Átta réðust á einn og höfðu af honum gleraugun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2024 06:24 Lögregla sinnti fjölbreyttum verkefnum á vaktinni í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti meðal annars fimm útköllum vegna líkamsárása á vaktinni i gærkvöldi og nótt og þremur vegna heimilisofbeldis. Ekki er gerð grein fyrir öllum málunum í tilkynningu lögreglu yfir verkefni næturinnar og sérstaklega tekið fram að lögregla veiti ekki upplýsingar um sérstaklega viðkvæm mál á þessu stigi. Hins vegar eru nokkur mál rakin, meðal annars útkall sem barst vegna manns sem hafði slegið annan mann í andlitið með golfkylfu, nánar tiltekið 5-tré. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu og kylfan haldlögð. Árásarþoli hlaut minniháttar áverka á andliti en sagðist ekki nenna að fara á slysadeild. Lögregla var einnig kölluð til vegna ógnandi manns í bílakjallara en sá reyndist hafa brotið framrúðu í bifreið og rænt fjármunum af tilkynnanda með því að hóta honum barsmíðum með flösku. Maðurinn var handtekinn og á honum fundust ætluð fíkniefni og ætlað þýfi. Annar maður sem tók þátt í ráninu og hafði í hótunum með eggvopni var farinn þegar lögreglu bar að og hefur ekki fundist. Lögregla sinnti einnig útkalli þar sem aðstoðar var óskað vegna ráns en þar voru átta sagðir hafa ráðist að einum og tekið af honum gleraugun. Árásarþoli sagði mennina hafa kýlt sig í höfuðið, dregið sig niður í jörðina og sparkað í hnakka og bak. Flestir sem komu að málum eru óþekktir og allir eru ófundnir. Málið er í rannsókn. Ein eftirför var farin í gær þegar ökumaður freistaði þess að komast undan lögreglu. Stöðvaði hann loks bifreið sína en hljóp í burtu í gegnum garða við íbúðarhús. Lögreglumenn náðu manninum og yfirbuguðu . Hann reyndist ölvaður og undir áhrifum kókaíns og þá fundust fíkniefni í bifreiðinni. Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ekki er gerð grein fyrir öllum málunum í tilkynningu lögreglu yfir verkefni næturinnar og sérstaklega tekið fram að lögregla veiti ekki upplýsingar um sérstaklega viðkvæm mál á þessu stigi. Hins vegar eru nokkur mál rakin, meðal annars útkall sem barst vegna manns sem hafði slegið annan mann í andlitið með golfkylfu, nánar tiltekið 5-tré. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu og kylfan haldlögð. Árásarþoli hlaut minniháttar áverka á andliti en sagðist ekki nenna að fara á slysadeild. Lögregla var einnig kölluð til vegna ógnandi manns í bílakjallara en sá reyndist hafa brotið framrúðu í bifreið og rænt fjármunum af tilkynnanda með því að hóta honum barsmíðum með flösku. Maðurinn var handtekinn og á honum fundust ætluð fíkniefni og ætlað þýfi. Annar maður sem tók þátt í ráninu og hafði í hótunum með eggvopni var farinn þegar lögreglu bar að og hefur ekki fundist. Lögregla sinnti einnig útkalli þar sem aðstoðar var óskað vegna ráns en þar voru átta sagðir hafa ráðist að einum og tekið af honum gleraugun. Árásarþoli sagði mennina hafa kýlt sig í höfuðið, dregið sig niður í jörðina og sparkað í hnakka og bak. Flestir sem komu að málum eru óþekktir og allir eru ófundnir. Málið er í rannsókn. Ein eftirför var farin í gær þegar ökumaður freistaði þess að komast undan lögreglu. Stöðvaði hann loks bifreið sína en hljóp í burtu í gegnum garða við íbúðarhús. Lögreglumenn náðu manninum og yfirbuguðu . Hann reyndist ölvaður og undir áhrifum kókaíns og þá fundust fíkniefni í bifreiðinni.
Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira