Fimm heilsureglur Ágústu Johnson fyrir haustið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2024 07:01 Ágústa Johnson hvetur fólk til dáða fyrir haustið. Vísir/Vilhelm Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar segir heilsureglur fyrir haustið verða að vera hnitmiðaðar og einfaldar. Hún er sjálf með fimm reglur sem hún hefur sett sér og segir þær hafa gert mikið fyrir hennar vellíðan. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Ágústa leggur áherslu á að enginn sé fullkominn, ekki hún sjálf heldur. Hún skerpi yfirleitt á reglunum fyrir haustið og svo eftir jól og áramót þegar það er meiri losarabragur á hlutunum. Að líða sem best lykilatriðið „Svo lengi sem maður lifir er maður að læra á sinn líkama, finna sínar venjur sem henta manni sjálfum og auðvitað eftir því sem maður verður eldri þá þarf maður nauðsynlega frekar að hugsa bara sem best um þetta hylki sem maður á,“ segir Ágústa. Hún segir það vera það sem dragi hana áfram að halda heilsureglurnar eins best og hún getur. Hafa næga orku og hugsa vel um sig og setja reglurnar inn í rútínuna. „Auðvitað koma tímar þar sem rútínan riðlast og allt það en maður hefur allavega þetta viðmið. Ef maður dettur út úr rútínunni þá bara hoppar maður inn í hana eins fljótt og hægt er aftur og er ekkert að dvelja við það að hafa failað, heldur bara halda áfram. Af því að ég finn svo vel fyrir því hvað þetta gerir mikið fyrir mína vellíðan og mína orku.“ Heilsureglurnar fimm: 1. Lyfta lóðum þrisvar sinnum í viku þrjátíu mínútur í senn. 2. Göngutúr eftir kvöldmat. 3. Borða ekkert eftir kvöldmat, tólf til sextán tíma næturfasta. 4. 98 prósent sykurlaust líf. 5. Svefninn í forgang. Styrktarþjálfunin gríðarlega mikilvæg Ágústa leggur áherslu á það í Bítinu að það þurfi alls ekki að flækja hlutina. Hægt sé að fara eftir reglunum eins vel og að því verði komist, setja verði sér raunhæf markmið. Hún segir að þrjátíu mínútna æfing henti sér til að mynda vel. „Eins og margir aðrir hef ég nóg að gera og maður reynir að vera með þetta raunhæft þannig að þetta sé ekki að taka yfir allt of mikinn tíma frá manni,“ segir Ágústa. Stundum komi eitthvað upp þá, þá geri hún kannski æfingu tvisvar í viku og tryggi sér tvær æfingar með því að setja sér það markmið að fara á þrjár. „Þó þú farir bara á lyftingaræfingu einu sinni í viku þá er það svo sannarlega miklu betra en ekkert. Styrktarþjálfun er eitt af því sem vísindin eru að segja okkur meira og meira og meira að eru bara lykillinn að langlífi, lykillinn að lífsgæðum þegar aldurinn færist yfir og eitthvað sem þú bara getur ekki sleppt. Þú verður að halda líkamanum við og þetta tengist svo ofboðslega mörgu hvað varðar heilsuna, þetta er algjör grunnur að því að vera heilbrigður, hafa orku og kraft og halda lífsgæðunum.“ Þarf ekki að flækja göngutúrinn Þegar kemur að reglu númer tvö, að fara í göngutúr eftir kvöldmat bendir Ágústa á að hún fari sjálf ekki hvert einasta kvöld í göngutúr en með því að setja sér þessa reglu fari hún að minnsta kosti fimm sinnum í viku í göngutúr eftir kvöldmat. Stundum alla daga. „Þó ég sé kannski að fara út að borða þá getur maður lagt bílnum aðeins lengra frá þannig að maður sé kannski tíu mínútur, korter að labba að bílnum eftir á. Þannig að þetta þarf ekkert að vera eitthvað flókið, þetta þarf ekkert að vera einhver klukkutíma göngutúr. Bara sjö, tíu, tólf mínútur muna mjög miklu, bara upp á aðeins hreyfa sig, hjálpa meltingunni.“ Ágústa segir þetta gríðarlega mikilvægt. Eftir því sem maður eldist verði í mörgum tilvikum erfiðara að sofa vel. Þá hjálpi lítil hreyfing eftir kvöldmat gríðarlega mikið. Reynir að byrja bara ekki á sykrinum Þriðja reglan kveður á um að borða ekkert eftir kvöldmat og fasta í tólf til sextán tíma að nóttu. Fjórða reglan snýr að því að sleppa sykri og eiga 98 prósent sykurlaust líf og sú fimmta að taka svefninn í gegn. Ágústa viðurkennir að sykurreglan hafi tekið hana alla ævi að fara eftir. „Ég er í grunninn algjör sykurpúki, það er mikill sykurpúki í mér eins og í flestum, enda bara í eðli mannsins að sækja í sætt bragð. En ég hef með árunum fundið hvað mér líður hryllilega illa að borða mikinn sykur og ég hef líka fundið fyrir því að ef ég byrja í sykri þá er ofboðslega erfitt að hætta.“ Ágústa segist eiga auðveldara með að sleppa því að byrja á sykrinum. Eftir á að hyggja upplifi hún að sykurneyslan sé aldrei þess virði. „Mér verður bumbult, meltingin fer öll í ólag og maður verður allur einhvern veginn orkulaus og ómögulegur og þá hefur það verið mitt val að í rauninni láta hann bara eiga sig. Trúðu mér það hefur tekið langan tíma að komast á þann stað en þegar maður byrjar að sleppa sykrinum þá langar mann miklu minna í hann.“ Heilsa Tengdar fréttir Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu. 29. desember 2021 22:00 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Ágústa leggur áherslu á að enginn sé fullkominn, ekki hún sjálf heldur. Hún skerpi yfirleitt á reglunum fyrir haustið og svo eftir jól og áramót þegar það er meiri losarabragur á hlutunum. Að líða sem best lykilatriðið „Svo lengi sem maður lifir er maður að læra á sinn líkama, finna sínar venjur sem henta manni sjálfum og auðvitað eftir því sem maður verður eldri þá þarf maður nauðsynlega frekar að hugsa bara sem best um þetta hylki sem maður á,“ segir Ágústa. Hún segir það vera það sem dragi hana áfram að halda heilsureglurnar eins best og hún getur. Hafa næga orku og hugsa vel um sig og setja reglurnar inn í rútínuna. „Auðvitað koma tímar þar sem rútínan riðlast og allt það en maður hefur allavega þetta viðmið. Ef maður dettur út úr rútínunni þá bara hoppar maður inn í hana eins fljótt og hægt er aftur og er ekkert að dvelja við það að hafa failað, heldur bara halda áfram. Af því að ég finn svo vel fyrir því hvað þetta gerir mikið fyrir mína vellíðan og mína orku.“ Heilsureglurnar fimm: 1. Lyfta lóðum þrisvar sinnum í viku þrjátíu mínútur í senn. 2. Göngutúr eftir kvöldmat. 3. Borða ekkert eftir kvöldmat, tólf til sextán tíma næturfasta. 4. 98 prósent sykurlaust líf. 5. Svefninn í forgang. Styrktarþjálfunin gríðarlega mikilvæg Ágústa leggur áherslu á það í Bítinu að það þurfi alls ekki að flækja hlutina. Hægt sé að fara eftir reglunum eins vel og að því verði komist, setja verði sér raunhæf markmið. Hún segir að þrjátíu mínútna æfing henti sér til að mynda vel. „Eins og margir aðrir hef ég nóg að gera og maður reynir að vera með þetta raunhæft þannig að þetta sé ekki að taka yfir allt of mikinn tíma frá manni,“ segir Ágústa. Stundum komi eitthvað upp þá, þá geri hún kannski æfingu tvisvar í viku og tryggi sér tvær æfingar með því að setja sér það markmið að fara á þrjár. „Þó þú farir bara á lyftingaræfingu einu sinni í viku þá er það svo sannarlega miklu betra en ekkert. Styrktarþjálfun er eitt af því sem vísindin eru að segja okkur meira og meira og meira að eru bara lykillinn að langlífi, lykillinn að lífsgæðum þegar aldurinn færist yfir og eitthvað sem þú bara getur ekki sleppt. Þú verður að halda líkamanum við og þetta tengist svo ofboðslega mörgu hvað varðar heilsuna, þetta er algjör grunnur að því að vera heilbrigður, hafa orku og kraft og halda lífsgæðunum.“ Þarf ekki að flækja göngutúrinn Þegar kemur að reglu númer tvö, að fara í göngutúr eftir kvöldmat bendir Ágústa á að hún fari sjálf ekki hvert einasta kvöld í göngutúr en með því að setja sér þessa reglu fari hún að minnsta kosti fimm sinnum í viku í göngutúr eftir kvöldmat. Stundum alla daga. „Þó ég sé kannski að fara út að borða þá getur maður lagt bílnum aðeins lengra frá þannig að maður sé kannski tíu mínútur, korter að labba að bílnum eftir á. Þannig að þetta þarf ekkert að vera eitthvað flókið, þetta þarf ekkert að vera einhver klukkutíma göngutúr. Bara sjö, tíu, tólf mínútur muna mjög miklu, bara upp á aðeins hreyfa sig, hjálpa meltingunni.“ Ágústa segir þetta gríðarlega mikilvægt. Eftir því sem maður eldist verði í mörgum tilvikum erfiðara að sofa vel. Þá hjálpi lítil hreyfing eftir kvöldmat gríðarlega mikið. Reynir að byrja bara ekki á sykrinum Þriðja reglan kveður á um að borða ekkert eftir kvöldmat og fasta í tólf til sextán tíma að nóttu. Fjórða reglan snýr að því að sleppa sykri og eiga 98 prósent sykurlaust líf og sú fimmta að taka svefninn í gegn. Ágústa viðurkennir að sykurreglan hafi tekið hana alla ævi að fara eftir. „Ég er í grunninn algjör sykurpúki, það er mikill sykurpúki í mér eins og í flestum, enda bara í eðli mannsins að sækja í sætt bragð. En ég hef með árunum fundið hvað mér líður hryllilega illa að borða mikinn sykur og ég hef líka fundið fyrir því að ef ég byrja í sykri þá er ofboðslega erfitt að hætta.“ Ágústa segist eiga auðveldara með að sleppa því að byrja á sykrinum. Eftir á að hyggja upplifi hún að sykurneyslan sé aldrei þess virði. „Mér verður bumbult, meltingin fer öll í ólag og maður verður allur einhvern veginn orkulaus og ómögulegur og þá hefur það verið mitt val að í rauninni láta hann bara eiga sig. Trúðu mér það hefur tekið langan tíma að komast á þann stað en þegar maður byrjar að sleppa sykrinum þá langar mann miklu minna í hann.“
Heilsa Tengdar fréttir Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu. 29. desember 2021 22:00 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu. 29. desember 2021 22:00