Zirkzee með mark í frumraun og Þjóðverjar magnaðir Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 20:44 Jamal Musiala fagnar marki gegn Ungverjum í kvöld en hann átti stóran þátt í risasigri Þjóðverja. Getty/Bernd Thissen Þjóðverjar hófu nýja leiktíð í Þjóðadeildinni á stórsigri, 5-0, gegn Ungverjalandi í kvöld á meðan að Holland vann Bosníu 4-2 í sama riðli, í A-deildinni. Niclas Füllkrug, nú framherji West Ham, kom Þýskalandi yfir gegn Ungverjum á 27. mínútu, eftir góða sókn og stutta sendingu frá Jamal Musiala. Musiala skoraði svo sjálfur annað markið eftir að hann slapp einn gegn markverði. Musiala þurfti reyndar að taka langan sprett og fékk á endanum varnarmenn í sig en náði þó að skora, á 57. mínútu. Florian Wirtz bætti svo við þriðja markinu á 66. mínútu, eftir aðra stoðsendingu Musiala, og gerði út um leikinn. Hinn tvítugi Aleksandar Pavlovic gerði fjórða mark Þjóðverja, í sínum fyrsta mótsleik fyrir þýska landsliðið. Þjóðverjar voru mikið betri og til að mynda átti Kai Havertz tvær frábærar tilraunir, skalla og skot, í þverslá og niður en í hvorugt skiptið fór boltinn inn fyrir línuna. Hann skoraði hins vegar fimmta mark leiksins úr vítaspyrnu sem hann náði í sjálfur, tíu mínútum fyrir leikslok. Joshua Zirkzee fagnar sínu fyrsta marki fyrir hollenska landsliðið, gegn Bosníu í kvöld.Getty/Angelo Blankespoor Joshua Zirkzee, framherji Manchester United, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Hollands þegar liðið mætti Bosníu í Eindhoven og var aðeins tólf mínútur að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ermedin Demirovic jafnaði fyrir Bosníu en Tijjani Reijnders, miðjumaður AC Milan, kom Hollandi yfir á nýjan leik rétt fyrir hálfleik. Liverpool-maðurinn Cody Gakpo skoraði svo þriðja mark Hollands snemma í seinni hálfleik en hinn 38 ára gamli Edin Dzeko kom Bosníu aftur inn í leikinn með marki á 73. mínútu. Það dugði þó ekki til og þeir Wout Weghorst og Xavi Simons innsigluðu sigur Hollendinga með mörkum í lokin. Heimir glímir við heita Grikki Í B-deildinni unnu næstu andstæðingar Heimis Hallgrímssonar og írska landsliðsins, Grikkir, öruggan 3-0 sigur gegn Finnum. Írland og Grikkland mætast á þriðjudagskvöld og þá mæta Finnar liði Englands, sem vann Íra 2-0 í kvöld. Georgía vann 4-1 gegn Tékklandi og Albanía hafði betur gegn Úkraínu, 2-1, í riðli 1 í B-deildinni. Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. 7. september 2024 16:13 Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. 7. september 2024 15:31 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira
Niclas Füllkrug, nú framherji West Ham, kom Þýskalandi yfir gegn Ungverjum á 27. mínútu, eftir góða sókn og stutta sendingu frá Jamal Musiala. Musiala skoraði svo sjálfur annað markið eftir að hann slapp einn gegn markverði. Musiala þurfti reyndar að taka langan sprett og fékk á endanum varnarmenn í sig en náði þó að skora, á 57. mínútu. Florian Wirtz bætti svo við þriðja markinu á 66. mínútu, eftir aðra stoðsendingu Musiala, og gerði út um leikinn. Hinn tvítugi Aleksandar Pavlovic gerði fjórða mark Þjóðverja, í sínum fyrsta mótsleik fyrir þýska landsliðið. Þjóðverjar voru mikið betri og til að mynda átti Kai Havertz tvær frábærar tilraunir, skalla og skot, í þverslá og niður en í hvorugt skiptið fór boltinn inn fyrir línuna. Hann skoraði hins vegar fimmta mark leiksins úr vítaspyrnu sem hann náði í sjálfur, tíu mínútum fyrir leikslok. Joshua Zirkzee fagnar sínu fyrsta marki fyrir hollenska landsliðið, gegn Bosníu í kvöld.Getty/Angelo Blankespoor Joshua Zirkzee, framherji Manchester United, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Hollands þegar liðið mætti Bosníu í Eindhoven og var aðeins tólf mínútur að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Ermedin Demirovic jafnaði fyrir Bosníu en Tijjani Reijnders, miðjumaður AC Milan, kom Hollandi yfir á nýjan leik rétt fyrir hálfleik. Liverpool-maðurinn Cody Gakpo skoraði svo þriðja mark Hollands snemma í seinni hálfleik en hinn 38 ára gamli Edin Dzeko kom Bosníu aftur inn í leikinn með marki á 73. mínútu. Það dugði þó ekki til og þeir Wout Weghorst og Xavi Simons innsigluðu sigur Hollendinga með mörkum í lokin. Heimir glímir við heita Grikki Í B-deildinni unnu næstu andstæðingar Heimis Hallgrímssonar og írska landsliðsins, Grikkir, öruggan 3-0 sigur gegn Finnum. Írland og Grikkland mætast á þriðjudagskvöld og þá mæta Finnar liði Englands, sem vann Íra 2-0 í kvöld. Georgía vann 4-1 gegn Tékklandi og Albanía hafði betur gegn Úkraínu, 2-1, í riðli 1 í B-deildinni.
Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. 7. september 2024 16:13 Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. 7. september 2024 15:31 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira
Gömlu Írarnir léku Heimi grátt Heimir Hallgrímsson varð að sætta sig við 2-0 tap gegn Englandi, silfurliði EM, í fyrsta leiknum sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta í dag. 7. september 2024 16:13
Færeyjar byrja Þjóðadeildina á sterku stigi Frændur vorir frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu. 7. september 2024 15:31