Þjálfarinn í byrjunarliðinu: „Mér fannst þörf á smá aga í leikinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. september 2024 20:52 Spilandi þjálfarinn Gunnar Steinn gefur liðinu mikið inni á vellinum. vísir / pawel Gunnar Steinn Jónsson stýrði og spilaði með liði Fjölnis sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olís deild karla í kvöld, 28-27 í háspennuleik þar sem flautumark á lokasekúndunni fékk ekki að gilda. „Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir undir lokin en mér fannst við spila loksins skynsamt og agað, náum góðri vörn og markvörslu. Flottur leikur heilt yfir, ég held að HK-ingar hafi verið svolítið hátt uppi eftir síðasta leik en ég er stoltur af mínu liði eftir þennan leik,“ sagði spilandi þjálfarinn áður en hann gekk inn í búningsherbergi eftir leik. Gunnar er nýorðinn 37 ára og er aðalþjálfari liðsins. Hann hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari undanfarin ár hjá Stjörnunni. Í fyrsta leik tímabilsins stóð hann á hliðarlínunni, spilaði síðan aðeins í síðasta leik en tók fullan þátt í kvöld. „Ég er nú bara í fínu líkamlegu formi, þó ég verði ekki frábær á morgun. Ég ákvað, frá því að ég tók við Fjölni, að ég ætlaði að aðstoða eitthvað inni á vellinum. Mér fannst þörf á smá aga í leikinn, ég held að það sé það sem ég kem helst með að borðinu. Við vorum að gera tuttugu tæknimistök að meðaltali í leik fyrstu tvo leikina, núna voru þeir held ég helmingi færri. Ég hjálpa til inni á vellinum en er aðallega þjálfari.“ Ótrúleg atburðarás átti sér stað undir lok leiks, Fjölnir fékk tveggja mínútna brottvísun og Gunnar meiddist á sama tíma, HK minnkaði muninn í eitt mark og virtist jafna á lokasekúndunni en skotið var of seint og markið fékk ekki að standa. „Ég er bara mjög ánægður að þeir dæmdu ekki mark. Þeir hefðu þurft að vera hundrað prósent vissir um að þetta væri mark og þetta var tvísýnt. Ég öfunda þá ekki að þurfa að taka þessa ákvörðun en þetta var mjög sætt. Þessi atburðarás er í pínu móðu, ég þurfti náttúrulega að fá hjálp sjúkraþjálfara og sitja þrjár sóknir. Það var svolítið sárt og skrítin regla, að refsa manni fyrir að meiða sig af því ég var ekki að reyna að tefja, ég missti andann bara.“ Þetta var fyrsti sigur Fjölnis, sem eru nýliðar í deildinni og með reynslulítinn leikmannahóp. „Við erum með nýtt lið, allir eiginlega að spila sitt fyrsta ár í efstu deild, og fengum stóra skelli í fyrstu leikjunum en við munum alveg gera okkur líklega í fleiri leikjum í vetur. Erum í hægri stigasöfnun og komnir með tvö stig inn á bók núna,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Sjá meira
„Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir undir lokin en mér fannst við spila loksins skynsamt og agað, náum góðri vörn og markvörslu. Flottur leikur heilt yfir, ég held að HK-ingar hafi verið svolítið hátt uppi eftir síðasta leik en ég er stoltur af mínu liði eftir þennan leik,“ sagði spilandi þjálfarinn áður en hann gekk inn í búningsherbergi eftir leik. Gunnar er nýorðinn 37 ára og er aðalþjálfari liðsins. Hann hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari undanfarin ár hjá Stjörnunni. Í fyrsta leik tímabilsins stóð hann á hliðarlínunni, spilaði síðan aðeins í síðasta leik en tók fullan þátt í kvöld. „Ég er nú bara í fínu líkamlegu formi, þó ég verði ekki frábær á morgun. Ég ákvað, frá því að ég tók við Fjölni, að ég ætlaði að aðstoða eitthvað inni á vellinum. Mér fannst þörf á smá aga í leikinn, ég held að það sé það sem ég kem helst með að borðinu. Við vorum að gera tuttugu tæknimistök að meðaltali í leik fyrstu tvo leikina, núna voru þeir held ég helmingi færri. Ég hjálpa til inni á vellinum en er aðallega þjálfari.“ Ótrúleg atburðarás átti sér stað undir lok leiks, Fjölnir fékk tveggja mínútna brottvísun og Gunnar meiddist á sama tíma, HK minnkaði muninn í eitt mark og virtist jafna á lokasekúndunni en skotið var of seint og markið fékk ekki að standa. „Ég er bara mjög ánægður að þeir dæmdu ekki mark. Þeir hefðu þurft að vera hundrað prósent vissir um að þetta væri mark og þetta var tvísýnt. Ég öfunda þá ekki að þurfa að taka þessa ákvörðun en þetta var mjög sætt. Þessi atburðarás er í pínu móðu, ég þurfti náttúrulega að fá hjálp sjúkraþjálfara og sitja þrjár sóknir. Það var svolítið sárt og skrítin regla, að refsa manni fyrir að meiða sig af því ég var ekki að reyna að tefja, ég missti andann bara.“ Þetta var fyrsti sigur Fjölnis, sem eru nýliðar í deildinni og með reynslulítinn leikmannahóp. „Við erum með nýtt lið, allir eiginlega að spila sitt fyrsta ár í efstu deild, og fengum stóra skelli í fyrstu leikjunum en við munum alveg gera okkur líklega í fleiri leikjum í vetur. Erum í hægri stigasöfnun og komnir með tvö stig inn á bók núna,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Sjá meira