Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 Aron Guðmundsson skrifar 10. september 2024 11:31 Adrian Newey hefur gegnt lykilhlutverki í yfirburðum Red Bull Racing í Formúlu 1 upp á síðkastið. Hann gengur til liðs við Aston Martin frá og með 1.mars á næsta ári. Vísir/Getty Risafréttir bárust úr heimi Formúlu 1 núna í morgun því Bretinn Adrian Newey hefur verið ráðinn til Aston Martin. Newey er af mörgum talinn besti bílahönnuður Formúlu 1 mótaraðarinnar frá upphafi og hefur hann lagt sitt á vogarskálarnar til að sigla heim tólf heimsmeistaratitlum í flokki bílasmiða og þrettán í flokki ökumanna með hönnun sinni á Formúlu 1 bílum hjá þeim liðum sem hann hefur starfað hjá innan mótaraðarinnar Nú síðast hjá liði Red Bull Racing sem Newey hefur starfað hjá síðan árið 2006. Fyrir tímabilið 2026 munu stórar breytingar á regluverki og bílum Formúlu 1 mótaraðarinnar taka gildi og með koma Newey til Aston Martin eru afar góðar fréttir fyrir liðið. „Hann er talinn snillingur þegar kemur að hönnun keppnisbíla og hefur átt það til að verða valdur að velgengni þeirra liða sem hann hefur starfað fyrir. Ef þú ert með Adrian Newey með þér í liði, þá þarftu að vera með öll tæki og tól klár fyrir hann svo þú getir nýtt þér alla hans snilligáfu,“ segir Martin Brundle, fyrrverandi ökuþór í Formúlu 1 og núverandi sérfræðingur Sky Sports. „Framundan eru stóru reglubreytingarnar árið 2026. Breytingar sem Newey hefur sjálfu sagt að séu þær mestu í sögu Formúlu 1 hvað varðar undirvagn, loftflæði sem og vélar Formúlu 1 bílanna. Þegar að svoleiðis breytingar eru í farvatninu, þá viltu hafa Newey með þér í liði.“ Það er kanadíski milljarðamæringurinn Lawrence Stroll sem á Formúlu 1 lið Aston Martin sem reist er á rústum Force India liðsins sem fór í gjaldþrot á sínum tíma. „Ég er himinlifandi með að ganga til liðs við Aston Martin,“ segir Newey í yfirlýsingu Aston Martin. „Lawrence Stroll er hér staðráðinn í að byggja upp lið sem vinnur heimsmeistaratitla...Í samstarfi með aðilum á borð við Honda og Aramco tel ég liðið búa yfir öllu því helsta til þess að við getum saman byggt upp lið sem keppir um heimsmeistaratitla. Ég hlakka til að taka þátt í þeirri vegferð.“ Það kostar sitt að fá mann eins og Newey til starfa og greinir Sky Sports frá því að hann muni þéna um tuttugu milljónir punda, því sem nemur um 3,6 milljörðum íslenskra króna, í árslaun. Upphæð sem gæti hækkað upp í þrjátíu milljónir punda í gegnum árangurstengda bónusa. Akstursíþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Newey er af mörgum talinn besti bílahönnuður Formúlu 1 mótaraðarinnar frá upphafi og hefur hann lagt sitt á vogarskálarnar til að sigla heim tólf heimsmeistaratitlum í flokki bílasmiða og þrettán í flokki ökumanna með hönnun sinni á Formúlu 1 bílum hjá þeim liðum sem hann hefur starfað hjá innan mótaraðarinnar Nú síðast hjá liði Red Bull Racing sem Newey hefur starfað hjá síðan árið 2006. Fyrir tímabilið 2026 munu stórar breytingar á regluverki og bílum Formúlu 1 mótaraðarinnar taka gildi og með koma Newey til Aston Martin eru afar góðar fréttir fyrir liðið. „Hann er talinn snillingur þegar kemur að hönnun keppnisbíla og hefur átt það til að verða valdur að velgengni þeirra liða sem hann hefur starfað fyrir. Ef þú ert með Adrian Newey með þér í liði, þá þarftu að vera með öll tæki og tól klár fyrir hann svo þú getir nýtt þér alla hans snilligáfu,“ segir Martin Brundle, fyrrverandi ökuþór í Formúlu 1 og núverandi sérfræðingur Sky Sports. „Framundan eru stóru reglubreytingarnar árið 2026. Breytingar sem Newey hefur sjálfu sagt að séu þær mestu í sögu Formúlu 1 hvað varðar undirvagn, loftflæði sem og vélar Formúlu 1 bílanna. Þegar að svoleiðis breytingar eru í farvatninu, þá viltu hafa Newey með þér í liði.“ Það er kanadíski milljarðamæringurinn Lawrence Stroll sem á Formúlu 1 lið Aston Martin sem reist er á rústum Force India liðsins sem fór í gjaldþrot á sínum tíma. „Ég er himinlifandi með að ganga til liðs við Aston Martin,“ segir Newey í yfirlýsingu Aston Martin. „Lawrence Stroll er hér staðráðinn í að byggja upp lið sem vinnur heimsmeistaratitla...Í samstarfi með aðilum á borð við Honda og Aramco tel ég liðið búa yfir öllu því helsta til þess að við getum saman byggt upp lið sem keppir um heimsmeistaratitla. Ég hlakka til að taka þátt í þeirri vegferð.“ Það kostar sitt að fá mann eins og Newey til starfa og greinir Sky Sports frá því að hann muni þéna um tuttugu milljónir punda, því sem nemur um 3,6 milljörðum íslenskra króna, í árslaun. Upphæð sem gæti hækkað upp í þrjátíu milljónir punda í gegnum árangurstengda bónusa.
Akstursíþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira