„Árbærinn er vaknaður“ Kári Mímisson skrifar 18. ágúst 2024 22:08 Fylkismenn unnu afar dýrmætan sigur í Kórnum í kvöld. vísir/Diego Fylkir vann mikilvægan 2-0 sigur á HK í kvöld í fallbaráttunni í Bestu deild karla nú í kvöld. Valur Páll Eiríksson ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara Fylkis strax að leik loknum. „Mér líður rosalega vel núna. Þetta var öflugur sigur og ég er gríðarlega stoltur af drengjunum.“ Sagði kampakátur Rúnar Páll. Með sigrinum komst Fylkir af botninum og yfir HK en liðið situr þó enn í fallsæti en hefur þó fengið gott veganesti með sigrinum í kvöld fyrir baráttuna sem er framundan er. Fylkir lenti manni færri undir þegar Halldór Jón Sigurður Þórðarson fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik eftir að hafa misst stjórnar á skapi sínu. Rúnar segir að liðið hafi áður þurft að leika manni færri í Kórnum og gert það vel. Hann segir sömuleiðis að lið sitt hafi styrkt sig við þetta mótlæti ásamt því að hrósa ungu mönnunum sem komu inn á í dag. „Við höfum lent áður manni færri hérna í Kórnum og átt okkar bestu leiki þannig. Við tvíefldumst við þetta og það var ekki að sjá að við værum einum færri. Við héldum áfram að spila, ýta á þá og þora. Við þurftum sigur og gátum ekki farið að leggjast í vörn og sætt okkur við eitt stig. Við vorum að undirbúa að setja tvo framherja inn á þegar við skorum fyrra markið og í stöðunni 1-0 og einum færri þurftum við frekar að hugsa um að setja inn öflugri varnarmenn inn á. Þá koma Daði og Stebbi inn sem eru báðir bakverðir og þeir koma gríðarlega öflugir inn í þetta. Stefán og Þóroddur gera þetta frábærlega í seinna markinu. Þannig að ég get ekki verið stoltari og þetta gerir liðið okkar sterkara og stækkar breiddina hjá okkur. Þessir strákar koma inn á og gera þetta gríðarlega vel. Það sama gerði Teddi líka í síðasta leik og núna koma Daði og Stefán inn. Það er frábært þegar menn nýta möguleikana sína sem þeir fá.“ Veit það best sjálfur að hann gerði mistök Spurður að því hvort að hann eigi eftir að ræða þetta rauða spjald við Halldór gefur Rúnar ekki mikið fyrir það og segir að Halldór viti best að hann hafi gert mistök í dag. „Að sjálfsögðu ræði ég þetta við hann. Hann veit það best sjálfur að hann gerði mistök og óþarfi að leggja áherslu á það við hann. Þetta eru fullorðnir menn og óþarfi að skamma þá eins og lítil börn, hann veit þetta best sjálfur og við þurfum ekkert að fara yfir það frekar.“ Rúnar Páll Sigmundsson fylgist alvarlegur með leiknum í Kórnum í kvöld.vísir/Diego Fylkir gerði svo gott sem út um leikinn þegar Þóroddur Víkingsson skoraði glæsilegt mark eftir góðan undirbúning frá hinum unga og efnilega Stefáni Gísla Stefánssyni. Hvað segir þjálfarinn um þetta mark? „Frábært mark. Vel gert hjá Matta að setja hann inn á Stefán sem átti frábæra fyrirgjöf á Þórodd sem klárar þetta fáránlega vel. Vel gert hjá þeim og enn og aftur þá er ég bara hrikalega ánægður með þennan sigur. Þetta gefur okkur aukinn kraft í þessa baráttu sem eftir er. Hver einasti leikur sem eftir er er bara úrslitaleikur. Við fórum inn í þennan leik sem slíkan. Nú er það FH á sunnudaginn og þann leik ætlum við að vinna á heimavelli. Það var fullt af fólki sem kom að styðja okkur í dag þannig að Árbærinn er vaknaður og vonandi fáum við frábæran stuðning frá þeim í lokabaráttuna.“ Besta deild karla Fylkir HK Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Mér líður rosalega vel núna. Þetta var öflugur sigur og ég er gríðarlega stoltur af drengjunum.“ Sagði kampakátur Rúnar Páll. Með sigrinum komst Fylkir af botninum og yfir HK en liðið situr þó enn í fallsæti en hefur þó fengið gott veganesti með sigrinum í kvöld fyrir baráttuna sem er framundan er. Fylkir lenti manni færri undir þegar Halldór Jón Sigurður Þórðarson fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik eftir að hafa misst stjórnar á skapi sínu. Rúnar segir að liðið hafi áður þurft að leika manni færri í Kórnum og gert það vel. Hann segir sömuleiðis að lið sitt hafi styrkt sig við þetta mótlæti ásamt því að hrósa ungu mönnunum sem komu inn á í dag. „Við höfum lent áður manni færri hérna í Kórnum og átt okkar bestu leiki þannig. Við tvíefldumst við þetta og það var ekki að sjá að við værum einum færri. Við héldum áfram að spila, ýta á þá og þora. Við þurftum sigur og gátum ekki farið að leggjast í vörn og sætt okkur við eitt stig. Við vorum að undirbúa að setja tvo framherja inn á þegar við skorum fyrra markið og í stöðunni 1-0 og einum færri þurftum við frekar að hugsa um að setja inn öflugri varnarmenn inn á. Þá koma Daði og Stebbi inn sem eru báðir bakverðir og þeir koma gríðarlega öflugir inn í þetta. Stefán og Þóroddur gera þetta frábærlega í seinna markinu. Þannig að ég get ekki verið stoltari og þetta gerir liðið okkar sterkara og stækkar breiddina hjá okkur. Þessir strákar koma inn á og gera þetta gríðarlega vel. Það sama gerði Teddi líka í síðasta leik og núna koma Daði og Stefán inn. Það er frábært þegar menn nýta möguleikana sína sem þeir fá.“ Veit það best sjálfur að hann gerði mistök Spurður að því hvort að hann eigi eftir að ræða þetta rauða spjald við Halldór gefur Rúnar ekki mikið fyrir það og segir að Halldór viti best að hann hafi gert mistök í dag. „Að sjálfsögðu ræði ég þetta við hann. Hann veit það best sjálfur að hann gerði mistök og óþarfi að leggja áherslu á það við hann. Þetta eru fullorðnir menn og óþarfi að skamma þá eins og lítil börn, hann veit þetta best sjálfur og við þurfum ekkert að fara yfir það frekar.“ Rúnar Páll Sigmundsson fylgist alvarlegur með leiknum í Kórnum í kvöld.vísir/Diego Fylkir gerði svo gott sem út um leikinn þegar Þóroddur Víkingsson skoraði glæsilegt mark eftir góðan undirbúning frá hinum unga og efnilega Stefáni Gísla Stefánssyni. Hvað segir þjálfarinn um þetta mark? „Frábært mark. Vel gert hjá Matta að setja hann inn á Stefán sem átti frábæra fyrirgjöf á Þórodd sem klárar þetta fáránlega vel. Vel gert hjá þeim og enn og aftur þá er ég bara hrikalega ánægður með þennan sigur. Þetta gefur okkur aukinn kraft í þessa baráttu sem eftir er. Hver einasti leikur sem eftir er er bara úrslitaleikur. Við fórum inn í þennan leik sem slíkan. Nú er það FH á sunnudaginn og þann leik ætlum við að vinna á heimavelli. Það var fullt af fólki sem kom að styðja okkur í dag þannig að Árbærinn er vaknaður og vonandi fáum við frábæran stuðning frá þeim í lokabaráttuna.“
Besta deild karla Fylkir HK Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira