„Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. september 2024 19:50 John Andrews þjálfari Víkinga. Vísir/Diego John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta, var nokkuð dapur í bragði þegar hann mætti í viðtal beint eftir 3-0 sigur sinna kvenna á FH í Kaplakrika. Ástæða þess voru meiðsli í leiknum, en Sara Montoro, leikmaður FH, virtist hafa meiðst illa á hné stuttu eftir að hún kom inn á en hún er nýlega stiginn upp úr alvarlegum hnémeiðslum. Sömuleiðis meiddist Freyja Stefánsdóttir, leikmaður Víkings, í leiknum. „Sigurinn er ekki aðalmálið í dag. Við vonum að þeir leikmenn sem þurftu að fara meiddir af velli í dag séu ekki alvarlega meiddir. Sara Montoro og Freyja Stefánsdóttir eru vonandi í lagi. Þetta var þó frábær fótboltaleikur. Það var greinilegt að FH voru að reyna ákveðna hluti líkt og við og þetta var góður leikur mestmegnis.“ Freyja gæti verið rifbeinsbrotin: „Hún fékk högg á rifbeinin í einu samstuði og hún er kvalin eftir það.“ John varð þó glaðari í bragði þegar rætt var um frammistöðu hans liðs í dag. „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar, við viljum sýna góða frammistöðu og gera okkar besta og mér fannst leikmennirnir mínir frábærir í dag. Til dæmis Gígja í miðverðinum, hún er 32 ára en virðist vera 15 eða 16 ára, hún er svo kröftug og fljót. Hún leit hrikalega vel út. Við settum tóninn eftir fyrstu tvær til þrjár tæklingarnar og svo var það FH að svara því og við svöruðum því vel.“ Leikir þessara liða hafa verið miklir markaleikir í sumar og er John Andrews sáttur með að halda hreinu. „Ég var varnarmaður þegar ég var leikmaður, þannig að að halda hreinu er frábært. Við vildum þó fókusera á ákveðin uppspilsmynstur sem við höfum verið að vinna í og þau virkuðu í dag. Varnar- og miðjumennirnir okkar voru frábærir í dag að verjast, því þetta var ekki auðveldur leikur.“ John vill ekki meina að hans lið sé að stefna á þriðja sæti deildarinnar, fremur sé liðið að vinna statt og stöðugt í því að bæta sig sem mun á endanum sjást á lokastöðunni í deildinni. „Það er ekki í okkar höndum, en við fylgjumst með hvernig Þór/KA gengur. Við einbeitum okkur bara að okkur en ef þær tapa stigum þá er frábært ef við komumst upp fyrir þær en ef ekki þá er það vel gert hjá þeim. Við gætum þó ekki verið stoltari af okkar framgöngu. Við erum í fjórða sæti sem er ekki slæmt fyrir nýliða og ég er stoltur. Það var einnig gott að sjá Selmu aftur eftir hennar meiðsli og veikindi.“ Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Ástæða þess voru meiðsli í leiknum, en Sara Montoro, leikmaður FH, virtist hafa meiðst illa á hné stuttu eftir að hún kom inn á en hún er nýlega stiginn upp úr alvarlegum hnémeiðslum. Sömuleiðis meiddist Freyja Stefánsdóttir, leikmaður Víkings, í leiknum. „Sigurinn er ekki aðalmálið í dag. Við vonum að þeir leikmenn sem þurftu að fara meiddir af velli í dag séu ekki alvarlega meiddir. Sara Montoro og Freyja Stefánsdóttir eru vonandi í lagi. Þetta var þó frábær fótboltaleikur. Það var greinilegt að FH voru að reyna ákveðna hluti líkt og við og þetta var góður leikur mestmegnis.“ Freyja gæti verið rifbeinsbrotin: „Hún fékk högg á rifbeinin í einu samstuði og hún er kvalin eftir það.“ John varð þó glaðari í bragði þegar rætt var um frammistöðu hans liðs í dag. „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar, við viljum sýna góða frammistöðu og gera okkar besta og mér fannst leikmennirnir mínir frábærir í dag. Til dæmis Gígja í miðverðinum, hún er 32 ára en virðist vera 15 eða 16 ára, hún er svo kröftug og fljót. Hún leit hrikalega vel út. Við settum tóninn eftir fyrstu tvær til þrjár tæklingarnar og svo var það FH að svara því og við svöruðum því vel.“ Leikir þessara liða hafa verið miklir markaleikir í sumar og er John Andrews sáttur með að halda hreinu. „Ég var varnarmaður þegar ég var leikmaður, þannig að að halda hreinu er frábært. Við vildum þó fókusera á ákveðin uppspilsmynstur sem við höfum verið að vinna í og þau virkuðu í dag. Varnar- og miðjumennirnir okkar voru frábærir í dag að verjast, því þetta var ekki auðveldur leikur.“ John vill ekki meina að hans lið sé að stefna á þriðja sæti deildarinnar, fremur sé liðið að vinna statt og stöðugt í því að bæta sig sem mun á endanum sjást á lokastöðunni í deildinni. „Það er ekki í okkar höndum, en við fylgjumst með hvernig Þór/KA gengur. Við einbeitum okkur bara að okkur en ef þær tapa stigum þá er frábært ef við komumst upp fyrir þær en ef ekki þá er það vel gert hjá þeim. Við gætum þó ekki verið stoltari af okkar framgöngu. Við erum í fjórða sæti sem er ekki slæmt fyrir nýliða og ég er stoltur. Það var einnig gott að sjá Selmu aftur eftir hennar meiðsli og veikindi.“
Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira