverri lóð, auk veitinga- og gistiþjónustu á svæði milli Gullfoss og Geysis, tveggja afar vinsælla ferðamannastaða. „Það er vilji sveitarstjórnar að þetta verði kynnt mjög ítarlega. Þetta er svona í fyrsta fasa. Ef það verður ákveðið að hleypa í gegn þessu skipulagsmáli, þá kemur deiliskipulagstillaga sem fer líka í auglýsingu.“ Þrátt fyrir það sé best að fá athugasemdir sem fyrst. „Við hvetjum bara alla sem eitthvað hafa um þetta að segja til að skila inn athugasemdum.“ Ásta segist skilja að landeigendur vilji nýta land sitt til uppbyggingar. „En það þarf auðvitað bara að huga vel að öllum þáttum og hvaða starfsemi er á hverju svæði,“ segir Ásta. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Fjallað var um það á Vísi í morgun að björgunarsveitarfólk og meðlimir kajaksamfélagsins óttuðust áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð, þar sem hún yrði þess valdandi að einstakar flúðir sem nýttar hafa verið til björgunaræfinga og kajakkeppna myndu tapast. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir áformin í fyrsta fasa, og ekkert ákveðið enn. „Það kom þessi svokallaða skipulagslýsing inn til sveitarstjórnar og skipulagsnefndar og sveitarstjórnar. Það var ákveðið að hleypa henni í kynningu. En það var áskilið, samhliða því að hún yrði auglýst og öllum gefinn kostur á að gera athugasemdir, þá yrði haldinn íbúafundur til að kynna hana enn frekar því þetta er talsvert mikil breyting á þessu svæði,“ segir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri. Allt vel kynnt Áformin felast ekki aðeins í virkjun, heldur einnig 35 frístundalóðum með tveimur húsum á hverri lóð, auk veitinga- og gistiþjónustu á svæði milli Gullfoss og Geysis, tveggja afar vinsælla ferðamannastaða. „Það er vilji sveitarstjórnar að þetta verði kynnt mjög ítarlega. Þetta er svona í fyrsta fasa. Ef það verður ákveðið að hleypa í gegn þessu skipulagsmáli, þá kemur deiliskipulagstillaga sem fer líka í auglýsingu.“ Þrátt fyrir það sé best að fá athugasemdir sem fyrst. „Við hvetjum bara alla sem eitthvað hafa um þetta að segja til að skila inn athugasemdum.“ Ásta segist skilja að landeigendur vilji nýta land sitt til uppbyggingar. „En það þarf auðvitað bara að huga vel að öllum þáttum og hvaða starfsemi er á hverju svæði,“ segir Ásta.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira