Friðarsúlan skín skærar Skúli Helgason skrifar 31. ágúst 2024 09:31 Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. Verkið hefur vakið athygli heima og erlendis á undanförnum áratugum en undanfarin misseri hefur geislinn verið að dofna og undirstöðurnar farið að láta á sjá. Það var því ljóst að ráðast þyrfti í endurbætur til að verkið myndi njóta sín til fulls og hafa tilætluð áhrif. Við í forystu menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs og sviðs höfum unnið að því undanfarið að ná samkomulagi við þá aðila sem stóðu að uppsetningu verksins á sínum tíma um að ráðast sameiginlega í endurbæturnar og fjármagna þær. Það hefur nú tekist og munu Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og sjóður á vegum Yoko Ono fjármagna verkefnið. Áætlað er að verkefnið muni kosta tæpar 33 milljónir króna. Framkvæmdirnar eru hafnar og gagna samkvæmt áætlun en miðað er við að ljúka þeim áður en Friðarsúlan verður tendruð á afmælisdegi Lennons 9. október. Búnaður var fluttur til landsins og út í Viðey í júlí og uppsetning á vegum ítölsku framleiðendanna sem komu að smíði og uppsetningu súlunnar í upphafi fór fram í ágúst. Búnaðurinn hefur verið prófaður og virkar vel en geisli Friðarsúlunnar verður prófaður og fínstilltur í lok september. Viðgerð á steinlögn er að hefjast og á að ljúka í byrjun október. Það er sérstakt ánægjuefni að orkuþörf verksins minnkar við endurbæturnar, viðhald verður auðveldara sem og stilling verksins fyrir tendrunartímabil hvers árs. Þörf áminning um friðarboðskap Eftir endurbæturnar mun Friðarsúlan lýsa bjartari og þéttari en fyrr. Hún mun því gegna enn betur hlutverki sínu sem sterkt kennileiti í borginni og þörf áminning um friðarboðskap í núverandi heimsmynd. Táknrænt mikilvægi Friðarsúlunnar hefur sjaldan verið meira en nú þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur geisað í hálft þriðja ár og saklaus börn og almennir borgarar hafa látið lífið í þúsundatali þar í landi og í Palestínu. Boðskapur Friðarsúlunnar á erindi við alla heimsbyggðina á óróatímum og Ísland getur gegnt mikilvægu hlutverki sem herlaus þjóð í alþjóðasamfélaginu, sem leggi áherslu á friðsamleg samskipti þjóða. Höfundur er formaður menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Borgarstjórn Viðey Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. Verkið hefur vakið athygli heima og erlendis á undanförnum áratugum en undanfarin misseri hefur geislinn verið að dofna og undirstöðurnar farið að láta á sjá. Það var því ljóst að ráðast þyrfti í endurbætur til að verkið myndi njóta sín til fulls og hafa tilætluð áhrif. Við í forystu menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs og sviðs höfum unnið að því undanfarið að ná samkomulagi við þá aðila sem stóðu að uppsetningu verksins á sínum tíma um að ráðast sameiginlega í endurbæturnar og fjármagna þær. Það hefur nú tekist og munu Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og sjóður á vegum Yoko Ono fjármagna verkefnið. Áætlað er að verkefnið muni kosta tæpar 33 milljónir króna. Framkvæmdirnar eru hafnar og gagna samkvæmt áætlun en miðað er við að ljúka þeim áður en Friðarsúlan verður tendruð á afmælisdegi Lennons 9. október. Búnaður var fluttur til landsins og út í Viðey í júlí og uppsetning á vegum ítölsku framleiðendanna sem komu að smíði og uppsetningu súlunnar í upphafi fór fram í ágúst. Búnaðurinn hefur verið prófaður og virkar vel en geisli Friðarsúlunnar verður prófaður og fínstilltur í lok september. Viðgerð á steinlögn er að hefjast og á að ljúka í byrjun október. Það er sérstakt ánægjuefni að orkuþörf verksins minnkar við endurbæturnar, viðhald verður auðveldara sem og stilling verksins fyrir tendrunartímabil hvers árs. Þörf áminning um friðarboðskap Eftir endurbæturnar mun Friðarsúlan lýsa bjartari og þéttari en fyrr. Hún mun því gegna enn betur hlutverki sínu sem sterkt kennileiti í borginni og þörf áminning um friðarboðskap í núverandi heimsmynd. Táknrænt mikilvægi Friðarsúlunnar hefur sjaldan verið meira en nú þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur geisað í hálft þriðja ár og saklaus börn og almennir borgarar hafa látið lífið í þúsundatali þar í landi og í Palestínu. Boðskapur Friðarsúlunnar á erindi við alla heimsbyggðina á óróatímum og Ísland getur gegnt mikilvægu hlutverki sem herlaus þjóð í alþjóðasamfélaginu, sem leggi áherslu á friðsamleg samskipti þjóða. Höfundur er formaður menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun