Aðgerðir fyrir heimilin strax! Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 9. september 2024 20:38 Nóbelsverðlaunahafinn Daniel Kahneman hefur bent á að meginábyrgð samfélaga sé að draga úr þjáningu. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda sé því að auka velferð. Með þetta að meginmarkmiði verður forgangsröðun stjórnvalda hverju sinni skýr. Þrálát verðbólga og háir vextir hafa hafa dregið úr kaupmætti fólks og haft alvarleg áhrif á fjölda heimila vegna síhækkandi húsnæðiskostnaðar og verðs á nauðsynjavörum. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð. Auk þess eru verðbólguvæntingar heimila, fyrirtækja og markaðsaðila áfram háar sem endurspeglar að tiltrú þeirra á getu stjórnvalda til að bæta úr því er lítil. Stjórnvöld verða að standa við loforð um uppbyggingu húsnæðis en hækkandi húsnæðisverð og kostnaður er ein meginástæða verðbólgunnar. Stjórnvöld verða líka að beina sjónum sínum að fyrirtækjunum sem ákveða verðlag og tryggja öflugt samkeppniseftirlit til að vega upp á móti þeirri fákeppni sem við búum við. Meirihluti launafólks hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika með gerð hóflegra kjarasamninga. Fjármagnseigendur og stóreignafólk hafa hins vegar ekkert lagt til. Hækka verður fjármagnstekjuskatt og veita sveitarfélögum hlutdeild í tekjunum, setja verður á sérstakt skattþrep fyrir allra hæstu tekjurnar og stóreignaskatt á hreina eign þeirra allra ríkustu. Og síðast en ekki síst þarf að tryggja að þjóðin fái réttmætan hlut í arðinum sem hlýst af nýtingu auðlindanna. Útsalan á sameiginlegum auðlindum okkar er óásættanleg. Fjórir af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman. Staða foreldra fer versnandi sem endurspeglast í því að æ fleiri geta ekki staðið undir grunnþörfum barna sinna og börn eru sá hópur sem er líklegastur til að búa við fátækt, fjárhagsstaða kvenna er verri en karla og staða innflytjenda er verri en innfæddra Íslendinga. Með aukinni tekjuöflun hins opinbera drögum við úr þenslu meðal þeirra efnameiri og getum nýtt tekjurnar til að greiða niður skuldir og til að styrkja velferðarkerfið ásamt því að auka stuðning við barnafjölskyldur. Fjárfesting í velferðarkerfinu er besta fjárfestingin fyrir friði og öryggi. Við munum ekki sætta okkur við áframhaldandi aðhaldskröfu til mikilvægra stofnana í heilbrigðis- og félagsþjónustu og menntakerfinu. Við höfnum þeirri stefnu sem dregur úr félagslegri samheldni, dregur þróttinn úr hagkerfinu og eykur hættu á misbeitingu pólitísks valds. Allt tal um hagvöxt og verðmætasköpun er hjómið eitt ef ekkert er hugað að dreifingu verðmætanna til að draga úr þjáningu og efla velferð. Stjórnvöld verða að gera stöðu heimilanna að forgangsmáli. Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til útifundar og mótmæla á Austurvelli á morgun kl. 16:00, sama dag og Alþingi kemur saman. Fyrirvarinn er stuttur, en tilefnið brýnt og varðar okkur öll. Þar munum við saman mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda og krefjast aðgerða fyrir heimilin. Sýnum samstöðu og mætum öll! Höfundur er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Sonja Ýr Þorbergsdóttir Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Daniel Kahneman hefur bent á að meginábyrgð samfélaga sé að draga úr þjáningu. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda sé því að auka velferð. Með þetta að meginmarkmiði verður forgangsröðun stjórnvalda hverju sinni skýr. Þrálát verðbólga og háir vextir hafa hafa dregið úr kaupmætti fólks og haft alvarleg áhrif á fjölda heimila vegna síhækkandi húsnæðiskostnaðar og verðs á nauðsynjavörum. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð. Auk þess eru verðbólguvæntingar heimila, fyrirtækja og markaðsaðila áfram háar sem endurspeglar að tiltrú þeirra á getu stjórnvalda til að bæta úr því er lítil. Stjórnvöld verða að standa við loforð um uppbyggingu húsnæðis en hækkandi húsnæðisverð og kostnaður er ein meginástæða verðbólgunnar. Stjórnvöld verða líka að beina sjónum sínum að fyrirtækjunum sem ákveða verðlag og tryggja öflugt samkeppniseftirlit til að vega upp á móti þeirri fákeppni sem við búum við. Meirihluti launafólks hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika með gerð hóflegra kjarasamninga. Fjármagnseigendur og stóreignafólk hafa hins vegar ekkert lagt til. Hækka verður fjármagnstekjuskatt og veita sveitarfélögum hlutdeild í tekjunum, setja verður á sérstakt skattþrep fyrir allra hæstu tekjurnar og stóreignaskatt á hreina eign þeirra allra ríkustu. Og síðast en ekki síst þarf að tryggja að þjóðin fái réttmætan hlut í arðinum sem hlýst af nýtingu auðlindanna. Útsalan á sameiginlegum auðlindum okkar er óásættanleg. Fjórir af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman. Staða foreldra fer versnandi sem endurspeglast í því að æ fleiri geta ekki staðið undir grunnþörfum barna sinna og börn eru sá hópur sem er líklegastur til að búa við fátækt, fjárhagsstaða kvenna er verri en karla og staða innflytjenda er verri en innfæddra Íslendinga. Með aukinni tekjuöflun hins opinbera drögum við úr þenslu meðal þeirra efnameiri og getum nýtt tekjurnar til að greiða niður skuldir og til að styrkja velferðarkerfið ásamt því að auka stuðning við barnafjölskyldur. Fjárfesting í velferðarkerfinu er besta fjárfestingin fyrir friði og öryggi. Við munum ekki sætta okkur við áframhaldandi aðhaldskröfu til mikilvægra stofnana í heilbrigðis- og félagsþjónustu og menntakerfinu. Við höfnum þeirri stefnu sem dregur úr félagslegri samheldni, dregur þróttinn úr hagkerfinu og eykur hættu á misbeitingu pólitísks valds. Allt tal um hagvöxt og verðmætasköpun er hjómið eitt ef ekkert er hugað að dreifingu verðmætanna til að draga úr þjáningu og efla velferð. Stjórnvöld verða að gera stöðu heimilanna að forgangsmáli. Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til útifundar og mótmæla á Austurvelli á morgun kl. 16:00, sama dag og Alþingi kemur saman. Fyrirvarinn er stuttur, en tilefnið brýnt og varðar okkur öll. Þar munum við saman mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda og krefjast aðgerða fyrir heimilin. Sýnum samstöðu og mætum öll! Höfundur er formaður BSRB
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun