Nasistaborði í Magdeburg til rannsóknar Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2024 23:32 Borðinn umræddi þar sem hvatt er til baráttu gegn útlendingum. Merki Magdeburgar í líki þess Stasi-lögreglunnar er fyrir miðju. Mynd/Twitter Þýska knattspyrnusambandið er með til athugunar borða sem stuðningsmenn Magdeburgar voru með til sýnis á leik liðsins við Karlsruhe í þýsku 2. deildinni um helgina. Borðinn er sagður hafa verið af nasískum toga. Liðin tvö gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli Magdeburgar í Þýskalandi. Í upphafi leiksins var stór borði til sýnis í heimahluta stúkunnar. Náði borðinn raunar yfir alla stúkuna þar sem blóðheitustu stuðningsmenn félagsins koma saman. Á honum sagði: „Verjið heimalandið frá erlendum fánum – haldið áfram og sýnið enga miskunn (þ. Schützt die Heimat vor fremden Fahnen - schreitet voran und habt kein Erbarmen).“ Á miðju borðans var stórt marki Magdeburgar sem hafði verið hannað í líki Stasi, alríkislögreglunnar í Austur-Þýskalandi fyrir fall Berlínarmúrsins. "Schützt die Heimat vor fremden Fahnen, Schreitet voran und habt kein Erbarmen" sind Zeilen der Nazi-Oi-Band "Rien ne va plus" aus #Magdeburg. Deren Musik erscheint auf dem Label FK-Produktion des Zwickauer Neonazis Claudio Möckel. #fcmksc https://t.co/7K30mRlskl— LSA-rechtsaussen @[email protected] (@LSArechtsaussen) September 22, 2024 Textinn er tilvitnun í texta lags eftir hljómsveitina Rien ne va plus sem kemur frá Magdeburg. Flest lög hljómsveitarinnar eru af svipuðum toga og segir í fréttum þýskra miðla um málið að tónlistarútgefandi í umsjón nýnasistahreyfingar sjái um útgáfu og útbreiðslu tónlistar sveitarinnar. Málið hefur verið tilkynnt til þýska knattspyrnusambandsins. Fulltrúar sambandsins munu ekki tjá sig um málið fyrr en það hefur verið tekið fyrir. Málið er á rannsóknarstigi. Magdeburg sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem sagði: „Við eigum stöðugt samtal við virka aðdáendur liðsins. Við munum ræða þetta mál opinskátt og með miklum forgangi á næstunni. Eitt er víst: 1. FC Magdeburg stendur skilyrðislaust fyrir umburðarlyndi og fjölbreytileika. Þessi gildi skipta miklu máli. okkur og móta daglegar athafnir okkar.“ Tveir Íslendingar leika fyrir handboltalið Magdeburgar, þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon. Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
Liðin tvö gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli Magdeburgar í Þýskalandi. Í upphafi leiksins var stór borði til sýnis í heimahluta stúkunnar. Náði borðinn raunar yfir alla stúkuna þar sem blóðheitustu stuðningsmenn félagsins koma saman. Á honum sagði: „Verjið heimalandið frá erlendum fánum – haldið áfram og sýnið enga miskunn (þ. Schützt die Heimat vor fremden Fahnen - schreitet voran und habt kein Erbarmen).“ Á miðju borðans var stórt marki Magdeburgar sem hafði verið hannað í líki Stasi, alríkislögreglunnar í Austur-Þýskalandi fyrir fall Berlínarmúrsins. "Schützt die Heimat vor fremden Fahnen, Schreitet voran und habt kein Erbarmen" sind Zeilen der Nazi-Oi-Band "Rien ne va plus" aus #Magdeburg. Deren Musik erscheint auf dem Label FK-Produktion des Zwickauer Neonazis Claudio Möckel. #fcmksc https://t.co/7K30mRlskl— LSA-rechtsaussen @[email protected] (@LSArechtsaussen) September 22, 2024 Textinn er tilvitnun í texta lags eftir hljómsveitina Rien ne va plus sem kemur frá Magdeburg. Flest lög hljómsveitarinnar eru af svipuðum toga og segir í fréttum þýskra miðla um málið að tónlistarútgefandi í umsjón nýnasistahreyfingar sjái um útgáfu og útbreiðslu tónlistar sveitarinnar. Málið hefur verið tilkynnt til þýska knattspyrnusambandsins. Fulltrúar sambandsins munu ekki tjá sig um málið fyrr en það hefur verið tekið fyrir. Málið er á rannsóknarstigi. Magdeburg sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem sagði: „Við eigum stöðugt samtal við virka aðdáendur liðsins. Við munum ræða þetta mál opinskátt og með miklum forgangi á næstunni. Eitt er víst: 1. FC Magdeburg stendur skilyrðislaust fyrir umburðarlyndi og fjölbreytileika. Þessi gildi skipta miklu máli. okkur og móta daglegar athafnir okkar.“ Tveir Íslendingar leika fyrir handboltalið Magdeburgar, þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon.
Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira