Ónotuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2024 19:10 Guðbjörg segir mikið magn af fötum frá netverslunum eins og Shein og Temu rata í fatagáma Rauða krossins. Vísir/Ívar Fannar Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð. Sífellt meira magn af fötum frá netverslunum eins og Shein, Temu og Aliexpress ratar í fatasöfnun Rauða krossins. Vörurnar eru oft illa frágengnar, margar í sömu stærð í sömu pokunum og oft ekki einu sinni hægt að klæðast þeim. Fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi tekur við um 2500 tonnum af textíl á ári og hefur það verið svipað um nokkurra ára skeið. Guðbjörg Rut Pálmadottir, teymisstjóri verkefnisins, segir samsetningu þess sem berst þó hafa tekið breytingum. „Maður verður var við ákveðið agaleysi. Það er mikið keypt af því sama. Gæðin hafa hríðversnað og áberandi mikið úr vefverslunum, sem er lítið notað og jafnvel bara alls ekki notað,“ segir Guðbjörg. „Við höfum meðvitað ekki verið að selja innanlands vörur sem koma beint frá framleiðslulöndunum - það er að segja fara ekki í gegnum gæðavottun í Evrópu. Þá er minna eftirlit og ákveðið óöryggi. Við erum að reyna að forðast það,“ segir Guðbjörg. Fáiði mikið magn af þessum fötum? „Já, töluvert mikið. Það er áberandi á hverjum degi.“ Flíkur jafnvel enn með miðann Hún segir mun algengara en fólk heldur að flíkur komi í gámana ónotaðar og enn með miðann á. „Það er mjög algengt að sama flíkin komi í nokkrum stærðum. Þá eru keyptar nokkrar stærðir, tekið það sem passar eða jafnvel ekki.“ Sálfræðingurinn Katrín Kristjánsdóttir varaði við því í Bítinu á Bylgjunni í gær að sölusíður líkt og Temu og Shein geti valdið kaupfíkn. Markmiðið sé heldur að svala kaupþörf en að klæða fólk. Undir þetta tekur Guðbjörg. „Mín kenning er sú að það er svo auðvelt aðgengi. Þetta er svo skemmtilegt og svo gaman að fara í gegnum þetta. Spenna. Ég held að stór hluti af þessu sé verslun, að kaup, kaupþörf sem er fullnægt með þessu. Frekar heldur en þörfin fyrir fatnaðinn sem slíkan,“ segir Guðbjörg. „Þessi mikla neysla hún stingur í augun. Og líka það að almenningur er kannski ekki alltaf, honum er ekki umhugað um að fötin þeirra endist, séu vönduð eða góð heldur bara keypt nýtt. Það er það sem ég held að sé ekki gott fyrir neinn.“ Neytendur Verslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Sífellt meira magn af fötum frá netverslunum eins og Shein, Temu og Aliexpress ratar í fatasöfnun Rauða krossins. Vörurnar eru oft illa frágengnar, margar í sömu stærð í sömu pokunum og oft ekki einu sinni hægt að klæðast þeim. Fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi tekur við um 2500 tonnum af textíl á ári og hefur það verið svipað um nokkurra ára skeið. Guðbjörg Rut Pálmadottir, teymisstjóri verkefnisins, segir samsetningu þess sem berst þó hafa tekið breytingum. „Maður verður var við ákveðið agaleysi. Það er mikið keypt af því sama. Gæðin hafa hríðversnað og áberandi mikið úr vefverslunum, sem er lítið notað og jafnvel bara alls ekki notað,“ segir Guðbjörg. „Við höfum meðvitað ekki verið að selja innanlands vörur sem koma beint frá framleiðslulöndunum - það er að segja fara ekki í gegnum gæðavottun í Evrópu. Þá er minna eftirlit og ákveðið óöryggi. Við erum að reyna að forðast það,“ segir Guðbjörg. Fáiði mikið magn af þessum fötum? „Já, töluvert mikið. Það er áberandi á hverjum degi.“ Flíkur jafnvel enn með miðann Hún segir mun algengara en fólk heldur að flíkur komi í gámana ónotaðar og enn með miðann á. „Það er mjög algengt að sama flíkin komi í nokkrum stærðum. Þá eru keyptar nokkrar stærðir, tekið það sem passar eða jafnvel ekki.“ Sálfræðingurinn Katrín Kristjánsdóttir varaði við því í Bítinu á Bylgjunni í gær að sölusíður líkt og Temu og Shein geti valdið kaupfíkn. Markmiðið sé heldur að svala kaupþörf en að klæða fólk. Undir þetta tekur Guðbjörg. „Mín kenning er sú að það er svo auðvelt aðgengi. Þetta er svo skemmtilegt og svo gaman að fara í gegnum þetta. Spenna. Ég held að stór hluti af þessu sé verslun, að kaup, kaupþörf sem er fullnægt með þessu. Frekar heldur en þörfin fyrir fatnaðinn sem slíkan,“ segir Guðbjörg. „Þessi mikla neysla hún stingur í augun. Og líka það að almenningur er kannski ekki alltaf, honum er ekki umhugað um að fötin þeirra endist, séu vönduð eða góð heldur bara keypt nýtt. Það er það sem ég held að sé ekki gott fyrir neinn.“
Neytendur Verslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira