Að hjálpa fólki að standa á eigin fótum Jón Þór Kristjánsson skrifar 18. september 2024 07:31 Séreignarsparnaður inn á húsnæðislán hlýtur að teljast ein best heppnaða aðgerð sem stjórnvöld hafa staðið fyrir undanfarin ár. Fjölmörgum hefur þannig verið gert kleift að byggja upp dálítið eigið fé í húsnæði og bæta skuldastöðu sína án þess endilega að finna stórkostlega mikið fyrir því um hver mánaðamót. Í núverandi ástandi hárra vaxta og verðbólgu er þetta hugsanlega einn af fáum jákvæðum punktum í heimilisbókhaldi þeirra sem hafa þurft að flýja óverðtryggð lán og endurfjármagna með tilheyrandi verðbótum á höfuðstól. Von um betri tíð, sem ekki skyldi vanmeta í krísum sem þessari. Það er ekki að ástæðulausu sem úrræðið hefur verið framlengt ítrekað. En öllum má vera ljóst að þetta er pólitískt mál sem varpar ljósi á hugmyndafræðilegan ágreining, mál þar sem stefna um valfrelsi og séreign mætir einni ríkisleið og sífellt stækkandi bótakerfi. Og nú eru breytingar í vændum. Nýr fjármálaráðherra sér ofsjónum yfir því skattfrelsi sem úrræðið felur í sér og telur að þau sem njóta þess séu helst sterkefnað fólk sem þurfi alls ekki á stuðningi að halda. Í þeirri umræðu vill þó gleymast að hámarksinnborgun á ári er 500 þúsund krónur á einstakling og 750 þúsund krónur á hjón. Hvaða hópa munar hlutfallslega mest um slíkar upphæðir? Mætti ekki einmitt ætla að úrræðið nýtist helst lægri- og millitekjuhópum, jafnvel ungu fjölskyldufólki með háar skuldir og mikil útgjöld? Ef vandamálið er að moldríkt stóreignafólk hafi notið góðs af séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og skattfrelsinu sem þessi leið felur í sér, þá er spurning hvort ekki mætti útfæra hana og reyna að ná enn betur til annarra hópa. Jafnvel að útvíkka frekar möguleika til að ráðstafa sparnaðinum með fjölbreyttum hætti sem nýtist hverjum og einum, líkt og sumir hafa bent á. Þannig væru gefin skýr merki um að stjórnvöld standi með þeim fjölmörgu meðaljónum og millistéttarfjölskyldum sem vilja reyna að borga niður skuldir, komast í gegnum skaflinn og bæta sína stöðu til framtíðar. Skilaboðin nú eru því miður þveröfug. Þessum hópum verður kannski mætt með nýrri stefnu um opinbera húsnæðismarkaðinn, starfshópum, hvítbókum, grænbókum og stefnumótandi áætlunum, breytingum og útvíkkun á vaxtabótum, barnabótum og húsnæðisbótum. Eða hvað? Stundum mætti halda að það sé sérstakt markmið stjórnmálamanna að koma sem flestu fullfrísku og vinnandi fólki á bætur, í stað þess að hjálpa því að standa á eigin fótum. Höfundur er forstöðumaður og áhugamaður um pólitíska hugmyndafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Séreignarsparnaður inn á húsnæðislán hlýtur að teljast ein best heppnaða aðgerð sem stjórnvöld hafa staðið fyrir undanfarin ár. Fjölmörgum hefur þannig verið gert kleift að byggja upp dálítið eigið fé í húsnæði og bæta skuldastöðu sína án þess endilega að finna stórkostlega mikið fyrir því um hver mánaðamót. Í núverandi ástandi hárra vaxta og verðbólgu er þetta hugsanlega einn af fáum jákvæðum punktum í heimilisbókhaldi þeirra sem hafa þurft að flýja óverðtryggð lán og endurfjármagna með tilheyrandi verðbótum á höfuðstól. Von um betri tíð, sem ekki skyldi vanmeta í krísum sem þessari. Það er ekki að ástæðulausu sem úrræðið hefur verið framlengt ítrekað. En öllum má vera ljóst að þetta er pólitískt mál sem varpar ljósi á hugmyndafræðilegan ágreining, mál þar sem stefna um valfrelsi og séreign mætir einni ríkisleið og sífellt stækkandi bótakerfi. Og nú eru breytingar í vændum. Nýr fjármálaráðherra sér ofsjónum yfir því skattfrelsi sem úrræðið felur í sér og telur að þau sem njóta þess séu helst sterkefnað fólk sem þurfi alls ekki á stuðningi að halda. Í þeirri umræðu vill þó gleymast að hámarksinnborgun á ári er 500 þúsund krónur á einstakling og 750 þúsund krónur á hjón. Hvaða hópa munar hlutfallslega mest um slíkar upphæðir? Mætti ekki einmitt ætla að úrræðið nýtist helst lægri- og millitekjuhópum, jafnvel ungu fjölskyldufólki með háar skuldir og mikil útgjöld? Ef vandamálið er að moldríkt stóreignafólk hafi notið góðs af séreignarsparnaði inn á húsnæðislán og skattfrelsinu sem þessi leið felur í sér, þá er spurning hvort ekki mætti útfæra hana og reyna að ná enn betur til annarra hópa. Jafnvel að útvíkka frekar möguleika til að ráðstafa sparnaðinum með fjölbreyttum hætti sem nýtist hverjum og einum, líkt og sumir hafa bent á. Þannig væru gefin skýr merki um að stjórnvöld standi með þeim fjölmörgu meðaljónum og millistéttarfjölskyldum sem vilja reyna að borga niður skuldir, komast í gegnum skaflinn og bæta sína stöðu til framtíðar. Skilaboðin nú eru því miður þveröfug. Þessum hópum verður kannski mætt með nýrri stefnu um opinbera húsnæðismarkaðinn, starfshópum, hvítbókum, grænbókum og stefnumótandi áætlunum, breytingum og útvíkkun á vaxtabótum, barnabótum og húsnæðisbótum. Eða hvað? Stundum mætti halda að það sé sérstakt markmið stjórnmálamanna að koma sem flestu fullfrísku og vinnandi fólki á bætur, í stað þess að hjálpa því að standa á eigin fótum. Höfundur er forstöðumaður og áhugamaður um pólitíska hugmyndafræði.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun