Leikmaður Viking kominn í leitirnar eða var hann aldrei týndur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 17:45 Djibril Diop á æfingu með Viking á meðan allt lék í lyndi hjá senegalska miðverðinum. @viking_fk Djibril Diop er fundinn og félagið hans Viking segir meira segja að hann hafi aldrei verið týndur. Staðarblaðið Stavanger Aftenblad sló því upp í dag að leikmaðurinn væri týndur en samkvæmt íþróttastjóra Víkings þá er engin dramatík í kringum þennan 25 ára varnarmann. Blaðamaður Stavanger Aftenblad spurði umræddan íþróttastjóra, sem heitir Erik Nevland, hvar Djibril Diop væri þegar hann sá leikmanninn ekki á æfingu hjá Viking. „Góð spurning. Við höfum ekki náð sambandi við hann,“ sagði Nevland þá við staðarblaðið. Stavanger Aftenblad gerði í kjölfarið frétt um að leikmaður Víkings væri hreinlega týndur. NRK segir frá. Eftir að þetta varð að fjölmiðlamáli í Noregi þá steig Nevland fram og útskýrði stöðuna betur. „Hann er kominn til baka núna. Ég hef ekki talað við hann af því að ég var á fundi. Hann var ekkert týndur. Það var engin dramatík í gangi hér. Við vissum hvar hann var. Hann mun hrista af sér vonbrigðin og ég býst við því að hann verði fljótt tilbúinn,“ sagði Nevland við TV2. Djibril Diop var ekki í hóp um helgina og var þar á undan ónotaður varamaður í fjórum leikjum í röð. Diop var byrjunarliðsmaður framan af tímabili en missti síðan stöðu sína í liðinu. Hann var síðan orðaður við lið í Frakklandi en ekkert varð af þeim skiptum. Það voru mikil vonbrigði fyrir Senegalann og eflaust aðalástæðan fyrir fjarveru hans. Aftenbladet: Overgang gikk i vasken – Viking får ikke tak i egen spiller https://t.co/evrop4FOwY— VG Sporten (@vgsporten) September 3, 2024 Norski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Staðarblaðið Stavanger Aftenblad sló því upp í dag að leikmaðurinn væri týndur en samkvæmt íþróttastjóra Víkings þá er engin dramatík í kringum þennan 25 ára varnarmann. Blaðamaður Stavanger Aftenblad spurði umræddan íþróttastjóra, sem heitir Erik Nevland, hvar Djibril Diop væri þegar hann sá leikmanninn ekki á æfingu hjá Viking. „Góð spurning. Við höfum ekki náð sambandi við hann,“ sagði Nevland þá við staðarblaðið. Stavanger Aftenblad gerði í kjölfarið frétt um að leikmaður Víkings væri hreinlega týndur. NRK segir frá. Eftir að þetta varð að fjölmiðlamáli í Noregi þá steig Nevland fram og útskýrði stöðuna betur. „Hann er kominn til baka núna. Ég hef ekki talað við hann af því að ég var á fundi. Hann var ekkert týndur. Það var engin dramatík í gangi hér. Við vissum hvar hann var. Hann mun hrista af sér vonbrigðin og ég býst við því að hann verði fljótt tilbúinn,“ sagði Nevland við TV2. Djibril Diop var ekki í hóp um helgina og var þar á undan ónotaður varamaður í fjórum leikjum í röð. Diop var byrjunarliðsmaður framan af tímabili en missti síðan stöðu sína í liðinu. Hann var síðan orðaður við lið í Frakklandi en ekkert varð af þeim skiptum. Það voru mikil vonbrigði fyrir Senegalann og eflaust aðalástæðan fyrir fjarveru hans. Aftenbladet: Overgang gikk i vasken – Viking får ikke tak i egen spiller https://t.co/evrop4FOwY— VG Sporten (@vgsporten) September 3, 2024
Norski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira