Forvarnir í 20 ár fyrir unga ökumenn í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2024 20:05 Kolbrún og Kristján Geir voru mjög ánægð með hvað forvarnardagurinn heppnaðist vel en fjölmargir samstarfsaðilar Fjölbrautaskóla Suðurnesja tóku þátt í deginum með skólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gekk mikið á hjá nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbær þegar þeir fengu að verða vitni að sviðsettu bílslysi. Einn lést í slysinu og nokkrir slösuðust. Um var að ræða forvarnardag, sem var nú haldin í tuttugasta sinn í skólanum. Forvarnardagur ungra ökumanna á vegum skólans fór fram í vikunni en um 200 nemendur tóku þátt í deginum, langflestir nýnemar fæddir 2008, sem er í lýðheilsuáfanga í skólanum en alls eru um þrettán hundruð nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Umferðarslys var sviðsett fyrir nemendur. „Það eru þrír nemendur, sem leika og taka þátt í því. Það er sem sagt ölvaður ökumaður og farþegi sem deyr og svo er náttúrulega bílstjóri í hinum bílnum og þetta er allt sviðsett. Og þegar við byrjuðum þetta verkefni þá var það þannig að þá kom líkbíll og sótti þann sem dó,”segir Kolbrún Marelsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja sáu um að klippuvinnuna til að ná farþegunum og hinum látna út úr bílnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju á forvarnardagurinn að skila? „Þetta skilar okkur betri ökumönnum út í samfélagið og hefur gert það hingað til. Þetta verkefni okkar er myndi ég segja algjörlega til fyrirmyndar og ég veit að krakkarnir, sem hafa verið að koma af Suðurnesjum hafa verið betur undirbúin heldur en, þegar þau koma í ökuskólann og væntanlega betri ökumenn, ég er eiginlega alveg viss um það,” segir Kolbrún hlæjandi. Og Lögreglan er ánægð með forvarnardaginn og að hann hafi nú verið haldin tuttugasta árið í röð. Við hljótum að vera að gera að gera eitthvað rétt, við erum allavega að reyna að hafa áhrif,” segir Kristján Freyr Geirsson,lögreglumaður á Suðurnesjum. En hvað segja nemendur, voru þeir ánægðir með daginn? „Já ég held að fólk læri alveg eitthvað á þessu”, segir Svandís Huld Bjarnadóttir og Ágúst Dagur Garðarsson bætir við. „Já, þetta hjálpar rosalega mörgum.” Svandís Huld og Ágúst Dagur, nemendur við skólann voru mjög ánægð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið var upp á köku í tilefni af 20 ára afmælisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Framhaldsskólar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Forvarnardagur ungra ökumanna á vegum skólans fór fram í vikunni en um 200 nemendur tóku þátt í deginum, langflestir nýnemar fæddir 2008, sem er í lýðheilsuáfanga í skólanum en alls eru um þrettán hundruð nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Umferðarslys var sviðsett fyrir nemendur. „Það eru þrír nemendur, sem leika og taka þátt í því. Það er sem sagt ölvaður ökumaður og farþegi sem deyr og svo er náttúrulega bílstjóri í hinum bílnum og þetta er allt sviðsett. Og þegar við byrjuðum þetta verkefni þá var það þannig að þá kom líkbíll og sótti þann sem dó,”segir Kolbrún Marelsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja sáu um að klippuvinnuna til að ná farþegunum og hinum látna út úr bílnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju á forvarnardagurinn að skila? „Þetta skilar okkur betri ökumönnum út í samfélagið og hefur gert það hingað til. Þetta verkefni okkar er myndi ég segja algjörlega til fyrirmyndar og ég veit að krakkarnir, sem hafa verið að koma af Suðurnesjum hafa verið betur undirbúin heldur en, þegar þau koma í ökuskólann og væntanlega betri ökumenn, ég er eiginlega alveg viss um það,” segir Kolbrún hlæjandi. Og Lögreglan er ánægð með forvarnardaginn og að hann hafi nú verið haldin tuttugasta árið í röð. Við hljótum að vera að gera að gera eitthvað rétt, við erum allavega að reyna að hafa áhrif,” segir Kristján Freyr Geirsson,lögreglumaður á Suðurnesjum. En hvað segja nemendur, voru þeir ánægðir með daginn? „Já ég held að fólk læri alveg eitthvað á þessu”, segir Svandís Huld Bjarnadóttir og Ágúst Dagur Garðarsson bætir við. „Já, þetta hjálpar rosalega mörgum.” Svandís Huld og Ágúst Dagur, nemendur við skólann voru mjög ánægð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið var upp á köku í tilefni af 20 ára afmælisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Framhaldsskólar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira