Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2024 20:42 Kortavelta ferðamanna og Íslendinga hér á landi hefur verið mun meiri undanfarin misseri samkvæmt nýrri greiningu en áður var talið. Allt stefnir í að hagvöxtur á síðasta ári og þessu verði meiri en spár gerðu ráð fyrir. Vísir/Vilhelm Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. Erfiðlega hefur reynst að ná niður verðbólgu frá því hún reis mest í 10,2 prósent í febrúar í fyrra. Mikil verðbólga hefur haldið megivöxtum Seðlabankans í hæstu hæðum í eitt ár og flestir telja litlar líkur á að hann lækki vextina á morgun. Meginástæða verðbólgunnar eru mikil umsvif í efnahagslífinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir gífurlegan þrótt í efnahagslífinu og hagvöxtur væri enn og aftur að reynast meiri en spár gerðu ráð fyrir.Stöð 2/Einar „Við erum með gríðarlega sterka efnahagsvél á Íslandi. Við höfum um margra ára skeið vaxið umfram nágrannalöndin. Við virðumst enn og aftur vera að fara fram úr spám um þann vöxt sem var hér í fyrra og jafnvel á fyrri hluta þessa árs. Eftir gríðarlega sterkan hagvöxt árið 2022, þar sem hagvöxtur var uppundir níu prósent. Sem er langt umfram önnur lönd í kringum okkur,“ segir forsætisráðherra. Þannig hefur nýleg greining leitt í ljós að kortavelta Íslendinga og erlendra ferðamanna undanfarin nokkur ár hefur verið mun meiri en áður hafði verið talið. Skuldastaða heimilanna er góða og vanskil lítil. Enn er hins vegar gríðarleg umfram eftirspurn á húsnæðismarkaði sem leiðir til mikilla verðhækkana og þar með verðbólgu. „Í fyrsta lagi hefur okkur fjölgað um 15 prósent síðan 2017. Það er töluvert mikil fólksfjölgun á Íslandi. Mikið af vinnuafli sem hefur flutt til landsins. Í öðru lagi, frá því í október í fyrra, er það bara þannig að heilt sveitarfélag þurfti að flytja. Þetta eru fjögur þúsund manns sem koma þá inn á húsnæðismarkaðinn. Það er ekki að hjálpa okkur,“ segir Bjarni. Eftirspurn eftir húsnæði væri því enn til staðar þótt þrótturinn í íbúðauppbyggingu hefði aldrei verið meiri en núna. Það væru ytri mörk á því hversu mikið væri hægt að framkvæma því hvergi væri meiri eftirspurn eftir vinnuafli en í byggingageiranum. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta á verðbólgu þegar fjöldi heimila væri að flýja óverðtryggð lán í verðtryggð til að verjast verðbólgunni.Stöð 2/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir erfitt að búa við hátt vaxtastig í langan tíma en það tæki sinn tíma fyrir vaxtahækkanir að virka. Enn væri neysla Íslendinga og ferðamanna mikil. Þá flytti almenningur húsnæðislán sín í vaxandi mæli frá óverðtryggðum lánum í verðtryggð. „Þótt það sé alveg eðlilegt að fólk sé að minnka greiðslubyrði sína. En það þýðir auðvitað að stýrivextirnir bíta síður sem stýritæki. Þetta er eitthvað sem Seðlabankinn hlýtur að íhuga,“ segir fjármálaráðherra. Þótt efnahagslífið byggði á styrkari og fjölbreyttari stoðum en áður stæði enn yfir glíma við verðbólguskotið eftir covid faraldurinn og innrásina Rússa í Úkraínu, sem hækkuðu verð á öllum aðföngum og flutningskostnað. „Og margt bendir til að DNA-ið í okkur Íslendingum sé svolítið það, að við sættum okkur við að verð hækki látlaust. Við höldum samt áfram að kaupa,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Verðlag Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Tengdar fréttir Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. 19. ágúst 2024 23:43 Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. 19. ágúst 2024 22:24 Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Erfiðlega hefur reynst að ná niður verðbólgu frá því hún reis mest í 10,2 prósent í febrúar í fyrra. Mikil verðbólga hefur haldið megivöxtum Seðlabankans í hæstu hæðum í eitt ár og flestir telja litlar líkur á að hann lækki vextina á morgun. Meginástæða verðbólgunnar eru mikil umsvif í efnahagslífinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir gífurlegan þrótt í efnahagslífinu og hagvöxtur væri enn og aftur að reynast meiri en spár gerðu ráð fyrir.Stöð 2/Einar „Við erum með gríðarlega sterka efnahagsvél á Íslandi. Við höfum um margra ára skeið vaxið umfram nágrannalöndin. Við virðumst enn og aftur vera að fara fram úr spám um þann vöxt sem var hér í fyrra og jafnvel á fyrri hluta þessa árs. Eftir gríðarlega sterkan hagvöxt árið 2022, þar sem hagvöxtur var uppundir níu prósent. Sem er langt umfram önnur lönd í kringum okkur,“ segir forsætisráðherra. Þannig hefur nýleg greining leitt í ljós að kortavelta Íslendinga og erlendra ferðamanna undanfarin nokkur ár hefur verið mun meiri en áður hafði verið talið. Skuldastaða heimilanna er góða og vanskil lítil. Enn er hins vegar gríðarleg umfram eftirspurn á húsnæðismarkaði sem leiðir til mikilla verðhækkana og þar með verðbólgu. „Í fyrsta lagi hefur okkur fjölgað um 15 prósent síðan 2017. Það er töluvert mikil fólksfjölgun á Íslandi. Mikið af vinnuafli sem hefur flutt til landsins. Í öðru lagi, frá því í október í fyrra, er það bara þannig að heilt sveitarfélag þurfti að flytja. Þetta eru fjögur þúsund manns sem koma þá inn á húsnæðismarkaðinn. Það er ekki að hjálpa okkur,“ segir Bjarni. Eftirspurn eftir húsnæði væri því enn til staðar þótt þrótturinn í íbúðauppbyggingu hefði aldrei verið meiri en núna. Það væru ytri mörk á því hversu mikið væri hægt að framkvæma því hvergi væri meiri eftirspurn eftir vinnuafli en í byggingageiranum. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta á verðbólgu þegar fjöldi heimila væri að flýja óverðtryggð lán í verðtryggð til að verjast verðbólgunni.Stöð 2/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir erfitt að búa við hátt vaxtastig í langan tíma en það tæki sinn tíma fyrir vaxtahækkanir að virka. Enn væri neysla Íslendinga og ferðamanna mikil. Þá flytti almenningur húsnæðislán sín í vaxandi mæli frá óverðtryggðum lánum í verðtryggð. „Þótt það sé alveg eðlilegt að fólk sé að minnka greiðslubyrði sína. En það þýðir auðvitað að stýrivextirnir bíta síður sem stýritæki. Þetta er eitthvað sem Seðlabankinn hlýtur að íhuga,“ segir fjármálaráðherra. Þótt efnahagslífið byggði á styrkari og fjölbreyttari stoðum en áður stæði enn yfir glíma við verðbólguskotið eftir covid faraldurinn og innrásina Rússa í Úkraínu, sem hækkuðu verð á öllum aðföngum og flutningskostnað. „Og margt bendir til að DNA-ið í okkur Íslendingum sé svolítið það, að við sættum okkur við að verð hækki látlaust. Við höldum samt áfram að kaupa,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Verðlag Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Tengdar fréttir Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. 19. ágúst 2024 23:43 Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. 19. ágúst 2024 22:24 Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Sjá meira
Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. 19. ágúst 2024 23:43
Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. 19. ágúst 2024 22:24
Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00