Orri Steinn bjargaði stigi og Elías Már lagði upp í sigri á Ajax Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 16:44 Orri Steinn hefur byrjað tímabilið af krafti en FCK missteig sig hins vegar í dag. Gaston Szerman/FCK Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum og bjargaði stigi fyrir FC Kaupmannahöfn þegar liðið var við það að tapa fyrir Viborg á Parken, heimavelli sínum. Í Hollandi lagði Elías Már Ómarsson upp fyrra mark NAC Breda í 2-1 sigri á stórliði Ajax. Orri Steinn hefur verið í aðalhlutverki hjá FCK í upphafi leiktíðar en hóf leik dagsins á varamannabekknum líkt og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Orri Steinn sendur á vettvang. Það voru hins vegar gestirnir sem komust óvænt yfir á 58. mínútu og tuttugu mínútum síðar átti sér stað atvik í stúkunni sem leiddi til þess að bæði lið voru send tímabundið inn í klefa. Stuðningsmaður Viborg virðist hafa farið í hjartastopp en komst undir læknishendur og það er í lagi með hann. Tæpum tuttugu mínútum eftir að leikurinn var stöðvaður fór hann aftur af stað og tókst heimamönnum að jafna. Orri Steinn með markið eftir undirbúning Mohamed Elyounoussi. Þetta var fjórða deildarmark Orra Steins á leiktíðinni. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að sækja sigurmark en tókst það ekki og lokatölur á Parken 1-1. Þegar fimm umferðir eru búnar er FCK í 2. sæti með 11 stig, stigi á eftir toppliði Silkeborgar. 26.035 tilskuere i Parken så FCK og Viborg dele pointene efter Orri Óskarsson udlignede gæsternes 1-0-føring til slutresultatet 1-1 #fcklive https://t.co/VQSMrpeRPZ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 18, 2024 Í Hollandi mættust NAC Breda og Ajax. Elías Már var í byrjunarliði heimamanna á meðan Kristian Nökkvi Hlynsson var á miðri miðju Ajax en hann skoraði sigurmark liðsins í 1. umferð deildarinnar. Ajax átt gríðarlega erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og þrátt fyrir góðan sigur í fyrstu umferð þá á liðið langt í land. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Matthew Garbett sem kom NAC Breda yfir þegar tæp klukkustund var liðin, Elías Már með stoðsendinguna. Jorrel Hato jafnaði metin fyrir Ajax aðeins fimm mínútum síðar. Í uppbótartíma skoraði Jan Van den Bergh glæsilegt skallamark og tryggði heimaliðinu gríðarlega óvæntan sigur. Sigurinn þýðir að bæði lið eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en NAC Breda steinlá gegn Groningen í fyrstu umferð. Í Svíþjóð tapaði Halmstad 3-1 á útivelli fyrir GAIS. Birnir Snær skoraði mark Halmstad úr vítaspyrnu á 54. mínútu leiksins. Hann spilaði allan leikinn í liði Halmstad á meðan Gísli Eyjólfsson spilaði 88 mínútur. Birnir Snær Ingason sätter dit reduceringen på straff efter att Blair Turgott blivit nedriven i straffområdet av GAIS-målvakten Mergim Krasniqi! 2-1. 🔵⚫ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/RGyjrquj1s— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 18, 2024 Halmstad er með 21 stig að loknum 19 umferðum, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Danski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira
Orri Steinn hefur verið í aðalhlutverki hjá FCK í upphafi leiktíðar en hóf leik dagsins á varamannabekknum líkt og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Orri Steinn sendur á vettvang. Það voru hins vegar gestirnir sem komust óvænt yfir á 58. mínútu og tuttugu mínútum síðar átti sér stað atvik í stúkunni sem leiddi til þess að bæði lið voru send tímabundið inn í klefa. Stuðningsmaður Viborg virðist hafa farið í hjartastopp en komst undir læknishendur og það er í lagi með hann. Tæpum tuttugu mínútum eftir að leikurinn var stöðvaður fór hann aftur af stað og tókst heimamönnum að jafna. Orri Steinn með markið eftir undirbúning Mohamed Elyounoussi. Þetta var fjórða deildarmark Orra Steins á leiktíðinni. Heimamenn gerðu hvað þeir gátu til að sækja sigurmark en tókst það ekki og lokatölur á Parken 1-1. Þegar fimm umferðir eru búnar er FCK í 2. sæti með 11 stig, stigi á eftir toppliði Silkeborgar. 26.035 tilskuere i Parken så FCK og Viborg dele pointene efter Orri Óskarsson udlignede gæsternes 1-0-føring til slutresultatet 1-1 #fcklive https://t.co/VQSMrpeRPZ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 18, 2024 Í Hollandi mættust NAC Breda og Ajax. Elías Már var í byrjunarliði heimamanna á meðan Kristian Nökkvi Hlynsson var á miðri miðju Ajax en hann skoraði sigurmark liðsins í 1. umferð deildarinnar. Ajax átt gríðarlega erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og þrátt fyrir góðan sigur í fyrstu umferð þá á liðið langt í land. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Matthew Garbett sem kom NAC Breda yfir þegar tæp klukkustund var liðin, Elías Már með stoðsendinguna. Jorrel Hato jafnaði metin fyrir Ajax aðeins fimm mínútum síðar. Í uppbótartíma skoraði Jan Van den Bergh glæsilegt skallamark og tryggði heimaliðinu gríðarlega óvæntan sigur. Sigurinn þýðir að bæði lið eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en NAC Breda steinlá gegn Groningen í fyrstu umferð. Í Svíþjóð tapaði Halmstad 3-1 á útivelli fyrir GAIS. Birnir Snær skoraði mark Halmstad úr vítaspyrnu á 54. mínútu leiksins. Hann spilaði allan leikinn í liði Halmstad á meðan Gísli Eyjólfsson spilaði 88 mínútur. Birnir Snær Ingason sätter dit reduceringen på straff efter att Blair Turgott blivit nedriven i straffområdet av GAIS-målvakten Mergim Krasniqi! 2-1. 🔵⚫ 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/RGyjrquj1s— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) August 18, 2024 Halmstad er með 21 stig að loknum 19 umferðum, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Danski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira