Magnaður Messi mætti aftur með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2024 09:31 Lionel Messi fagnar öðru marka sinni í endurkomunni í lið Inter Miami í nótt. Getty/Megan Briggs Lionel Messi lék sinn fyrsta leik í tvo mánuði í nótt þegar hann leiddi Inter Miami til sigurs í MLS deildinni í fótbolta. Messi skoraði tvö mörk og átti síðan stoðsendinguna á góðvin sinn í þriðja markinu. Hann lék líka allar níutíu mínútur leiksins þegar Inter vann 3-1 heimasigur á Philadelphia Union. Messi hafði ekki spilað fótbolta síðan að hann meiddist í úrslita Suðurameríkukeppninnar í sumar sem var 14. júlí síðastliðinn. Messi meiddist illa á ökkla í þeim leik. Það var miklu lengra síðan að hann spilaði síðast með bandaríska félaginu sínu en það var 1. júní eða fyrir meira en þremur mánuðum síðan. A dream return for Messi!Two goals in the space of a few minutes & Miami are flying. 💥💥 pic.twitter.com/9yQonEwrIL— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Þetta byrjaði þó ekki vel því Mikkel Uhre kom Philadelphia Union í 1-0 strax á 2. mínútu leiksins. Messi skoraði mörkin sína á 26. og 30. mínútu og í bæði skiptin fékk hann stoðsendinguna frá Jordi Alba. Messi lagði síðan upp mark fyrir Luis Suarez í uppbótatíma. „Ég svo lítið þeyttur enda hjálpar hitinn og rakinn í Miami ekki mikið. Ég vildi koma til baka og ég fékk mikinn tíma á vellinum,“ sagði Messi við Apple TV eftir leik. „Smá saman þá fann ég mig betur og betur með liðinu, leið vel og þess vegna ákváðum við að ég myndi byrja þennan leik. Ég er mjög ánægður,“ sagði Messi. LIKE HE NEVER LEFT.Leo Messi finds the equalizer for @InterMiamiCF in style. pic.twitter.com/sC08aAVGWI— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Messi varð með þessu fljótasti maðurinn í sögu MLS til að ná fimmtán mörkum og fimmtán stoðsendingum en það afrekaði hann í aðeins nítján leikjum. Sebastian Giovinco náði því í 29 leikjum og Messi bætti það því um tíu leiki. Inter Miami er á toppnum í Austurdeildinni með 62 stig úr 28 leikjum. Liðið á enn möguleika á því að bæta stigametið. Messi er þrátt fyrir fjarveruna fimmti markahæstur í deildinni með 14 mörk. Hann er líka í þriðja sæti í stoðsendingum með fimmtán slíkar. Ólík úrslit hjá Íslendingunum Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn þegar Orlando City vann 3-0 sigur á New England Revolution. Orlando liðið er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu þegar St. Louis City tapaði 3-1 á heimavelli á móti Minnesota United. St. Louis liðið er í þrettánda sæti Vesturdeildarinnar af fjórtán liðum. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
Messi skoraði tvö mörk og átti síðan stoðsendinguna á góðvin sinn í þriðja markinu. Hann lék líka allar níutíu mínútur leiksins þegar Inter vann 3-1 heimasigur á Philadelphia Union. Messi hafði ekki spilað fótbolta síðan að hann meiddist í úrslita Suðurameríkukeppninnar í sumar sem var 14. júlí síðastliðinn. Messi meiddist illa á ökkla í þeim leik. Það var miklu lengra síðan að hann spilaði síðast með bandaríska félaginu sínu en það var 1. júní eða fyrir meira en þremur mánuðum síðan. A dream return for Messi!Two goals in the space of a few minutes & Miami are flying. 💥💥 pic.twitter.com/9yQonEwrIL— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Þetta byrjaði þó ekki vel því Mikkel Uhre kom Philadelphia Union í 1-0 strax á 2. mínútu leiksins. Messi skoraði mörkin sína á 26. og 30. mínútu og í bæði skiptin fékk hann stoðsendinguna frá Jordi Alba. Messi lagði síðan upp mark fyrir Luis Suarez í uppbótatíma. „Ég svo lítið þeyttur enda hjálpar hitinn og rakinn í Miami ekki mikið. Ég vildi koma til baka og ég fékk mikinn tíma á vellinum,“ sagði Messi við Apple TV eftir leik. „Smá saman þá fann ég mig betur og betur með liðinu, leið vel og þess vegna ákváðum við að ég myndi byrja þennan leik. Ég er mjög ánægður,“ sagði Messi. LIKE HE NEVER LEFT.Leo Messi finds the equalizer for @InterMiamiCF in style. pic.twitter.com/sC08aAVGWI— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Messi varð með þessu fljótasti maðurinn í sögu MLS til að ná fimmtán mörkum og fimmtán stoðsendingum en það afrekaði hann í aðeins nítján leikjum. Sebastian Giovinco náði því í 29 leikjum og Messi bætti það því um tíu leiki. Inter Miami er á toppnum í Austurdeildinni með 62 stig úr 28 leikjum. Liðið á enn möguleika á því að bæta stigametið. Messi er þrátt fyrir fjarveruna fimmti markahæstur í deildinni með 14 mörk. Hann er líka í þriðja sæti í stoðsendingum með fimmtán slíkar. Ólík úrslit hjá Íslendingunum Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn þegar Orlando City vann 3-0 sigur á New England Revolution. Orlando liðið er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu þegar St. Louis City tapaði 3-1 á heimavelli á móti Minnesota United. St. Louis liðið er í þrettánda sæti Vesturdeildarinnar af fjórtán liðum.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira