Má ekkert gera fyrir millistéttina? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 17. september 2024 12:31 Vaxtakostnaður heimila jókst um meira en 30 milljarða í fyrra. Fórnarkostnaður fólks er mikill af ævintýralega háum vöxtum. Viðreisn hefur aftur og aftur talað um þessa stöðu. Hina ógnarháu vexti krónunnar sem almenningur á Íslandi býr við í öllum alþjóðlegum samanburði. Vextir á Íslandi eru á pari við það sem þekkist í stríðshrjáðum ríkjum. Verðbólga hefur núna verið yfir markmiðum í fjögur ár. Og það er reyndar ekki fyrr en haustið 2026 sem gert er ráð fyrir að verðbólga geti náð 2,5% markmiði Seðlabankans. Það yrði þá eftir næstum 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil. Það er með því lengsta í sögunni. Fólkið sem er að díla við erfið húsnæðislán fær núna þau skilaboð að ætlunin sé að hrifsa burt það úrræði að geta nýtt séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán. Ég spurði forsætisráðherra í gær í fyrirspurnartíma á Alþingi út í þau plön ríkisstjórnarinnar að taka burt heimild fólks til að nýta séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán. Hvaða pólitísku skilaboð eru í því gagnvart millistéttinni ? Ég segi millistéttinni því þetta er úrræði sem launafólk notfærir sér. Er það málið að fólk sem fær verðbólguna á sig af fullum þunga hafi það of gott? Núna er talað um að þetta nýtist sterkefnuðu stóreignafólki. Fólki sem á mjög mikið af eignum. Eins og moldríkt stóreignafólk sé mikið með húsnæðislán á fasteignum sínum. Stóreignafólk lifir af fjármagnstekjum en ekki af launum. Og stóreignafólk borgar ekki heldur í lífeyrissjóði af fjármagnstekjunum. Það er venjulegt millistéttarfólk sem finnur fyrir því að þessi heimild hverfur. Og þetta úrræði hefur reynst millistéttinni vel. Upphæðirnar hafa síðan verið þær sömu í heilan áratug. Hafa sem sagt lækkað verulega að raunvirði og mörkin á þessum heimildum eru frekar lág. Önnur úrræði sem stjórnin hefur lagt upp nýtast eðlilega fyrst og fremst lægri tekjuhópum. Húsnæðisbætur, vaxtabætur og barnabætur. Hér er eitt úrræði sem fer aðeins lengra upp tekjustigann. En hvað með það? Má ekkert gera fyrir millistéttina? Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Fjármál heimilisins Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Vaxtakostnaður heimila jókst um meira en 30 milljarða í fyrra. Fórnarkostnaður fólks er mikill af ævintýralega háum vöxtum. Viðreisn hefur aftur og aftur talað um þessa stöðu. Hina ógnarháu vexti krónunnar sem almenningur á Íslandi býr við í öllum alþjóðlegum samanburði. Vextir á Íslandi eru á pari við það sem þekkist í stríðshrjáðum ríkjum. Verðbólga hefur núna verið yfir markmiðum í fjögur ár. Og það er reyndar ekki fyrr en haustið 2026 sem gert er ráð fyrir að verðbólga geti náð 2,5% markmiði Seðlabankans. Það yrði þá eftir næstum 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil. Það er með því lengsta í sögunni. Fólkið sem er að díla við erfið húsnæðislán fær núna þau skilaboð að ætlunin sé að hrifsa burt það úrræði að geta nýtt séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán. Ég spurði forsætisráðherra í gær í fyrirspurnartíma á Alþingi út í þau plön ríkisstjórnarinnar að taka burt heimild fólks til að nýta séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán. Hvaða pólitísku skilaboð eru í því gagnvart millistéttinni ? Ég segi millistéttinni því þetta er úrræði sem launafólk notfærir sér. Er það málið að fólk sem fær verðbólguna á sig af fullum þunga hafi það of gott? Núna er talað um að þetta nýtist sterkefnuðu stóreignafólki. Fólki sem á mjög mikið af eignum. Eins og moldríkt stóreignafólk sé mikið með húsnæðislán á fasteignum sínum. Stóreignafólk lifir af fjármagnstekjum en ekki af launum. Og stóreignafólk borgar ekki heldur í lífeyrissjóði af fjármagnstekjunum. Það er venjulegt millistéttarfólk sem finnur fyrir því að þessi heimild hverfur. Og þetta úrræði hefur reynst millistéttinni vel. Upphæðirnar hafa síðan verið þær sömu í heilan áratug. Hafa sem sagt lækkað verulega að raunvirði og mörkin á þessum heimildum eru frekar lág. Önnur úrræði sem stjórnin hefur lagt upp nýtast eðlilega fyrst og fremst lægri tekjuhópum. Húsnæðisbætur, vaxtabætur og barnabætur. Hér er eitt úrræði sem fer aðeins lengra upp tekjustigann. En hvað með það? Má ekkert gera fyrir millistéttina? Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar