Innlent

Óska eftir mynd­efni af Krýsu­víkur­vegi

Árni Sæberg skrifar
Ómerktur lögreglubíll við Krýsuvík á mánudag.
Ómerktur lögreglubíll við Krýsuvík á mánudag. Vísir/Bjarni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir myndefni frá vegfarendum sem óku um Krýsuvíkurveg, á milli Vallahverfis í Hafnarfirði og Vigdísarvallavegar, á milli klukkan 13 og 18 á sunnudaginn. Upp úr klukkan átján tilkynnti maður að hann hefði orðið dóttur sinni að bana og var handtekinn við Krýsuvíkurveg.

Í tilkynningu þess efnis frá lögreglu segir að mörg ökutæki séu búin myndavélum og því viðbúið að myndefni frá umræddum vegarkafla á áðurnefndum tíma sé að finna í fórum einhverra. 

Hinir sömu séu vinsamlegast beðnir um að senda upplýsingar um slíkt á netfangið [email protected] og gefa þar upp bæði nafn sitt og símanúmer. Í framhaldinu verði haft samband við viðkomandi.


Tengdar fréttir

Engar ábendingar borist þrátt fyrir ákall

Yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar segir engar ábendingar hafa borist lögreglu, sem vert er að fylgja eftir, í tengslum við rannsókn á andláti tíu ára stúlku á sunnudag. Hann kallaði eftir því í gær að fólk hefði sambandi við lögreglu frekar en að dreifa gróusögum um málið.

Fólk hafi sam­band við lög­reglu í stað þess að deila sögum á netinu

Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað tíu ára dóttur sinni á sunnudag var yfirheyrður nú síðdegis. Yfirlögregluþjónn hvetur fólk sem hefur haldbærar upplýsingar, sem hafi þýðingu fyrir rannsókn málsins, til að koma með þær til lögreglu. Þar eigi þær heima, en ekki í sögusögnum sem gangi manna á milli á internetinu.

Lögregla komin með ágæta mynd af atburðum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vera komna með ágæta mynd af atburðum í tengslum við andlát tíu ára stúlku sem fannst látin í Krýsuvík á sunnudagskvöld. Faðir stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana, hefur ekki verið yfirheyrður síðan á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×