Á þriðja hundrað kíló tekin á landamærunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. september 2024 07:03 Umtalsvert magn ólöglegra fíkniefna er haldlagt á landamærum Íslands á ári hverju. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Ríflega 230 kíló, tæpir tíu lítrar og 40 þúsund töflur af ólöglegum fíkniefnum hafa verið haldlögð á landamærum Íslands það sem af er þessu ári. Alls hefur verið lagt hald á 21 tegund fíkniefna, þar á meðal rúmlega 22,5 kíló af kókaíni, yfir 140 kíló af marijúana og tæplega nítján þúsund töflur af MDMA. Í heildina er um að ræða nokkuð meira magn fíkniefna en haldlagt var á sama tímabili í fyrra, að undantöldum fíkniefnum í vökvaformi sem haldlögð voru í meira magni á síðasta ári. Þetta sýna gögn sem tollayfirvöld tóku saman fyrir fréttastofu yfir það magn fíkniefna sem haldlagt hefur verið það sem af er ári. Gröfin hér að neðan sýna magn fíkniefna sem tekið hefur verið á landamærum á tímabilinu 1. janúar til 23. ágúst á þessu ári, samanborið við sama tímabil í fyrra, en magn efnanna er mælt í ólíkum mælieiningum. Svipað mikið kókaín en meira af marijúana Fyrsta grafið hér að neðan sýnir magn efna sem haldlagt hefur verið sem mælt er í grömmum. Samtals hefur verið lagt hald á rúm 232 kíló af fjórtán tegundum fíkniefna í ár, samanborið við tæp 200 kíló af sextán gerðum efna í fyrra. Rétt er að taka fram að samtala haldlagðra fíkniefna og samanburður milli ára tekur ekki mið af mismunandi styrkleika efnanna. Líkt og grafið sýnir var margfalt meira magn af DMT haldlagt í fyrra, 22,57 kíló samanborið við 30 grömm í fyrra. Nokkuð svipað magn hefur verið haldlagt af amfetamíni, innan við 200 grömm bæði í ár og í fyrra og einnig nokkuð svipað magn af hassi eða 16 kíló í ár samanborið við 14 í fyrra. Lítil breyting hefur einnig verið milli ára hvað varðar haldlagt magn kókaíns. Athygli vekur að talsvert meira hefur verið haldlagt af marijúana í ár, 142 kíló, samanborið við tæp 104 kíló í fyrra. Í upptalningunni hér að ofan eru ekki tekin með inn í reikninginn þau rúmlega 157 kíló af hassi sem haldlögð voru úr skútu í Sandgerðishöfn í fyrra, en það mál er skráð sem samstarfsverkefni tollgæslu og lögreglu að því er segir í svörum tollgæsluyfirvalda Skattsins til fréttastofu. Meira af basa en minna af kannabisvökva Næsta mynd sýnir magn fíkniefna í vökvaformi sem haldlagt hefur verið á tímabilinu janúar til ágúst 2024 samanborið við sama tímabil í fyrra. Alls voru haldlagðir tæplega 12,6 lítrar af fíkniefnum í vökvaformi fyrstu átta mánuði ársins í fyrra en um 9,5 lítrar í ár. Líkt og myndin sýnir má merkja töluverðan mun milli ára. Í ár hefur verið lagt hald á mest magn af basa eða um 6,7 lítra, og kókaín í vökvaformi eða um 2,36 lítrar. Í fyrra var hins vegar lagt hald á meira magn kannabisvökva og ketamíns. Miklu fleiri pillur í ár en í fyrra Loks má að neðan sjá magn efna í töfluformi sem haldlagt hefur verið á landamærum fyrstu átta mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þar má glögglega sjá að margfalt meira magn MDMA hefur verið haldlagt í ár en í fyrra, hátt í 19 þúsund töflur samanborið við 239 töflur á sama tímabili í fyrra. Þá hefur einnig verið lagt hald á töluvert meira magn af fíknilyfjum í ár en í fyrra. Ekki liggur fyrir hvaða tegundir lyfja falla þar undir, en haldlögð hafa verið hátt í 18 þúsund stykki af fíknilyfjum í ár en aðeins rúmlega 10 þúsund stykki á sama tímabili í fyrra. Alls hafa verið haldlögð 39.667 stykki af ólöglegum efnum það sem af er árinu 2024 samanborið við 13.926 á sama tímabili í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Fíkniefnabrot Tollgæslan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þetta sýna gögn sem tollayfirvöld tóku saman fyrir fréttastofu yfir það magn fíkniefna sem haldlagt hefur verið það sem af er ári. Gröfin hér að neðan sýna magn fíkniefna sem tekið hefur verið á landamærum á tímabilinu 1. janúar til 23. ágúst á þessu ári, samanborið við sama tímabil í fyrra, en magn efnanna er mælt í ólíkum mælieiningum. Svipað mikið kókaín en meira af marijúana Fyrsta grafið hér að neðan sýnir magn efna sem haldlagt hefur verið sem mælt er í grömmum. Samtals hefur verið lagt hald á rúm 232 kíló af fjórtán tegundum fíkniefna í ár, samanborið við tæp 200 kíló af sextán gerðum efna í fyrra. Rétt er að taka fram að samtala haldlagðra fíkniefna og samanburður milli ára tekur ekki mið af mismunandi styrkleika efnanna. Líkt og grafið sýnir var margfalt meira magn af DMT haldlagt í fyrra, 22,57 kíló samanborið við 30 grömm í fyrra. Nokkuð svipað magn hefur verið haldlagt af amfetamíni, innan við 200 grömm bæði í ár og í fyrra og einnig nokkuð svipað magn af hassi eða 16 kíló í ár samanborið við 14 í fyrra. Lítil breyting hefur einnig verið milli ára hvað varðar haldlagt magn kókaíns. Athygli vekur að talsvert meira hefur verið haldlagt af marijúana í ár, 142 kíló, samanborið við tæp 104 kíló í fyrra. Í upptalningunni hér að ofan eru ekki tekin með inn í reikninginn þau rúmlega 157 kíló af hassi sem haldlögð voru úr skútu í Sandgerðishöfn í fyrra, en það mál er skráð sem samstarfsverkefni tollgæslu og lögreglu að því er segir í svörum tollgæsluyfirvalda Skattsins til fréttastofu. Meira af basa en minna af kannabisvökva Næsta mynd sýnir magn fíkniefna í vökvaformi sem haldlagt hefur verið á tímabilinu janúar til ágúst 2024 samanborið við sama tímabil í fyrra. Alls voru haldlagðir tæplega 12,6 lítrar af fíkniefnum í vökvaformi fyrstu átta mánuði ársins í fyrra en um 9,5 lítrar í ár. Líkt og myndin sýnir má merkja töluverðan mun milli ára. Í ár hefur verið lagt hald á mest magn af basa eða um 6,7 lítra, og kókaín í vökvaformi eða um 2,36 lítrar. Í fyrra var hins vegar lagt hald á meira magn kannabisvökva og ketamíns. Miklu fleiri pillur í ár en í fyrra Loks má að neðan sjá magn efna í töfluformi sem haldlagt hefur verið á landamærum fyrstu átta mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þar má glögglega sjá að margfalt meira magn MDMA hefur verið haldlagt í ár en í fyrra, hátt í 19 þúsund töflur samanborið við 239 töflur á sama tímabili í fyrra. Þá hefur einnig verið lagt hald á töluvert meira magn af fíknilyfjum í ár en í fyrra. Ekki liggur fyrir hvaða tegundir lyfja falla þar undir, en haldlögð hafa verið hátt í 18 þúsund stykki af fíknilyfjum í ár en aðeins rúmlega 10 þúsund stykki á sama tímabili í fyrra. Alls hafa verið haldlögð 39.667 stykki af ólöglegum efnum það sem af er árinu 2024 samanborið við 13.926 á sama tímabili í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Tollgæslan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira