Vildarpunktarnir eru runnir út Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 2. september 2024 08:03 Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? Talað var um að opin umræða myndi eiga sér stað þar sem fundargestum gæfist færi á því að spyrja forystuna út í stöðu flokksins. Sú umræða hefur greinilega átt sér stað í lokuðu herbergi utan fundarins þar sem að eini maðurinn sem tók á móti spurningum var Óli Björn Kárason, fyrrverandi formaður þingflokksins. Það tengdist breytingartillögum vegna stjórnmálaályktunar. Ungir sjálfstæðismenn fengu ekki að taka til máls í pontu á fundinum en fengu þó klukkutíma pláss í beinni útsendingu á Youtube-rás flokksins. Sjálfur ætlaði ég að taka viðtal við sveitarstjórnarmenn um stöðu flokksins og hvaða breytingar þeir teldu að þyrfti að eiga sér stað til að endurheimta fylgi flokksins. Valhöll fékk sendar upplýsingar um umræðuefni og viðmælendur og ekki leið á löngu þar til að Valhöll hafði samband til baka og greindi frá því að að flokkurinn vildi ekki að staða flokksins yrði rædd út á við. Því þyrfti að taka fyrir annað umræðuefni. Þess í stað lagði starfsmaður Valhallar góðlátlega til að við myndum ræða fasteignamarkaðinn. Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi. Stórir flokkar með skýra hugsjón - eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem ég skráði mig í var - eiga ekki að óttast opinskáar umræður um hvað megi betur fara. Það var óþægileg spenna í loftinu þar sem að menn biðu örvæntingarfullir eftir því að sjá hver viðbrögð forystu flokksins yrðu við könnun Maskínu, þar sem að Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Formaður flokksins reyndi þó að bæta fyrir ábyrgðarleysið, sem borið hefur á undanfarin ár, með því að segja að staðan sé að mestu leyti honum sjálfum að kenna. Hann notaði einnig þá myndlíkingu að Sjálfstæðisflokkurinn væri eins og íþróttalið sem má ekki bara leggjast í jörðina og grenja, heldur verður hann að standa af sér strauminn og þétta raðirnar til að ná betri árangri. Ef líkja á Sjálfstæðisflokknum við íþróttalið þá myndu allir íþróttasérfræðingar landsins vera sammála mér í því að „liðið“ þarf hreinlega að skipta um þjálfara. Ef þjálfarinn er ekki tilbúinn að láta af störfum þá er eðlilegt fyrir aðdáendur að krefjast þess að hann skipti um leikplan eða að leikmönnum sé skipt út. Það þarf allavega mikið að gerast ef að liðið á að komast á verðlaunapall þegar að leiktíðinni er lokið. Ungir sjálfstæðismenn leigðu út skilti þar sem stóð „13,9% - Hvað er planið?“. Niðurstaða fundarins bendir til þess að planið sé að vonast eftir því að Bjarni verði vinsæll eða að syndakladdi flokksins þurrkist út þegar að Bjarni fer. Það er álíka bjartsýnt og að bíða eftir því að Sigmundur Davíð eldi hakkið sitt. Staðan er einfaldlega sú að vildarpunktarnir eru runnir út og við erum á leið í næsta flug. Ef eitthvað á að breytast fyrir kosningar þá þurfa sjálfstæðismenn að vera samstíga í því að hreinsa húsið þannig hægt sé að taka á móti nýjum gestum. Fyrsta skrefið við að leysa vandamál er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandamálið sem er fyrir hendi. Við getum ekki lengur lifað í búbblu Valhallar. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? Talað var um að opin umræða myndi eiga sér stað þar sem fundargestum gæfist færi á því að spyrja forystuna út í stöðu flokksins. Sú umræða hefur greinilega átt sér stað í lokuðu herbergi utan fundarins þar sem að eini maðurinn sem tók á móti spurningum var Óli Björn Kárason, fyrrverandi formaður þingflokksins. Það tengdist breytingartillögum vegna stjórnmálaályktunar. Ungir sjálfstæðismenn fengu ekki að taka til máls í pontu á fundinum en fengu þó klukkutíma pláss í beinni útsendingu á Youtube-rás flokksins. Sjálfur ætlaði ég að taka viðtal við sveitarstjórnarmenn um stöðu flokksins og hvaða breytingar þeir teldu að þyrfti að eiga sér stað til að endurheimta fylgi flokksins. Valhöll fékk sendar upplýsingar um umræðuefni og viðmælendur og ekki leið á löngu þar til að Valhöll hafði samband til baka og greindi frá því að að flokkurinn vildi ekki að staða flokksins yrði rædd út á við. Því þyrfti að taka fyrir annað umræðuefni. Þess í stað lagði starfsmaður Valhallar góðlátlega til að við myndum ræða fasteignamarkaðinn. Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi. Stórir flokkar með skýra hugsjón - eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem ég skráði mig í var - eiga ekki að óttast opinskáar umræður um hvað megi betur fara. Það var óþægileg spenna í loftinu þar sem að menn biðu örvæntingarfullir eftir því að sjá hver viðbrögð forystu flokksins yrðu við könnun Maskínu, þar sem að Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Formaður flokksins reyndi þó að bæta fyrir ábyrgðarleysið, sem borið hefur á undanfarin ár, með því að segja að staðan sé að mestu leyti honum sjálfum að kenna. Hann notaði einnig þá myndlíkingu að Sjálfstæðisflokkurinn væri eins og íþróttalið sem má ekki bara leggjast í jörðina og grenja, heldur verður hann að standa af sér strauminn og þétta raðirnar til að ná betri árangri. Ef líkja á Sjálfstæðisflokknum við íþróttalið þá myndu allir íþróttasérfræðingar landsins vera sammála mér í því að „liðið“ þarf hreinlega að skipta um þjálfara. Ef þjálfarinn er ekki tilbúinn að láta af störfum þá er eðlilegt fyrir aðdáendur að krefjast þess að hann skipti um leikplan eða að leikmönnum sé skipt út. Það þarf allavega mikið að gerast ef að liðið á að komast á verðlaunapall þegar að leiktíðinni er lokið. Ungir sjálfstæðismenn leigðu út skilti þar sem stóð „13,9% - Hvað er planið?“. Niðurstaða fundarins bendir til þess að planið sé að vonast eftir því að Bjarni verði vinsæll eða að syndakladdi flokksins þurrkist út þegar að Bjarni fer. Það er álíka bjartsýnt og að bíða eftir því að Sigmundur Davíð eldi hakkið sitt. Staðan er einfaldlega sú að vildarpunktarnir eru runnir út og við erum á leið í næsta flug. Ef eitthvað á að breytast fyrir kosningar þá þurfa sjálfstæðismenn að vera samstíga í því að hreinsa húsið þannig hægt sé að taka á móti nýjum gestum. Fyrsta skrefið við að leysa vandamál er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandamálið sem er fyrir hendi. Við getum ekki lengur lifað í búbblu Valhallar. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálstæðismanna.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun