Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 15:03 Frá leik Breiðabliks og Þór/KA í Bestu deildinni í sumar Vísir/Pawel Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs FHL í fótbolta, segir það ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta að ekki skuli vera sami fjöldi liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kollegi hans í kvennaboltanum er sammála og segir það algjöran skandal að það séu aðeins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna. Björgvin Karl, þjálfari FHL og Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, voru gestir í nýkasta þætti Bestu markanna á Stöð 2 Sport á laugardaginn síðastliðinn. Báðir stýrðu þeir liðum sínum upp úr Lengjudeildinni og mæta því til leiks í Bestu deild kvenna á næsta tímabili. Mergur málsins. Rót umræðnanna sem sköpuðust í Bestu mörkunum, sem eru í umsjón Helenu Ólafsdóttur og Mistar Eiríksdóttur, felst í misræminu í fjölda liða í Bestu deildum karla og kvenna. Á meðan að tólf lið skipa Bestu deild karla eru aðeins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna. Helena spurði þá Björgvin og Óskar Smára að því hvort þeir væru hlynntir því að liðum yrði fjölgað í Bestu deild kvenna. „Ég er búinn að vera talsmaður þess mjög lengi,“ svaraði Björgvin Karl. „Það er ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta að það skuli ekki vera sama fyrirkomulag karla og kvenna megin. Það hefur verið einhver hópur, á vegum KSÍ hreinlega, sem vill frekar fækka liðum og á sama tíma búa til sterkari lið. Ég vil fjölga liðunum í Bestu deild kvenna, þannig að það sé jafnrétti í Bestu deildinni. Því það er alveg ömurlegt að sjá dæmi um lið sem þarf að leika í neðri hluta deildarinnar, eftir skiptinguna í kjölfar hinnar hefðbundnu deildarkeppni, og fær aðeins þrjá leiki. Fjölgum í deildinni sem fyrst. Helst á morgun. Óskar Smári, þjálfari Fram, tók undir með kollega sínum. „Að það séu tíu lið í þessari deild er bara algjör skandall. Það eiga að vera tólf lið í þessari deild. Við eigum að fá fleiri leiki. Við værum betri í fótbolta á landsvísu með því að vera með tólf lið í deildinni.“ Umræðuna, sem myndaðist um fjölgun liða í Bestu deild kvenna, í Bestu mörkunum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: „Bara algjör skandall“ Besta deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Björgvin Karl, þjálfari FHL og Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, voru gestir í nýkasta þætti Bestu markanna á Stöð 2 Sport á laugardaginn síðastliðinn. Báðir stýrðu þeir liðum sínum upp úr Lengjudeildinni og mæta því til leiks í Bestu deild kvenna á næsta tímabili. Mergur málsins. Rót umræðnanna sem sköpuðust í Bestu mörkunum, sem eru í umsjón Helenu Ólafsdóttur og Mistar Eiríksdóttur, felst í misræminu í fjölda liða í Bestu deildum karla og kvenna. Á meðan að tólf lið skipa Bestu deild karla eru aðeins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna. Helena spurði þá Björgvin og Óskar Smára að því hvort þeir væru hlynntir því að liðum yrði fjölgað í Bestu deild kvenna. „Ég er búinn að vera talsmaður þess mjög lengi,“ svaraði Björgvin Karl. „Það er ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta að það skuli ekki vera sama fyrirkomulag karla og kvenna megin. Það hefur verið einhver hópur, á vegum KSÍ hreinlega, sem vill frekar fækka liðum og á sama tíma búa til sterkari lið. Ég vil fjölga liðunum í Bestu deild kvenna, þannig að það sé jafnrétti í Bestu deildinni. Því það er alveg ömurlegt að sjá dæmi um lið sem þarf að leika í neðri hluta deildarinnar, eftir skiptinguna í kjölfar hinnar hefðbundnu deildarkeppni, og fær aðeins þrjá leiki. Fjölgum í deildinni sem fyrst. Helst á morgun. Óskar Smári, þjálfari Fram, tók undir með kollega sínum. „Að það séu tíu lið í þessari deild er bara algjör skandall. Það eiga að vera tólf lið í þessari deild. Við eigum að fá fleiri leiki. Við værum betri í fótbolta á landsvísu með því að vera með tólf lið í deildinni.“ Umræðuna, sem myndaðist um fjölgun liða í Bestu deild kvenna, í Bestu mörkunum má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: „Bara algjör skandall“
Besta deild kvenna Íslenski boltinn KSÍ Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira