Sjáðu mörkin úr ótrúlegri endurkomu FH í Keflavík og öll hin úr Bestu deild kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2024 14:31 FH-ingar komu til baka eftir að hafa lent 3-0 undir gegn Keflvíkingum og unnu leikinn. vísir/diego Ekki vantaði mörkin þegar 17. umferð Bestu deildar kvenna hófst í gær. Alls voru sautján mörk skoruð í þremur leikjum. FH vann ótrúlegan endurkomusigur á Keflavík suður með sjó, 3-4. Keflvíkingar komust í 3-0 eftir hálftíma með tveimur mörkum Airelu Lewis og einu frá Saorla Miller en FH-ingar sneru dæminu sér í vil í seinni hálfleik. Snædís María Jörundsdóttir, Hildur Katrín Snorradóttir, Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Breukelen Woodward skoruðu mörk gestanna í seinni hálfleik og þeir sneru aftur heim í Hafnarfjörðinn þremur stigum ríkari. Keflavík er áfram með níu stig á botni deildarinnar en FH er með 25 stig í 5. sætinu og öruggt með sæti í efri hlutanum fyrir úrslitakeppnina. Klippa: Keflavík 3-4 FH Þór/KA heldur áfram að tapa stigum en liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna fyrir norðan. Margrét Árnadóttir kom Akureyringum yfir en Stjörnukonur svöruðu með mörkum Hrefnu Jónsdóttur og Úlfu Dísar Kreye Úlfarsdóttur. Sandra María Jessen tryggði Þór/KA svo jafntefli þegar hún skoraði átta mínútum fyrir leikslok. Hún er langmarkahæst í deildinni með átján mörk. Stjarnan er í 6. sæti deildarinnar með 21 stig en Þór/KA er í 3. sætinu með 29 stig, jafn mörg og Víkingur sem er í 4. sætinu. Klippa: Þór/KA 2-2 Stjarnan Víkingur rúllaði yfir Tindastól, 5-1, í Víkinni í gær. Heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnar í 4-0 eftir 24 mínútur. Linda Líf Boama skoraði tvívegis og Bergdís Sveinsdóttir og Freyja Stefánsdóttir sitt markið hvor. Shaina Ashouri skoraði svo fimmta markið í upphafi seinni hálfleiks en Elísa Bríet Björnsdóttir lagaði stöðuna fyrir Tindastól á lokamínútu leiksins. Stólarnir eru í 8. sæti deildarinnar með tólf stig. Klippa: Víkingur 5-1 Tindastóll Mörkin úr leikjunum þremur í Bestu deild kvenna í gær má sjá hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Keflavík ÍF FH Þór Akureyri KA Stjarnan Víkingur Reykjavík Tindastóll Tengdar fréttir „Vorum ekki tilbúnar og það skrifast á þjálfarann“ Tindastóll fékk skell í Víkinni þar sem liðið tapaði 5-1. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, ætlaði þó ekki að dvelja lengi við þennan leik og var strax farinn að einbeita sér að næsta leik gegn Keflavík. 15. ágúst 2024 21:34 Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Tindastóll 5-1 | Sýning í Víkinni Víkingar rúlluðu yfir Tindastól og unnu 5-1 sigur. Víkingar byrjuðu af krafti og komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur. Gestirnir frá Sauðárkróki komust aldrei í takt við leikinn og mörk Víkings hefðu getað verið fleiri en fimm. 15. ágúst 2024 21:36 Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 2-2 | Sandra tryggði heimakonum stig Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í kvöld, 2-2, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sandra María Jessen jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. 15. ágúst 2024 21:00 „Karakter að koma til baka“ „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. 15. ágúst 2024 20:21 Uppgjör og viðtöl: Keflavík - FH 3-4 | Stórkostleg endurkoma hjá FH-liðinu gegn lánlausum Keflvíkingum Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld. 15. ágúst 2024 19:56 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
FH vann ótrúlegan endurkomusigur á Keflavík suður með sjó, 3-4. Keflvíkingar komust í 3-0 eftir hálftíma með tveimur mörkum Airelu Lewis og einu frá Saorla Miller en FH-ingar sneru dæminu sér í vil í seinni hálfleik. Snædís María Jörundsdóttir, Hildur Katrín Snorradóttir, Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Breukelen Woodward skoruðu mörk gestanna í seinni hálfleik og þeir sneru aftur heim í Hafnarfjörðinn þremur stigum ríkari. Keflavík er áfram með níu stig á botni deildarinnar en FH er með 25 stig í 5. sætinu og öruggt með sæti í efri hlutanum fyrir úrslitakeppnina. Klippa: Keflavík 3-4 FH Þór/KA heldur áfram að tapa stigum en liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna fyrir norðan. Margrét Árnadóttir kom Akureyringum yfir en Stjörnukonur svöruðu með mörkum Hrefnu Jónsdóttur og Úlfu Dísar Kreye Úlfarsdóttur. Sandra María Jessen tryggði Þór/KA svo jafntefli þegar hún skoraði átta mínútum fyrir leikslok. Hún er langmarkahæst í deildinni með átján mörk. Stjarnan er í 6. sæti deildarinnar með 21 stig en Þór/KA er í 3. sætinu með 29 stig, jafn mörg og Víkingur sem er í 4. sætinu. Klippa: Þór/KA 2-2 Stjarnan Víkingur rúllaði yfir Tindastól, 5-1, í Víkinni í gær. Heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnar í 4-0 eftir 24 mínútur. Linda Líf Boama skoraði tvívegis og Bergdís Sveinsdóttir og Freyja Stefánsdóttir sitt markið hvor. Shaina Ashouri skoraði svo fimmta markið í upphafi seinni hálfleiks en Elísa Bríet Björnsdóttir lagaði stöðuna fyrir Tindastól á lokamínútu leiksins. Stólarnir eru í 8. sæti deildarinnar með tólf stig. Klippa: Víkingur 5-1 Tindastóll Mörkin úr leikjunum þremur í Bestu deild kvenna í gær má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF FH Þór Akureyri KA Stjarnan Víkingur Reykjavík Tindastóll Tengdar fréttir „Vorum ekki tilbúnar og það skrifast á þjálfarann“ Tindastóll fékk skell í Víkinni þar sem liðið tapaði 5-1. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, ætlaði þó ekki að dvelja lengi við þennan leik og var strax farinn að einbeita sér að næsta leik gegn Keflavík. 15. ágúst 2024 21:34 Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Tindastóll 5-1 | Sýning í Víkinni Víkingar rúlluðu yfir Tindastól og unnu 5-1 sigur. Víkingar byrjuðu af krafti og komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur. Gestirnir frá Sauðárkróki komust aldrei í takt við leikinn og mörk Víkings hefðu getað verið fleiri en fimm. 15. ágúst 2024 21:36 Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 2-2 | Sandra tryggði heimakonum stig Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í kvöld, 2-2, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sandra María Jessen jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. 15. ágúst 2024 21:00 „Karakter að koma til baka“ „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. 15. ágúst 2024 20:21 Uppgjör og viðtöl: Keflavík - FH 3-4 | Stórkostleg endurkoma hjá FH-liðinu gegn lánlausum Keflvíkingum Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld. 15. ágúst 2024 19:56 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Vorum ekki tilbúnar og það skrifast á þjálfarann“ Tindastóll fékk skell í Víkinni þar sem liðið tapaði 5-1. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, ætlaði þó ekki að dvelja lengi við þennan leik og var strax farinn að einbeita sér að næsta leik gegn Keflavík. 15. ágúst 2024 21:34
Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Tindastóll 5-1 | Sýning í Víkinni Víkingar rúlluðu yfir Tindastól og unnu 5-1 sigur. Víkingar byrjuðu af krafti og komust tveimur mörkum yfir eftir sex mínútur. Gestirnir frá Sauðárkróki komust aldrei í takt við leikinn og mörk Víkings hefðu getað verið fleiri en fimm. 15. ágúst 2024 21:36
Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 2-2 | Sandra tryggði heimakonum stig Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn á Akureyri í kvöld, 2-2, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sandra María Jessen jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. 15. ágúst 2024 21:00
„Karakter að koma til baka“ „Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag. 15. ágúst 2024 20:21
Uppgjör og viðtöl: Keflavík - FH 3-4 | Stórkostleg endurkoma hjá FH-liðinu gegn lánlausum Keflvíkingum Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld. 15. ágúst 2024 19:56