Afneitun alkans Guðbrandur Einarsson skrifar 3. september 2024 11:30 Mér finnst ég oft geta heimfært afneitun alkóhólistans upp á íslenskt samfélag. Þá sérstaklega þegar rætt er um íslensku krónuna og hvort hún geti mögulega verið rót þeirra vandamála sem upp koma í íslensku samfélagi aftur og aftur. Ég þekki afneitun ágætlega eftir að hafa glímt við áfengisfíkn sjálfur fyrir áratugum síðan. Að leita réttlætingar er alkahólistanum svo tamt og það er ekki fyrr en að hann kastar henni fyrir róða að hann á einhvern möguleika á að öðlast bata. Við sem höfum verið í þessum sporum þekkjum vel þá tilfinningu að kenna helst öllu öðru um en okkur sjálfum eftir að hafa drukkið eða dópað of mikið. Vandamálið var aldrei áfengið eða maður sjálfur. Maður hafði bara drukkið aðeins og mikið, verið of þreyttur, svangur eða hreinlega illa fyrir kallaður af einhverjum ástæðum. Venjulega burðaðist maður svo með sektarkenndina fram eftir vikunni uns ný réttlæting fyrir því að fá sér í glas tók yfir. Aftur og aftur, helgi eftir helgi. Sem betur fer rann það upp fyrir mér eftir dúk og disk hvert vandamálið væri í raun og veru. Þá fyrst tókst mér að koma lífinu á réttan kjöl og ná jafnvægi. Segja skilið við áfengið og taka sjálfan mig í gegn. Þá fyrst gerðist eitthvað gott. Ég sé nákvæmlega sömu réttlætinguna - sömu afneitunina - þegar ég hugsa um stormasamt samband íslensks samfélags við krónuna. Hagstjórn í hundrað ár Vegna stöðunnar sem íslensk heimili glíma við í formi hárra vaxta hefur sú umræða orðið háværari að eðlilegt sé að gera samanburð á milli Íslands og þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við. Við sem norræn þjóð teljum eðlilegt að staða okkar hér sé sambærileg þeim sem búa á hinum Norðurlöndum. En er hún sambærileg? Vextir af húsnæðislánum spila auðvitað stórt hlutverk þegar slíkur samanburður er gerður, þar sem fjárfesting í húsnæði er stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu og vaxtakjörin skipta öllu máli. Þetta er hins vegar núverandi staða: Stýrivextir Verðbólga Ísland 9,25% 6,3% Noregur 4,5% 6,3% Svíþjóð 3,5% 1,7% Danmörk 3,35% 1,0% Finnland 3,0% 0,5% Íslendingar greiða þrefalda, jafnvel fjórfalda, vexti á við það sem íbúar á Norðurlöndum þurfa að greiða. Þannig hefur það verið allan þann tíma sem ég hef verið á vinnumarkaði og þurft að sjá fyrir mér sjálfur. Þeir sem tala fyrir kostum krónunnar halda því fram að aðeins þurfi að breyta hagstjórninni og þá verði þetta í lagi. Til þess þurfi bara alvöru stjórnmálamenn. Vissulega skiptir ábyrg hagstjórn máli en mér er til efs að allir þeir sem komið hafa að hagstjórn landsins síðastliðin hundrað ár hafi verið eintómir skussar. Hvað þá að stjórnmálamenn næstu hundrað ára nái meiri árangri en forverar þeirra án þess að ráðast að rót vandans. Þarna er afneitunin að tala. Hættum að berja hausnum við steininn. Eins og áfengissjúklingurinn sem sífellt leitar réttlætingar á vandamáli sem verður ekki leyst með sömu gömlu meðulunum. Hvað er planið? Nú ber svo við að ungir sjálfstæðismenn kalla eftir því að fá að sjá eitthvað plan. Hafa víst áhyggjur af því að fylgi flokksins sé orðið sambærilegt vaxtakjörum íslenskra heimila. En á meðan ungliðar í sjálfstæðisflokknum hafa áhyggjur af fylgisprósentu, hafa heimilin áhyggjur af vaxtaprósentu. Venjulegt fólk hefur verið að kalla eftir einhverju plani frá stjórnvöldum um árabil án þess að fá svo mikið sem vísi að svari. Það að fleiri óski svara nú mun ekki breyta neinu í þeim efnum á meðan stjórnvöld eru föst í afneitun. Heimilin taka á sig álögur í formi vaxtaokurs sem eingöngu viðgengst hér vegna þess að íslenskur efnahagur hvílir ekki á stöðugum og traustum grunni. Þessi sami grunnur veikist svo enn frekar með hverju árinu vegna flótta íslenskra fyrirtækja í annað og stöðugra vaxtaumhverfi. Samt er það alltaf niðurstaða stjórnvalda að krónan sé ekki vandamálið. Ekki frekar en áfengið. Allt er öðrum að kenna. Er til skammtímalausn? Við Íslendingar höfum lengi leitað leiða til þess að viðhalda hér stöðugleika, en mér sýnist fullreynt að sú leið finnist með séríslenskum aðferðum. Margir hafa gagnrýnt þá sem vilja taka upp annan gjaldmiðil á þann veg að það leysi ekki vanda þeirra sem nú glíma við erfiða stöðu. Ég get alveg tekið undir það, en framtíðin verður að nútíð og börnin okkar munu á endanum njóta þeirra breytinga sem við höfðum kjark til að ráðast í strax. Eins og alkinn sem á endanum horfir stíft í spegilinn þurfum við í sameiningu að taka okkur taki og ákveða að ráðast að rót vandans. Aðeins þannig munum við ná árangri. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Efnahagsmál Viðreisn Fjármál heimilisins Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Mér finnst ég oft geta heimfært afneitun alkóhólistans upp á íslenskt samfélag. Þá sérstaklega þegar rætt er um íslensku krónuna og hvort hún geti mögulega verið rót þeirra vandamála sem upp koma í íslensku samfélagi aftur og aftur. Ég þekki afneitun ágætlega eftir að hafa glímt við áfengisfíkn sjálfur fyrir áratugum síðan. Að leita réttlætingar er alkahólistanum svo tamt og það er ekki fyrr en að hann kastar henni fyrir róða að hann á einhvern möguleika á að öðlast bata. Við sem höfum verið í þessum sporum þekkjum vel þá tilfinningu að kenna helst öllu öðru um en okkur sjálfum eftir að hafa drukkið eða dópað of mikið. Vandamálið var aldrei áfengið eða maður sjálfur. Maður hafði bara drukkið aðeins og mikið, verið of þreyttur, svangur eða hreinlega illa fyrir kallaður af einhverjum ástæðum. Venjulega burðaðist maður svo með sektarkenndina fram eftir vikunni uns ný réttlæting fyrir því að fá sér í glas tók yfir. Aftur og aftur, helgi eftir helgi. Sem betur fer rann það upp fyrir mér eftir dúk og disk hvert vandamálið væri í raun og veru. Þá fyrst tókst mér að koma lífinu á réttan kjöl og ná jafnvægi. Segja skilið við áfengið og taka sjálfan mig í gegn. Þá fyrst gerðist eitthvað gott. Ég sé nákvæmlega sömu réttlætinguna - sömu afneitunina - þegar ég hugsa um stormasamt samband íslensks samfélags við krónuna. Hagstjórn í hundrað ár Vegna stöðunnar sem íslensk heimili glíma við í formi hárra vaxta hefur sú umræða orðið háværari að eðlilegt sé að gera samanburð á milli Íslands og þeirra landa sem við viljum helst bera okkur saman við. Við sem norræn þjóð teljum eðlilegt að staða okkar hér sé sambærileg þeim sem búa á hinum Norðurlöndum. En er hún sambærileg? Vextir af húsnæðislánum spila auðvitað stórt hlutverk þegar slíkur samanburður er gerður, þar sem fjárfesting í húsnæði er stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu og vaxtakjörin skipta öllu máli. Þetta er hins vegar núverandi staða: Stýrivextir Verðbólga Ísland 9,25% 6,3% Noregur 4,5% 6,3% Svíþjóð 3,5% 1,7% Danmörk 3,35% 1,0% Finnland 3,0% 0,5% Íslendingar greiða þrefalda, jafnvel fjórfalda, vexti á við það sem íbúar á Norðurlöndum þurfa að greiða. Þannig hefur það verið allan þann tíma sem ég hef verið á vinnumarkaði og þurft að sjá fyrir mér sjálfur. Þeir sem tala fyrir kostum krónunnar halda því fram að aðeins þurfi að breyta hagstjórninni og þá verði þetta í lagi. Til þess þurfi bara alvöru stjórnmálamenn. Vissulega skiptir ábyrg hagstjórn máli en mér er til efs að allir þeir sem komið hafa að hagstjórn landsins síðastliðin hundrað ár hafi verið eintómir skussar. Hvað þá að stjórnmálamenn næstu hundrað ára nái meiri árangri en forverar þeirra án þess að ráðast að rót vandans. Þarna er afneitunin að tala. Hættum að berja hausnum við steininn. Eins og áfengissjúklingurinn sem sífellt leitar réttlætingar á vandamáli sem verður ekki leyst með sömu gömlu meðulunum. Hvað er planið? Nú ber svo við að ungir sjálfstæðismenn kalla eftir því að fá að sjá eitthvað plan. Hafa víst áhyggjur af því að fylgi flokksins sé orðið sambærilegt vaxtakjörum íslenskra heimila. En á meðan ungliðar í sjálfstæðisflokknum hafa áhyggjur af fylgisprósentu, hafa heimilin áhyggjur af vaxtaprósentu. Venjulegt fólk hefur verið að kalla eftir einhverju plani frá stjórnvöldum um árabil án þess að fá svo mikið sem vísi að svari. Það að fleiri óski svara nú mun ekki breyta neinu í þeim efnum á meðan stjórnvöld eru föst í afneitun. Heimilin taka á sig álögur í formi vaxtaokurs sem eingöngu viðgengst hér vegna þess að íslenskur efnahagur hvílir ekki á stöðugum og traustum grunni. Þessi sami grunnur veikist svo enn frekar með hverju árinu vegna flótta íslenskra fyrirtækja í annað og stöðugra vaxtaumhverfi. Samt er það alltaf niðurstaða stjórnvalda að krónan sé ekki vandamálið. Ekki frekar en áfengið. Allt er öðrum að kenna. Er til skammtímalausn? Við Íslendingar höfum lengi leitað leiða til þess að viðhalda hér stöðugleika, en mér sýnist fullreynt að sú leið finnist með séríslenskum aðferðum. Margir hafa gagnrýnt þá sem vilja taka upp annan gjaldmiðil á þann veg að það leysi ekki vanda þeirra sem nú glíma við erfiða stöðu. Ég get alveg tekið undir það, en framtíðin verður að nútíð og börnin okkar munu á endanum njóta þeirra breytinga sem við höfðum kjark til að ráðast í strax. Eins og alkinn sem á endanum horfir stíft í spegilinn þurfum við í sameiningu að taka okkur taki og ákveða að ráðast að rót vandans. Aðeins þannig munum við ná árangri. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun