Herða eftirlit og banna síma vegna gegndarlausra skemmdarverka Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2024 15:05 Hér hafa ljós verið tekin niður, nýir nemendaskápar verið skemmdir og stóll eyðilagður. Auk þess hafa verið gerðar skemmdir á veggjum og borðum. Aðsendar Svo mikil skemmdarverk hafa verið unnin síðustu daga á húsnæði grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri að stjórnendur skólans hafa þurft að læsa salernum og skylda alla nemendur út í frímínútum. Þá er algjört símabann í skólanum. Unnið er að því að koma upp myndavélum innan og utan skólans. Búið er að tilkynna skemmdarverkin til lögreglu og til félagsmálayfirvalda í sveitarfélaginu. „Það er vegna þess að það eru nemendur hjá okkur sem geta ekki farið eftir reglum,“ segir Valgeir Jens Guðmundsson skólastjóri í Kirkjubæjarskóla. Nemendur hafi skrúfað niður ljós og sem dæmi hafi slegið út í öllum skólanum í vikunni. Þetta sé gert til að tryggja öryggi nemenda. „Nemandi var að fikta í innstungu og þess vegna neyðumst við til að grípa til þessara úrræða,“ segir Valgeir Jens. Þá hafi nemendur skemmt veggi, nýja nemendaskápa, borð, stóla og búnað á salernum. Póstur var sendur á foreldra barna í skólanum í vikunni þar sem þeim var tilkynnt að nemendur mættu ekki vera með síma í skólanum og að nemendur fengju ekki að fara inn í húsnæði skólans á morgnana fyrr en kennari er mættur og gæti hleypt þeim inn. Þá kemur einnig fram í póstinum að enginn nemandi fái að ganga um skólann eftirlitslaus og að til að fara á salernið verði að fá lykil hjá kennara. Í póstinum kemur einnig fram að nemendur yngstu deildar og miðstigs séu með sameiginlegan inngang og unglingar með annan inngang. Alls eru 46 nemendur í skólanum og húsnæði skólans stórt. Á myndinni má sjá ónýtan sápuskammtara og að ljós hefur verið tekið niður á einum stað.Aðsend Fram kemur í póstinum að ef nemendur brjóta ítrekað á reglum skólans verði þeim vikið úr skólanum tímabundið. Þá segir einnig að ef nemendur koma með síma í skólann verði hringt í foreldra eða forráðamenn og þau beðin að sækja börnin sín og símann. Valgeir Jens segir að skólanum hafi borist ein athugasemd frá foreldrum og að skemmdarverkin hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Það er ekkert sem ég get tjáð mig um.“ Ekki nægilega vel mönnuð Hann segir þessi skemmdarverk hafa verið viðvarandi í skólanum um árabil. Hann hafi viljað byrja skólaárið án hertra reglna en að hann geti ekki annað en brugðist við núna. „Á fimmtán dögum er búið að skemma ansi mikið þannig við neyðumst til þess að grípa í þetta örþrifaráð. Við erum ekki nægilega vel mönnuð til að geta sinnt eftirlitshlutverki.“ Veggur í skólanum var skemmdur.Aðsend Hann áréttar að um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. Það sé verið að vinna að því að koma upp myndavélum fyrir utan og innan skólans. Eftir það verði hægt að slaka á einhverjum þessara reglna. Valgeir segir það algengt við skóla á höfuðborgarsvæðinu að það séu myndavélar. Þar séu til dæmis rúðubrot frekar algeng og ef eitthvað komi upp innan skólans sé gott að geta verið með myndbandsupptöku af því. „Það er verið að vinna í því að koma upp myndavélum og þegar það er búið, þá breytist þetta. Þá getum við alltaf vísað í að ákveðinn einstaklingur hafi gert eitthvað.“ Skaftárhreppur Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„Það er vegna þess að það eru nemendur hjá okkur sem geta ekki farið eftir reglum,“ segir Valgeir Jens Guðmundsson skólastjóri í Kirkjubæjarskóla. Nemendur hafi skrúfað niður ljós og sem dæmi hafi slegið út í öllum skólanum í vikunni. Þetta sé gert til að tryggja öryggi nemenda. „Nemandi var að fikta í innstungu og þess vegna neyðumst við til að grípa til þessara úrræða,“ segir Valgeir Jens. Þá hafi nemendur skemmt veggi, nýja nemendaskápa, borð, stóla og búnað á salernum. Póstur var sendur á foreldra barna í skólanum í vikunni þar sem þeim var tilkynnt að nemendur mættu ekki vera með síma í skólanum og að nemendur fengju ekki að fara inn í húsnæði skólans á morgnana fyrr en kennari er mættur og gæti hleypt þeim inn. Þá kemur einnig fram í póstinum að enginn nemandi fái að ganga um skólann eftirlitslaus og að til að fara á salernið verði að fá lykil hjá kennara. Í póstinum kemur einnig fram að nemendur yngstu deildar og miðstigs séu með sameiginlegan inngang og unglingar með annan inngang. Alls eru 46 nemendur í skólanum og húsnæði skólans stórt. Á myndinni má sjá ónýtan sápuskammtara og að ljós hefur verið tekið niður á einum stað.Aðsend Fram kemur í póstinum að ef nemendur brjóta ítrekað á reglum skólans verði þeim vikið úr skólanum tímabundið. Þá segir einnig að ef nemendur koma með síma í skólann verði hringt í foreldra eða forráðamenn og þau beðin að sækja börnin sín og símann. Valgeir Jens segir að skólanum hafi borist ein athugasemd frá foreldrum og að skemmdarverkin hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Það er ekkert sem ég get tjáð mig um.“ Ekki nægilega vel mönnuð Hann segir þessi skemmdarverk hafa verið viðvarandi í skólanum um árabil. Hann hafi viljað byrja skólaárið án hertra reglna en að hann geti ekki annað en brugðist við núna. „Á fimmtán dögum er búið að skemma ansi mikið þannig við neyðumst til þess að grípa í þetta örþrifaráð. Við erum ekki nægilega vel mönnuð til að geta sinnt eftirlitshlutverki.“ Veggur í skólanum var skemmdur.Aðsend Hann áréttar að um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. Það sé verið að vinna að því að koma upp myndavélum fyrir utan og innan skólans. Eftir það verði hægt að slaka á einhverjum þessara reglna. Valgeir segir það algengt við skóla á höfuðborgarsvæðinu að það séu myndavélar. Þar séu til dæmis rúðubrot frekar algeng og ef eitthvað komi upp innan skólans sé gott að geta verið með myndbandsupptöku af því. „Það er verið að vinna í því að koma upp myndavélum og þegar það er búið, þá breytist þetta. Þá getum við alltaf vísað í að ákveðinn einstaklingur hafi gert eitthvað.“
Skaftárhreppur Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira