Kristall Máni bætti markamet U-21 árs landsliðsins: „Fagna þessu og svo held ég bara áfram“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2024 09:30 Kristall Máni var allt í öllu þegar íslensku drengirnir pökkuðu Dönum saman. Vísir/Anton Brink Kristall Máni Ingason er nú markahæsti leikmaður íslenska U-21 árs landsliðs karla í knattspyrnu frá upphafi. Hann skaust á toppinn með magnaðri þrennu gegn Danmörku á föstudag. Kristall Máni og Emil Atlason voru á toppi listans yfir markahæstu menn liðsins frá upphafi með átta mörk fyrir leikinn gegn Dönum í Víkinni. Kristall Máni gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í ótrúlegum 4-2 sigri og er nú kominn með 11 mörk í aðeins 18 leikjum fyrir U-21 árs landsliðið. Fyrsta mark Kristals Mána gegn Dönum var jöfnunarmark Íslands en hann hirti þá boltann af Oscar Fraulo, miðjumanni Utrecht í Hollandi, og lyfti honum svo snyrtilega framhjá Filip Jörgensen, markverði Chelsea, sem stóð vaktina í marki Danmerkur. Annað markið kom af vítapunktinum þegar Kristall Máni kom Íslandi yfir á 73. mínútu og hann fullkomnaði þrennuna aðeins tveimur mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir föstu skoti Andra Fannars Baldurssonar sem Jörgensen hélt ekki í marki gestanna. Kristall Máni var spurður út í metið að leik loknum. Í viðtali sínu við Vísi sagði hann: „Hún er bara ágæt. Maður er náttúrulega búinn að vera í þessu liði lengi og stefnir auðvitað á það að fara í A-landsliðið sem fyrst. Ég fagna þessu og svo held ég bara áfram.“ Kristall Máni getur bætt enn frekar við mörkin 11 í þegar U-21 mætir Wales á þriðjudaginn kemur. Á eftir honum á listanum eru Emil með 8 mörk og svo þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Sveinn Aron Guðjohnsen með 7 mörk hvor. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Kristall Máni og Emil Atlason voru á toppi listans yfir markahæstu menn liðsins frá upphafi með átta mörk fyrir leikinn gegn Dönum í Víkinni. Kristall Máni gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í ótrúlegum 4-2 sigri og er nú kominn með 11 mörk í aðeins 18 leikjum fyrir U-21 árs landsliðið. Fyrsta mark Kristals Mána gegn Dönum var jöfnunarmark Íslands en hann hirti þá boltann af Oscar Fraulo, miðjumanni Utrecht í Hollandi, og lyfti honum svo snyrtilega framhjá Filip Jörgensen, markverði Chelsea, sem stóð vaktina í marki Danmerkur. Annað markið kom af vítapunktinum þegar Kristall Máni kom Íslandi yfir á 73. mínútu og hann fullkomnaði þrennuna aðeins tveimur mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir föstu skoti Andra Fannars Baldurssonar sem Jörgensen hélt ekki í marki gestanna. Kristall Máni var spurður út í metið að leik loknum. Í viðtali sínu við Vísi sagði hann: „Hún er bara ágæt. Maður er náttúrulega búinn að vera í þessu liði lengi og stefnir auðvitað á það að fara í A-landsliðið sem fyrst. Ég fagna þessu og svo held ég bara áfram.“ Kristall Máni getur bætt enn frekar við mörkin 11 í þegar U-21 mætir Wales á þriðjudaginn kemur. Á eftir honum á listanum eru Emil með 8 mörk og svo þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Sveinn Aron Guðjohnsen með 7 mörk hvor.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira