Sveitarfélagið dæmt fyrir að brjóta á tónlistarkennurum Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2024 12:34 Frá Sauðárkróki þar sem finna má skrifstofur Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Aðsend/Lára Halla Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt Sveitarfélagið Skagafjörð til að greiða samtals þremur tónlistarkennurum fyrir þann tíma sem þeir vörðu í akstur til að komast á milli starfstöðva innan sveitarfélagsins. Sveitarfélagið var dæmt til að greiða einum kennaranum 2,7 milljónir króna, öðrum tónlistarkennaranum 2,1 milljón króna og þeim þriðja 1,9 milljónir króna, auk 900 þúsund króna í málskostnað í málum þeirra allra. Ágreiningur í málunum tveimur snýr að því hvort kennararnir hafi átt rétt á að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir ók milli starfsstöðva tónlistarskólans – á Sauðárkróki, á Hólum í Hjaltadal, Hofsósi og Varmahlíð – en einn kennarinn er búsettur á Hofsósi og hinir tveir á Sauðárkróki. Deilt var um túlkun á kjarasamningi og segir í dómunum að sú deila hafi staðið mjög lengi. Kennararnir hafi starfað lengi sem tónlistarkennarar og vildi sveitarfélagið meina að þeir hafi sýnt af sér tómlæti við innheimtu krafna. Dómari í málinu tók þó ekki undir þá kröfu. Taldir hafa uppfyllt vinnuskylduna Sveitarfélagið vildi auk þess meina að ósannað væri að kennararnir hafi í raun unnið fullan vinnutíma og að tíminn sem fór í akstur á milli starfstöðva hafi verið umfram vinnutíma. Kennararnir voru hins vegar á því að þeir hafi uppfyllt vinnuskyldu og að aksturstíminn væri umfram hana. Við ákvörðun um hvort nægjanleg sönnun væri fyrir því að kennararnir hafi uppfyllt vinnuskylduna leit dómari í málinu sérstaklega til yfirlýsingar og vættis skólastjóra tónlistarskólans um að kennararnir hafi gert það. „Það er niðurstaða dómsins að stefnandi hafi fært fram nægjanlega sönnu þess efnis að hún hafi skilað þeim vinnustundum sem honum bar á hverju ári en akstur milli starfsstöðva hafi verið þar fyrir utan. Fyrirmæli starfsmanna stefnda til skólastjóra í þá veru að skólastjóra bæri að skipuleggja starf skólans með þeim hætti að akstur rúmaðist innan árlegrar vinnuskyldu breyta engu þar um. Hafi skólastjórinn ekki farið eftir fyrirmælum yfirmanna sinna, og þau yfir höfuð framkvæmanleg innan þess sem fram kemur í kjarasamningi, er ekki við stefnanda að sakast í þeim efnum,“ segir í niðurstöðukafla eins dómanna sem eru að stórum hluta eins. Skagafjörður Dómsmál Vinnumarkaður Tónlistarnám Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Sveitarfélagið var dæmt til að greiða einum kennaranum 2,7 milljónir króna, öðrum tónlistarkennaranum 2,1 milljón króna og þeim þriðja 1,9 milljónir króna, auk 900 þúsund króna í málskostnað í málum þeirra allra. Ágreiningur í málunum tveimur snýr að því hvort kennararnir hafi átt rétt á að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir ók milli starfsstöðva tónlistarskólans – á Sauðárkróki, á Hólum í Hjaltadal, Hofsósi og Varmahlíð – en einn kennarinn er búsettur á Hofsósi og hinir tveir á Sauðárkróki. Deilt var um túlkun á kjarasamningi og segir í dómunum að sú deila hafi staðið mjög lengi. Kennararnir hafi starfað lengi sem tónlistarkennarar og vildi sveitarfélagið meina að þeir hafi sýnt af sér tómlæti við innheimtu krafna. Dómari í málinu tók þó ekki undir þá kröfu. Taldir hafa uppfyllt vinnuskylduna Sveitarfélagið vildi auk þess meina að ósannað væri að kennararnir hafi í raun unnið fullan vinnutíma og að tíminn sem fór í akstur á milli starfstöðva hafi verið umfram vinnutíma. Kennararnir voru hins vegar á því að þeir hafi uppfyllt vinnuskyldu og að aksturstíminn væri umfram hana. Við ákvörðun um hvort nægjanleg sönnun væri fyrir því að kennararnir hafi uppfyllt vinnuskylduna leit dómari í málinu sérstaklega til yfirlýsingar og vættis skólastjóra tónlistarskólans um að kennararnir hafi gert það. „Það er niðurstaða dómsins að stefnandi hafi fært fram nægjanlega sönnu þess efnis að hún hafi skilað þeim vinnustundum sem honum bar á hverju ári en akstur milli starfsstöðva hafi verið þar fyrir utan. Fyrirmæli starfsmanna stefnda til skólastjóra í þá veru að skólastjóra bæri að skipuleggja starf skólans með þeim hætti að akstur rúmaðist innan árlegrar vinnuskyldu breyta engu þar um. Hafi skólastjórinn ekki farið eftir fyrirmælum yfirmanna sinna, og þau yfir höfuð framkvæmanleg innan þess sem fram kemur í kjarasamningi, er ekki við stefnanda að sakast í þeim efnum,“ segir í niðurstöðukafla eins dómanna sem eru að stórum hluta eins.
Skagafjörður Dómsmál Vinnumarkaður Tónlistarnám Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira