Hlupu blaut úr Bláa lóninu Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2024 14:19 Andrew og Ale segja það hafa verið bæði spennandi og hræðilegt á sama tíma að þurfa að hlaupa úr Bláa lóninu í gær áður en eldgosið hófst. Vísir/Vésteinn Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. „Við komum þangað og þegar við vorum að vara inn varaði starfsfólkið okkur við því að ef viðvörunarbjöllurnar myndu fara í gang myndum við þurfa að yfirgefa lónið strax. Við vitum ekkert um eldfjöll og hugsuðum með okkur að kannski væri þetta bara eitthvað sem þau segja við alla,“ segir Ale og að hún hafi ekki tekið því svo að gos gæti verið yfirvofandi. Hún segir að þau hafi verið búin að vera í lóninu í um tvo klukkutíma þegar bjöllurnar byrjuðu að hringja. „Það var tafarlaus skelfing,“ segir Ale um það sem fylgdi. Andrew segir að þau hafi verið lengst inni í lóninu þegar bjöllurnar hringdu. Þau hafi verið á leið að ná sér í maska. „Þetta hljómaði eins og hvirfilbyls- eða fellibyljasírena þannig við vissum að það væri eitthvað. Ég hélt þetta væri meira svona: „Hey, farðu úr lauginni“ en þá sá að það var fjöldaflótti og fólk var að hlaupa úr lauginni.“ Starfsfólkið hafi staðið sig afar vel Ale segir að ferlið hafi allt gengið mjög vel og verið mjög skilvirkt. Um fimmtán mínútum eftir að bjallan fór í gang hafi þau verið komin um borð í rútu og á leið frá svæðinu. „Þau voru mjög skilvirk, en það voru klárlega samt mikil læti og var hrædd,“ segir Ale og að það hafi verið greinilegt að um alvarlegan atburð hafi verið að ræða. Starfsfólkið hafi verið mjög rólegt og hjálpsamt. „Þau létu mér líða eins og ég væri örugg í mjög óöruggum aðstæðum.“ Andrew og Ale birtu myndböndin á Tiktok stuttu seinna. Útsýnið magnað „Klukkustund eftir að bjallan hringdi vorum við komin aftur á skipið og vorum örugg,“ segir Andrew en parið er á siglingu um heiminn. Þau segja útsýnið yfir eldgosið hafa verið magnað. Öðru megin hafi þau séð sólsetrið og svo eldgosið hinum megin. „Þetta er lífsreynsla sem við upplifum líklega ekki aftur en við höfðum klárlega áhyggjur af velferð fólksins sem býr hérna,“ segir Ale. Þau segja að þrátt fyrir þessa reynslu myndu þau alltaf mæla með því að fólk heimsæki lónið. Þau segja Ísland einn fallegasta stað sem þau hafa heimsótt á níu mánaða ferðalagi sínu og í uppáhaldi. Næsta stopp hjónanna er Grænland en eftir það fljúga þau heim til Flórída í Bandaríkjunum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Við komum þangað og þegar við vorum að vara inn varaði starfsfólkið okkur við því að ef viðvörunarbjöllurnar myndu fara í gang myndum við þurfa að yfirgefa lónið strax. Við vitum ekkert um eldfjöll og hugsuðum með okkur að kannski væri þetta bara eitthvað sem þau segja við alla,“ segir Ale og að hún hafi ekki tekið því svo að gos gæti verið yfirvofandi. Hún segir að þau hafi verið búin að vera í lóninu í um tvo klukkutíma þegar bjöllurnar byrjuðu að hringja. „Það var tafarlaus skelfing,“ segir Ale um það sem fylgdi. Andrew segir að þau hafi verið lengst inni í lóninu þegar bjöllurnar hringdu. Þau hafi verið á leið að ná sér í maska. „Þetta hljómaði eins og hvirfilbyls- eða fellibyljasírena þannig við vissum að það væri eitthvað. Ég hélt þetta væri meira svona: „Hey, farðu úr lauginni“ en þá sá að það var fjöldaflótti og fólk var að hlaupa úr lauginni.“ Starfsfólkið hafi staðið sig afar vel Ale segir að ferlið hafi allt gengið mjög vel og verið mjög skilvirkt. Um fimmtán mínútum eftir að bjallan fór í gang hafi þau verið komin um borð í rútu og á leið frá svæðinu. „Þau voru mjög skilvirk, en það voru klárlega samt mikil læti og var hrædd,“ segir Ale og að það hafi verið greinilegt að um alvarlegan atburð hafi verið að ræða. Starfsfólkið hafi verið mjög rólegt og hjálpsamt. „Þau létu mér líða eins og ég væri örugg í mjög óöruggum aðstæðum.“ Andrew og Ale birtu myndböndin á Tiktok stuttu seinna. Útsýnið magnað „Klukkustund eftir að bjallan hringdi vorum við komin aftur á skipið og vorum örugg,“ segir Andrew en parið er á siglingu um heiminn. Þau segja útsýnið yfir eldgosið hafa verið magnað. Öðru megin hafi þau séð sólsetrið og svo eldgosið hinum megin. „Þetta er lífsreynsla sem við upplifum líklega ekki aftur en við höfðum klárlega áhyggjur af velferð fólksins sem býr hérna,“ segir Ale. Þau segja að þrátt fyrir þessa reynslu myndu þau alltaf mæla með því að fólk heimsæki lónið. Þau segja Ísland einn fallegasta stað sem þau hafa heimsótt á níu mánaða ferðalagi sínu og í uppáhaldi. Næsta stopp hjónanna er Grænland en eftir það fljúga þau heim til Flórída í Bandaríkjunum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira