„Þetta er bara byrjunin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2024 09:01 Dagur Árni Heimisson ásamt Bernard Kristjáni Owusu Darkoh. hsí Dagur Árni Heimisson og félagar hans í íslenska U-18 ára landsliðinu í handbolta enduðu í 4. sæti á EM í Svartfjallalandi. Dagur var valinn í úrvalslið mótsins og stefnir á toppinn í handboltanum. Íslensku strákarnir léku til verðlauna á EM sem lauk um helgina. Þeir töpuðu fyrir Danmörku í undanúrslitunum, 34-26, og svo fyrir Ungverjalandi, 34-36, í leiknum um bronsið. Fjórða sætið var því niðurstaðan sem er jöfnun á þriðja besta árangri Íslendinga á EM í þessum aldursflokki. Ísland varð Evrópumeistari 2003 með leikmenn á borð við Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Björgvin Pál Gústavsson fremsta í flokki og vann svo silfur á EM 2018 þar sem Haukur Þrastarson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Dagur Gautason fóru fyrir íslenska liðinu. Ísland endaði í 4. sæti á EM 2008 og jafnaði þann árangur um helgina. „Við byrjuðum mótið á góðum sigrum í riðlinum. Svartfjallalandsleikurinn var smá tæpur en við gerðum vel þar. Þaðan lá leiðin í milliriðla og þar unnum við frábæran sigur á Svíþjóð. Það var risastór sigur og alvöru liðssigur. Svo spiluðum við frábærlega á móti Spáni, vorum yfir í fimmtíu mínútur og vorum óheppnir að tapa þeim leik,“ sagði Dagur í samtali við Vísi í gær, er hann var beðinn um að fara yfir Evrópumótið. „Við vorum ekki góðir í undanúrslitaleiknum gegn Dönum og það var verðskuldað tap. Síðan er þessi Ungverjaleikur í lokin ofboðslega svekkjandi. En þetta var virkilega gott mót og ég er mjög stoltur af árangri liðsins. Við stóðum okkur mjög vel.“ Dagur segir að markmið íslenska liðsins á EM hafi ekki verið meitluð í stein fyrir mótið. „Það voru engin föst markmið. Það var bara nýtt markmið eftir hvern leik. Fyrst var að komast á HM á næsta ári og svo þegar við unnum Svíþjóð var markmiðið að sjálfsögðu að komast í undanúrslit og vinna mótið. Það tókst ekki en við stóðum okkur vel og unnum stóra sigra,“ sagði Akureyringurinn. Mesta lagi tvær mínútur Hann gat ekki klárað bronsleikinn gegn Ungverjalandi þar sem hann fékk rautt spjald á 42. mínútu. Ranglega að hans sögn. „Þótt ég segi sjálfur frá var það fáránlegur dómur. Ég var sakaður um að hafa stoppað hann með olnboganum en á upptöku sást að ég snerti ekki andlitið á honum. Hann kom bara beint á kassann á mér. Þetta var í mesta lagi tvær mínútur,“ sagði Dagur. „Þetta var auðvitað mjög svekkjandi því við vorum í góðri stöðu þegar rauða spjaldið kom. Þetta var rangur dómur.“ Dagur spilaði stórvel á EM og var næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins með 51 mark. Að móti loknu var hann valinn í úrvalslið þess. „Það var mjög skemmtileg upplifun og það kom mér á óvart hversu stórt þetta er. EM er risa mót og líka vel gert hjá okkur að vera meðal fjögurra efstu liðanna. En með úrvalsliðið, ég er mjög glaður og stoltur að vera valinn besti miðjumaður mótsins. Ég er í góðum félagsskap í þessu liði. Þetta er bara byrjunin,“ sagði Dagur sem var einnig valinn í úrvalslið Opna Evrópumótsins í fyrra. Dagur fær lítið frí eftir EM því frá Svartfjallalandi hélt hann til Ungverjalands þar sem KA er í æfingaferð. Hann ætlar að nýta meðbyr sumarsins til góðra verka með KA-liðinu í vetur. Íslenska liðið sem endaði í 4. sæti á EM.hsí „Ég fer mjög mótíveraður inn í tímabilið með KA og er virkilega spenntur. Það var mjög skemmtilegt að vera valinn í úrvalsliðið og þetta gefur mér bara auka bensín að hjálpa uppeldisfélaginu í Olís-deildinni. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegt tímabil hjá okkur í KA,“ sagði Dagur. Úr sigursælum árgangi Hann var einn þriggja KA-manna í íslenska liðinu sem spilaði á EM ásamt Jens Braga Bergþórssyni og Magnúsi Degi Jónatanssyni. Þessir strákar eru vanir því að ná árangri og unnu meðal annars Partille Cup í 4. flokki. „Við unnum allt sem hægt var að vinna í 4. flokki og töpuðum ekki leik í rúm tvö ár. Svo urðum við bikarmeistarar á þessu ári með 3. flokki,“ sagði Dagur sem er, þrátt fyrir að vera aðeins átján ára, í stóru hlutverki í meistaraflokki KA. Hann segir að KA-menn eigi eftir að setjast niður og setja sér markmið fyrir tímabilið en þeir stefni hátt. „Mér finnst alveg klárt eftir þessar liðsstyrkingar og menn orðnir árinu eldri að við ætlum okkur stóra hluti,“ sagði Dagur. Frábært að eiga þau að Hann kemur úr mikilli handboltafjölskyldu því móðir hans er Martha Hermannsdóttir og Heimir Örn Árnason faðir hans. Bæði tvö léku lengi hér heima og erlendis og með landsliðinu. Heimir Örn Árnason og Martha Hermannsdóttir áttu bæði afar farsæla ferla.vísir/bára/hulda margrét „Maður var líka í fótbolta en hausinn var alltaf á handboltanum. Markmiðið var alltaf að ná sem lengst í handboltanum og maður lifir fyrir hann,“ sagði Dagur sem segist fá góðan stuðning að heiman. „Klárlega. Það er gott að hafa mömmu og pabba. Hann kom í síðustu leikina á EM og það er gott að fá stuðning og ráð frá þeim; hvað maður á að gera og hverjum maður á að treysta. Það er frábært að eiga þau að.“ Dagur ásamt félögum sínum í landsliðinu. Og geitinni sjálfri.hsí Dagur er ófeiminn að segja að hann stefni alla leið í handboltanum; í atvinnumennsku, landsliðið og allan þann pakka. „Allt þetta hefðbundna. Ég ætla mér þangað, í landsliðið og toppinn í atvinnumennsku, þó maður sé ekki of sjálfsöruggur. Ég held að það sé draumur hvers ungs leikmanns og það er klárlega það sem ég ætla mér að gera í framtíðinni,“ sagði Dagur að lokum. Landslið karla í handbolta KA Olís-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
Íslensku strákarnir léku til verðlauna á EM sem lauk um helgina. Þeir töpuðu fyrir Danmörku í undanúrslitunum, 34-26, og svo fyrir Ungverjalandi, 34-36, í leiknum um bronsið. Fjórða sætið var því niðurstaðan sem er jöfnun á þriðja besta árangri Íslendinga á EM í þessum aldursflokki. Ísland varð Evrópumeistari 2003 með leikmenn á borð við Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Björgvin Pál Gústavsson fremsta í flokki og vann svo silfur á EM 2018 þar sem Haukur Þrastarson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Dagur Gautason fóru fyrir íslenska liðinu. Ísland endaði í 4. sæti á EM 2008 og jafnaði þann árangur um helgina. „Við byrjuðum mótið á góðum sigrum í riðlinum. Svartfjallalandsleikurinn var smá tæpur en við gerðum vel þar. Þaðan lá leiðin í milliriðla og þar unnum við frábæran sigur á Svíþjóð. Það var risastór sigur og alvöru liðssigur. Svo spiluðum við frábærlega á móti Spáni, vorum yfir í fimmtíu mínútur og vorum óheppnir að tapa þeim leik,“ sagði Dagur í samtali við Vísi í gær, er hann var beðinn um að fara yfir Evrópumótið. „Við vorum ekki góðir í undanúrslitaleiknum gegn Dönum og það var verðskuldað tap. Síðan er þessi Ungverjaleikur í lokin ofboðslega svekkjandi. En þetta var virkilega gott mót og ég er mjög stoltur af árangri liðsins. Við stóðum okkur mjög vel.“ Dagur segir að markmið íslenska liðsins á EM hafi ekki verið meitluð í stein fyrir mótið. „Það voru engin föst markmið. Það var bara nýtt markmið eftir hvern leik. Fyrst var að komast á HM á næsta ári og svo þegar við unnum Svíþjóð var markmiðið að sjálfsögðu að komast í undanúrslit og vinna mótið. Það tókst ekki en við stóðum okkur vel og unnum stóra sigra,“ sagði Akureyringurinn. Mesta lagi tvær mínútur Hann gat ekki klárað bronsleikinn gegn Ungverjalandi þar sem hann fékk rautt spjald á 42. mínútu. Ranglega að hans sögn. „Þótt ég segi sjálfur frá var það fáránlegur dómur. Ég var sakaður um að hafa stoppað hann með olnboganum en á upptöku sást að ég snerti ekki andlitið á honum. Hann kom bara beint á kassann á mér. Þetta var í mesta lagi tvær mínútur,“ sagði Dagur. „Þetta var auðvitað mjög svekkjandi því við vorum í góðri stöðu þegar rauða spjaldið kom. Þetta var rangur dómur.“ Dagur spilaði stórvel á EM og var næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins með 51 mark. Að móti loknu var hann valinn í úrvalslið þess. „Það var mjög skemmtileg upplifun og það kom mér á óvart hversu stórt þetta er. EM er risa mót og líka vel gert hjá okkur að vera meðal fjögurra efstu liðanna. En með úrvalsliðið, ég er mjög glaður og stoltur að vera valinn besti miðjumaður mótsins. Ég er í góðum félagsskap í þessu liði. Þetta er bara byrjunin,“ sagði Dagur sem var einnig valinn í úrvalslið Opna Evrópumótsins í fyrra. Dagur fær lítið frí eftir EM því frá Svartfjallalandi hélt hann til Ungverjalands þar sem KA er í æfingaferð. Hann ætlar að nýta meðbyr sumarsins til góðra verka með KA-liðinu í vetur. Íslenska liðið sem endaði í 4. sæti á EM.hsí „Ég fer mjög mótíveraður inn í tímabilið með KA og er virkilega spenntur. Það var mjög skemmtilegt að vera valinn í úrvalsliðið og þetta gefur mér bara auka bensín að hjálpa uppeldisfélaginu í Olís-deildinni. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegt tímabil hjá okkur í KA,“ sagði Dagur. Úr sigursælum árgangi Hann var einn þriggja KA-manna í íslenska liðinu sem spilaði á EM ásamt Jens Braga Bergþórssyni og Magnúsi Degi Jónatanssyni. Þessir strákar eru vanir því að ná árangri og unnu meðal annars Partille Cup í 4. flokki. „Við unnum allt sem hægt var að vinna í 4. flokki og töpuðum ekki leik í rúm tvö ár. Svo urðum við bikarmeistarar á þessu ári með 3. flokki,“ sagði Dagur sem er, þrátt fyrir að vera aðeins átján ára, í stóru hlutverki í meistaraflokki KA. Hann segir að KA-menn eigi eftir að setjast niður og setja sér markmið fyrir tímabilið en þeir stefni hátt. „Mér finnst alveg klárt eftir þessar liðsstyrkingar og menn orðnir árinu eldri að við ætlum okkur stóra hluti,“ sagði Dagur. Frábært að eiga þau að Hann kemur úr mikilli handboltafjölskyldu því móðir hans er Martha Hermannsdóttir og Heimir Örn Árnason faðir hans. Bæði tvö léku lengi hér heima og erlendis og með landsliðinu. Heimir Örn Árnason og Martha Hermannsdóttir áttu bæði afar farsæla ferla.vísir/bára/hulda margrét „Maður var líka í fótbolta en hausinn var alltaf á handboltanum. Markmiðið var alltaf að ná sem lengst í handboltanum og maður lifir fyrir hann,“ sagði Dagur sem segist fá góðan stuðning að heiman. „Klárlega. Það er gott að hafa mömmu og pabba. Hann kom í síðustu leikina á EM og það er gott að fá stuðning og ráð frá þeim; hvað maður á að gera og hverjum maður á að treysta. Það er frábært að eiga þau að.“ Dagur ásamt félögum sínum í landsliðinu. Og geitinni sjálfri.hsí Dagur er ófeiminn að segja að hann stefni alla leið í handboltanum; í atvinnumennsku, landsliðið og allan þann pakka. „Allt þetta hefðbundna. Ég ætla mér þangað, í landsliðið og toppinn í atvinnumennsku, þó maður sé ekki of sjálfsöruggur. Ég held að það sé draumur hvers ungs leikmanns og það er klárlega það sem ég ætla mér að gera í framtíðinni,“ sagði Dagur að lokum.
Landslið karla í handbolta KA Olís-deild karla Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira