Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2024 15:07 Frá vettvangi í Krýsuvík í dag. Vísir/Bjarni Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér vegna málsins, en greindi frá því í tilkynningu að stúlkan sem lést hefði verið á grunnskólaaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stúlkan íslensk og maðurinn sem var handtekinn faðir stúlkunnar. Yngsta barnið sex ára Í janúar á þessu ári var kona handtekin á Nýbýlavegi fyrir að hafa orðið sex ára syni sínum að bana og að hafa einnig reynt að bana eldri syni sínum. Aðalmeðferð yfir konunni hófst í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjaness. Móðirin var búsett í Kópavogi með sonum sínum tveimur, sex og ellefu ára. Faðir drengjanna er einnig búsettur hér á landi en þó ekki á sama stað. Fólkið hefur búið á Íslandi í nokkur ár undir alþjóðlegri vernd. Þann 24. ágúst síðastliðinn, á Menningarnótt, var hin 17 ára Bryndís Klara Birgisdóttir stungin til bana við Skúlagötu. Hún lést af sárum sínum tæpri viku eftir stunguárásina, þar sem tvö önnur ungmenni voru einnig stungin. Sá sem grunaður er um árásina er einnig barn, en hann er í sérstöku gæsluvarðhaldsúrræði. Áður hafði hann dvalið á Stuðlum, en vegna líflátshótana var ákveðið að færa hann í fangelsið á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans. Bryndís Klara var borin til grafar frá Hallgrímskirkju á föstudaginn. Fjórir fullorðnir látnir í þremur málum Í apríl voru fjórir litáískir karlmenn handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna andláts þess fimmta á vinnusvæði í Kiðjabergi. Tveimur þeirra var sleppt úr haldi tveimur dögum síðar og voru þeir þá lausir allra mála. Annar mannanna afplánar nú eldri fangelsisdóm en hinn er í farbanni. Sjá einnig: Hlutur sakborninga mismikill Í sama mánuði var karlmaður á sjötugsaldri handtekinn, grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni og barnsmóður um fimmtugt að bana, á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri. Í ágúst var hann ákærður fyrir manndráp, en einnig fyrir stórfellt heimilisofbeldi gegn konunni á sama stað, tveimur mánuðum fyrr. Í síðasta mánuði var karlmaður handtekinn í Reykjavík, grunaður um að hafa orðið hjónum að bana á Neskaupstað. Í þarsíðustu viku var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í nóvember. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Andlát barns á Nýbýlavegi Stunguárás við Skúlagötu Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér vegna málsins, en greindi frá því í tilkynningu að stúlkan sem lést hefði verið á grunnskólaaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stúlkan íslensk og maðurinn sem var handtekinn faðir stúlkunnar. Yngsta barnið sex ára Í janúar á þessu ári var kona handtekin á Nýbýlavegi fyrir að hafa orðið sex ára syni sínum að bana og að hafa einnig reynt að bana eldri syni sínum. Aðalmeðferð yfir konunni hófst í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjaness. Móðirin var búsett í Kópavogi með sonum sínum tveimur, sex og ellefu ára. Faðir drengjanna er einnig búsettur hér á landi en þó ekki á sama stað. Fólkið hefur búið á Íslandi í nokkur ár undir alþjóðlegri vernd. Þann 24. ágúst síðastliðinn, á Menningarnótt, var hin 17 ára Bryndís Klara Birgisdóttir stungin til bana við Skúlagötu. Hún lést af sárum sínum tæpri viku eftir stunguárásina, þar sem tvö önnur ungmenni voru einnig stungin. Sá sem grunaður er um árásina er einnig barn, en hann er í sérstöku gæsluvarðhaldsúrræði. Áður hafði hann dvalið á Stuðlum, en vegna líflátshótana var ákveðið að færa hann í fangelsið á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans. Bryndís Klara var borin til grafar frá Hallgrímskirkju á föstudaginn. Fjórir fullorðnir látnir í þremur málum Í apríl voru fjórir litáískir karlmenn handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna andláts þess fimmta á vinnusvæði í Kiðjabergi. Tveimur þeirra var sleppt úr haldi tveimur dögum síðar og voru þeir þá lausir allra mála. Annar mannanna afplánar nú eldri fangelsisdóm en hinn er í farbanni. Sjá einnig: Hlutur sakborninga mismikill Í sama mánuði var karlmaður á sjötugsaldri handtekinn, grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni og barnsmóður um fimmtugt að bana, á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri. Í ágúst var hann ákærður fyrir manndráp, en einnig fyrir stórfellt heimilisofbeldi gegn konunni á sama stað, tveimur mánuðum fyrr. Í síðasta mánuði var karlmaður handtekinn í Reykjavík, grunaður um að hafa orðið hjónum að bana á Neskaupstað. Í þarsíðustu viku var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í nóvember.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Andlát barns á Nýbýlavegi Stunguárás við Skúlagötu Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52