Fær tíu milljónir á dag í útborguð laun Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 09:01 Ivan Toney er mættur til Sádi-Arabíu og líklegur til að raða inn mörkum þar. Getty/Yasser Bakhsh Peningar gætu hafa haft eitthvað með það að gera að hinn 28 ára gamli framherji Ivan Toney skyldi ganga til liðs við Al-Ahli í Sádi-Arabíu. Þar fær hann að minnsta kosti svimandi há laun. The Telegraph greinir frá því að Toney, sem var seldur frá Brentford fyrir 40 milljónir punda, fái 400.000 pund á viku í laun. Það jafngildir rúmlega 70 milljónum króna, eða 10 milljónum á dag. Þar að auki er enginn tekjuskattur í Sádi-Arabíu og því er um útborguð laun að ræða. He’s here! 📍🤩Welcome, Ivan Toney! pic.twitter.com/aBR1GBEAt2— Al-Ahli Saudi Club (@ALAHLI_FCEN) September 1, 2024 Ekki nóg með það heldur fara laun Toney hækkandi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, og hann gæti því fengið 500.000 pund á viku eða rúmar 90 milljónir króna, sem gerir 12,9 milljónir á dag eða meira en hálfa milljón króna á hverjum einasta klukkutíma, líka þegar hann sefur. Ivan Toney has already got himself a new chant at Al Ahli in Saudi Arabia… pic.twitter.com/uHWmr3H9rG— george (@StokeyyG2) September 3, 2024 Toney fer til Al-Ahli á þeim aldri sem að fótboltamenn eru oft við það að ná toppnum á sínum ferli. Hann var í enska landsliðshópnum á EM í sumar og kom þrisvar inn á sem varamaður, þar á meðal í úrslitaleiknum gegn Spáni. Toney skoraði grimmt fyrir Brentford og var til að mynda með 20 mörk tímabilið 2022-23, og skoraði svo fjögur mörk í fyrstu fimm leikjunum eftir að hafa snúið aftur úr átta mánaða banni fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Hann lék ekkert með Brentford í fyrstu leikjum yfirstandandi tímabils, á meðan að óvissa ríkti um framtíð hans, og var heldur ekki valinn í landsliðshóp Lee Carsley fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
The Telegraph greinir frá því að Toney, sem var seldur frá Brentford fyrir 40 milljónir punda, fái 400.000 pund á viku í laun. Það jafngildir rúmlega 70 milljónum króna, eða 10 milljónum á dag. Þar að auki er enginn tekjuskattur í Sádi-Arabíu og því er um útborguð laun að ræða. He’s here! 📍🤩Welcome, Ivan Toney! pic.twitter.com/aBR1GBEAt2— Al-Ahli Saudi Club (@ALAHLI_FCEN) September 1, 2024 Ekki nóg með það heldur fara laun Toney hækkandi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, og hann gæti því fengið 500.000 pund á viku eða rúmar 90 milljónir króna, sem gerir 12,9 milljónir á dag eða meira en hálfa milljón króna á hverjum einasta klukkutíma, líka þegar hann sefur. Ivan Toney has already got himself a new chant at Al Ahli in Saudi Arabia… pic.twitter.com/uHWmr3H9rG— george (@StokeyyG2) September 3, 2024 Toney fer til Al-Ahli á þeim aldri sem að fótboltamenn eru oft við það að ná toppnum á sínum ferli. Hann var í enska landsliðshópnum á EM í sumar og kom þrisvar inn á sem varamaður, þar á meðal í úrslitaleiknum gegn Spáni. Toney skoraði grimmt fyrir Brentford og var til að mynda með 20 mörk tímabilið 2022-23, og skoraði svo fjögur mörk í fyrstu fimm leikjunum eftir að hafa snúið aftur úr átta mánaða banni fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Hann lék ekkert með Brentford í fyrstu leikjum yfirstandandi tímabils, á meðan að óvissa ríkti um framtíð hans, og var heldur ekki valinn í landsliðshóp Lee Carsley fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira