Lögreglan kölluð til eftir að Íslendingur var „með kjaft“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2024 15:52 Lögreglan biðlar til vegfarenda að sýna lögreglumönnum og björgunarsveitarfólki tillitsemi. vísir/vilhelm Lögreglan var kölluð til við Reykjanesbrautina í dag eftir að Íslendingur hafði verið með skæting og dónaskap við björgunarsveitarfólk sem starfar þar í umboði lögreglunnar á Suðurnesjum við að stjórna umferð og tryggja öryggi við gosstöðvarnar. Þetta staðfestir Sigvaldi Arnar Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi en hann segir að annars hafi löggæslustarf gengið eins og í sögu við gosstöðvarnar. Stöðvaði á miðjum vegi „Þetta voru Íslendingar með kjaft. Björgunarsveitarfólkið kallað þetta inn sérstaklega og óskaði eftir aðstoð lögreglu þarna. Það var bara eins og hann orðaði það verið að rífa kjaft við þá, þeir eru að reyna stýra umferð og sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Þetta byrjaði þannig að það stoppaði einhver Íslendingur á miðjum vegi og fór úr bílnum sínum og var að taka ljósmyndir bara og stoppaði umferð. Þá fóru þeir að vísa honum út í kant og þá fór hann að rífa kjaft.“ Hann segir tvo lögreglubíla vera stadda þarna á Reykjanesbrautinni eins og er og að nokkrir lögreglumenn stýri nú umferð. Hann biðlar til ökumanna sem vilja leggja á Reykjanesbrautinni að vera tillitssamari. „Þetta hefur ekkert verið að trufla umferð þannig svo sem. Við tókum niður hámarkshraða á Reykjanesbrautinni á þessum þéttsetna kafla niður í 50. Bara svona til að tryggja öryggi þarna. Þetta hefur bara gengið mjög vel.“ Gróðureldar og gasmengun ekki til vandræða. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt og búið að opna fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem eiga þangað erindi. Einnig er búið að opna í Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn. Spurður hvort að það sé einhver ástæða til að hafa áhyggjur af gróðureldum eða mengun á svæðinu svarar Sigvaldi því neitandi. „Þessir gróðureldar eru ekki miklir. Þetta er eitthvað en ekki mikið. Slökkviliðið ætlar ekkert að fara og slökkva í þessu, þetta er ekki svo mikið. Þeir eru með viðbragð í bænum. Þetta er pínulítil gasmengun sem er hérna. Það er engin lykt hérna en við vöktum þetta vel. Það má alveg benda á það svo að fólk átti sig á því að þessi gönguleið þarna, það er erfitt að labba þetta. Það er hundleiðinlegt yfirferðar þetta hraun.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þetta staðfestir Sigvaldi Arnar Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi en hann segir að annars hafi löggæslustarf gengið eins og í sögu við gosstöðvarnar. Stöðvaði á miðjum vegi „Þetta voru Íslendingar með kjaft. Björgunarsveitarfólkið kallað þetta inn sérstaklega og óskaði eftir aðstoð lögreglu þarna. Það var bara eins og hann orðaði það verið að rífa kjaft við þá, þeir eru að reyna stýra umferð og sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Þetta byrjaði þannig að það stoppaði einhver Íslendingur á miðjum vegi og fór úr bílnum sínum og var að taka ljósmyndir bara og stoppaði umferð. Þá fóru þeir að vísa honum út í kant og þá fór hann að rífa kjaft.“ Hann segir tvo lögreglubíla vera stadda þarna á Reykjanesbrautinni eins og er og að nokkrir lögreglumenn stýri nú umferð. Hann biðlar til ökumanna sem vilja leggja á Reykjanesbrautinni að vera tillitssamari. „Þetta hefur ekkert verið að trufla umferð þannig svo sem. Við tókum niður hámarkshraða á Reykjanesbrautinni á þessum þéttsetna kafla niður í 50. Bara svona til að tryggja öryggi þarna. Þetta hefur bara gengið mjög vel.“ Gróðureldar og gasmengun ekki til vandræða. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt og búið að opna fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem eiga þangað erindi. Einnig er búið að opna í Bláa lónið og gistiheimilið Northern Light Inn. Spurður hvort að það sé einhver ástæða til að hafa áhyggjur af gróðureldum eða mengun á svæðinu svarar Sigvaldi því neitandi. „Þessir gróðureldar eru ekki miklir. Þetta er eitthvað en ekki mikið. Slökkviliðið ætlar ekkert að fara og slökkva í þessu, þetta er ekki svo mikið. Þeir eru með viðbragð í bænum. Þetta er pínulítil gasmengun sem er hérna. Það er engin lykt hérna en við vöktum þetta vel. Það má alveg benda á það svo að fólk átti sig á því að þessi gönguleið þarna, það er erfitt að labba þetta. Það er hundleiðinlegt yfirferðar þetta hraun.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21