Íslenskum kylfingum fjölgaði um tvö þúsund Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 10:31 Kylfingum fjölgar á öllum aldursbilum. [email protected] Kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en nú og fjölgaði þeim um 2.000 frá síðasta ári, samkvæmt nýjustu tölum golfklúbbanna. Þetta kemur fram á golf.is þar sem segir að um 9% fjölgun kylfinga sé að ræða. Golfsambandið hefur spáð fyrir um 2% fjölgun og því ljóst að fjölgunin er framar björtustu vonum. Þann 1. júlí síðastliðinn voru alls 26.349 félagsmenn skráðir í golfklúbba á Íslandi. Árið 2019 voru skráðir kylfingar um 17.900 talsins, og hefur þeim því fjölgað um 47% á aðeins fimm árum. Árið 2000 voru um 8.500 skráðir félagsmenn í golfklúbbum landsins. Ungum kylfingum er sömuleiðis að fjölga því 11% fleiri kylfingar á aldrinum 15 ára og yngri eru nú skráðir í golfklúbba, miðað við í fyrra, 16% fleiri í hópi 16-19 ára og 20% fleiri í hópi 20-29 ára. Kylfingum fjölgaði minnst á aldursbilinu 40-49 ára en þó um 4%, og í hópi 80 ára og eldri fjölgaði kylfingum um 14%. Yfir sex þúsund kylfingar undir þrítugu Fjölmennasti aldursflokkur kylfinga er á aldrinum 60-69 ára eða 5.339 manns, og næstfjölmennasti hópurinn er á aldrinum 50-59 ára eða 5.182 manns. Alls 6.061 kylfingur er yngri en 30 ára en voru 5.249 í fyrra. Golfsamband Íslands er næstfjölmennasta íþróttasambandið innan ÍSÍ en Knattspyrnusambandið er fjölmennast með um 29.000 iðkendur. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þetta kemur fram á golf.is þar sem segir að um 9% fjölgun kylfinga sé að ræða. Golfsambandið hefur spáð fyrir um 2% fjölgun og því ljóst að fjölgunin er framar björtustu vonum. Þann 1. júlí síðastliðinn voru alls 26.349 félagsmenn skráðir í golfklúbba á Íslandi. Árið 2019 voru skráðir kylfingar um 17.900 talsins, og hefur þeim því fjölgað um 47% á aðeins fimm árum. Árið 2000 voru um 8.500 skráðir félagsmenn í golfklúbbum landsins. Ungum kylfingum er sömuleiðis að fjölga því 11% fleiri kylfingar á aldrinum 15 ára og yngri eru nú skráðir í golfklúbba, miðað við í fyrra, 16% fleiri í hópi 16-19 ára og 20% fleiri í hópi 20-29 ára. Kylfingum fjölgaði minnst á aldursbilinu 40-49 ára en þó um 4%, og í hópi 80 ára og eldri fjölgaði kylfingum um 14%. Yfir sex þúsund kylfingar undir þrítugu Fjölmennasti aldursflokkur kylfinga er á aldrinum 60-69 ára eða 5.339 manns, og næstfjölmennasti hópurinn er á aldrinum 50-59 ára eða 5.182 manns. Alls 6.061 kylfingur er yngri en 30 ára en voru 5.249 í fyrra. Golfsamband Íslands er næstfjölmennasta íþróttasambandið innan ÍSÍ en Knattspyrnusambandið er fjölmennast með um 29.000 iðkendur.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira